Vikan


Vikan - 04.12.1969, Page 90

Vikan - 04.12.1969, Page 90
KJOLA- EFNI.. íKjctojfi^Kfc LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647 w i iSKARTGRIPIR UWIT Modelskartg - SIG Hverfi Lau ripur er gj MAR 0 sgötu 16a. igaveg 70. 1. 1 öf sem ekki gleymist. IG PÁLMI - Sími 21355 og Sími 24910. að hvítskúra húsið, fægja alla koparmuni og síðast en ekki sízt þurfti jólaþvotti að vera lokið. Mikil áherzla var á það 'lögð að jólaþvotturinn væri þurr og búið að taka hann inn af snúr- unni fyrir jólakvöldið, því „sá sem klæðir gerðin um jólin, mun lík klæða áður en þau eru öll,“ fullyrti þjóðtrúin. Þann voða eiga nútíma húsmæður að minnsta kosti ekki yfir höfði sér, svo er tækni aldarinnar fyrir að þakka. Þorláksmessan, sem hjá Dön- um hét Lillejuleaften, var einnig heilög, eða allt að því. Þá voru bakaðar eplaskífur, kleinur og allrahanda smákökur. En þá var farið snemma í háttinn. Sum- part vegna Þess að menn vildu vera vel upplagðir fyrir kvöld- ið mikla, og sumpart vegna þess að litla jólakvöldið var stór- háskalegt ýmissa hluta vegna. Þá var sem sé á ferð um byggðir sú ógnarskepna úr öðrum heimi er kölluð var helhesturinn. Hann hafði fyrir vana að koma þá við á hverjum bóndabæ og fá sér að drekka úr vatnstroginu á hlað- inu, og fullsannað þótti að ekk- ert gott biði hverrar þeirrar manneskju, er ræki í hann aug- un. Sjálft jólakvöldið var tekið snemma, enda margt að gera. Búpeningnum þurfti að sinna af sérlegri natni, útihús öll áttu að vera hrein og öll verkfæri þurfti að læsa inni. Annars var viðbúið að annaðhvort galdranornir eða háskagripur sá, er kallaður var í alþýðumunni Jórsalaskósmiður- inn, tækju skóflur og heykvíslar til handargagns og þeystu á þeim loftleiðis um víða vegu. Og ekki mátti gleyma að „stálsetja". Hnífar eða önnur álíka áhöld voru sett yfir allar dyr og glugga, í áburðarhauginn, í öll fjögur horn landareignarinnar og á kornloftið. Þessháttar var aldrei nógu vandlega gert, og óhöpp og slys vofðu yfir hverjum þeim bæ, sem komst á vald vætta og trölla vegna þess, að gleymst hafði að banna þeim aðgang með þeim heilaga málmi, stálinu. Og ekki mátti gleyma að gera sér- stakar ráðstafanir varðandi hús- dýrin, dýrmætustu eign hvers heimilis. Ef húsbóndinn neri ekki sóti og salti í tanngarð hverrar skepnu, mátti eiga von á að tröllahyskið ynni þeim eitt- hvert grand. Vinnukonurnar báru á jóla- borðið. Þær breiddu á það dúk úr grófu lérefti, og settu á það tvö stór kerti: annað þar sem hús- bóndinn sat og hitt hjá sæti hús- móðurinnar. Þá var borinn inn áðurnefndur grautur, fiskur með sinnepi, sýrutrog, rifjasteik, flesk og pylsur eins og hver gat í sig látið. Þegar máltíðinni var lokið, tókust allir í hendur og þökkuðu fyrir matinn, en það tíðkaðist ekki aðra daga ársins. Ö1 og brennivín var ríflega veitt, og fólkið skemmti sér við ýmiskonar spil og gátur. En flestir vöktu ekki lengi frameftir. Næsta morgun yrði farið snemma á fætur, og jóladagarnir yrðu erfiðir, þótt skemmtilegir væru. J ÓL AMÁLTÍÐ VARÐHUNDSINS Allir skemmtu sér sem bezt þeir gátu á jólakvöldið, en engu að síður lá spenna og eftirvænt- ing í loftinu. Á þessu kvöldi gat margt skeð. Þá var hægt, ef menn höfðu augun hjá sér, að fræðast margt um komandi ár og þess atburði. Ef til dæmis kertin á borðinu entust alla jóla- nóttina, boðaði það gott ár. En ef slokknaði á öðru kerti eða báðum, varð fólkinu ekki um sel. Það boðaði dauða einhvers viðstaddra, einkum þó þess, sem óviljandi slökkti, ef það hafði átt sér stað. Ekki mátti lýsa undir borðið og yfirhöfuð alls ekki líta undir það. Og vei þeim mannaumingja sem glopraði niður skeiðinni sinni í öndverðri máltíð. Hann mátti ekki taka hana upp — og ekki borða meira það kvöldið! Einnig þýddi það bráðan bana einhvers heimilismanna ef varð- hundurinn lét sér verða það á að gjamma á jólakvöldið. Til að hindra þau ósköp var allt gert til að hafa hundinn góðan þetta kvöld. Hann var látinn smakka á hverjum einasta rétti, sem á borð var borinn, og fékk einnig sinn skammt af ölinu og brenni- vín:nu. Venjulega var þessu öllu hrært saman í kássu í dallinum hans, og fáir hundar voru upp- lagðir til að gelta eftir slíka veizlu. Margs mátti verða vísari ef fólk hætti sér út fyrir dyr um kvöldið, en það gerðu ekki nema huguðustu menn. Ef þeir litu þá inn um glugga, sáu þeir kannski einhvern heimamanna höfuð- lausan. Það boðaði að sá hinn sami lifði ekki önnur jól. Til að örva glöggskyggnina settu sum- ir torfusnepil á höfuð sér, og þótti gefast vel. Á íslandi voru kýrnar vanar að taka til máls á nýársnótt, en í Danmörku gerðu þær það á sjálfa jólanóttina. Þá spjölluðu þær um það, sem þær höfðu heyrt og séð þetta árið, um- kvörtunarefni sín og bollalögðu um atburði næsta árs. En ekki þótti hættulaust að verða áheyr- andi að skrafi þeirra, frekar en hérlendis. Um skeið var það siður í Dan- mörku að sofa í hálmi á gólfinu á jólanótt, til að minnast þess að Kristur var lagður í hálm, er hann fæddist. Áður en gengið var til hvilu, höfðu konurnar fyrir sið að slétta vandlega úr öskunni í arninum. Ef næsta morgun sást fótspor í öskunni, þýddi það dauða einhvers á 90 VIKAN JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.