Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 88
IIIIH EB DRKIH HflWS HBfl?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa Jþeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
SiOast er dregið var hlaut verðlaunin:
Eiríkur Friðriksson, Rauðalæk 47.
Vinninganna má vitja I skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Helmill
Örkln er á bls. 49.
um, að hver sá er ætti tvo kyrtla
ætti að gefa einhverjum kyrtil-
lausum annan, og um ríka mann-
inn, guðsríkið, úlfaldann og nál-
araugað. Þetta hefur oft verið
túlkað sem einskonar sósíalismi
af hálfu frelsarans.
— Ég held að með þessum um-
mælum hafi Kristur átt við, að
samskipti manna eigi að vera á
þann veg, að þeir leggi saman, að
þeir leiði hver annan, ekki það
að einn álíti, að hann sé fæddur
öðrum æðri og eigi öðrum frem-
ur tilkall til þess, sem okkur er
í raun og veru gefið, samkvæmt
hans skilningi, sem er einnig
skilningur kirkjunnar. Nú, ég
veit ekki, hvort hann hefur verið
svo sérstaklega reiður við ríka
menn, það er ég ekki viss um,
svo fremi þeir væru sannir menn-
Margur ríkur maður er þannig
gerður að hann ver eigum sin-
um til góðs. En vitaskuld getur
hann líka eytt þeim til ills.
— En myndurðu ekki segja, að
þessi ummæli í guðspjöllunum
bendi kirkjunni á braut róttækr-
ar stefnu í þjóðfélagsmálum?
— Jú. Kirkjan á að vera rót-
tæk. Og ég held að eitt af því,
sem mestu máli skiptir fyrir
kirkjuna að átta sig á, sé hennar
þáttur í skólamálum. Hann fer
stöðugt rýrnandi. Stöðugt stytt-
ast þær stundir, sem varið er til
að fræða fólkið um kristnina.
Þar við bætist, að sögubækurnar
eru oft litaðar áróðri sem hrein-
lega beinist gegn kirkjunni, þar
sem hún er sökuð um grimmd og
afturhald. En þeir munu vera
færri staðirnir í þessum bókum,
þar sem bent er á verk kirkjunn-
ar til góðs. En þetta getur leitt
til þess, að fólk fari að álíta, að
kirkjan geri í rauninni ekkert
nema illt eitt. Ég held, að kirkj-
an þurfi alvarlega að passa sig
á þessu. Og ég held líka að þjóð-
félagið hefði gott af því að gera
sér grein fyrir því. Eins og við
vikum að áðan, er kirkjan og
kenningar hennar sá grunnur,
sem bygging þjóðfélagsins er
reist á, og ekki þarf bygginga-
fróðan mann til að skilja, hvað
um húsið verður, ef grunnurinn
brestur. dþ.
Kristin hátíð í
spennitreyju hjátrúar
Framhald af bls. 21
Þegar i nóvember var farið að
slátra fyrir jólin, og þá þurfti
margs að gæta, svo ekki færi
illa. Mestu máli skipti að eng-
ar manneskjur með ,,ill augu“
væru viðstaddar slátrunina, því
þá var viðbúið að allt ónýttist,
bæði kjöt og innmatur. Sama
g;lti um bruggið; breytt var
fyrir glugga brugghússins og
og eneum óviðkomandi hleypt
þangað inn. Til frekara öryggis
var skorinn kross í hjörtu, lifur
88 VIKAN-JÓLABLAÐ