Vikan


Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 91

Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 91
heimilinu, að einhver myndi „ganga af bænum“, en ef það var hinsvegar far eftir hönd sem sást, þótt öruggt að barn yrði skírt á bænum fyrir næstu jól. Á þessari nótt gat ógift fólk líka orðið þess vísara, hver yrði þess lífsförunautur. Til þess þurfti hlutaðeigandi að vaka sitjandi við borð alla nóttina og hafa fyrir framan sig þrjú ílát með víni, öli og vatni. Þá myndi það ekki bregðast að sá eða sú tilvonandi birtist, tæki eitt ílátanna og drykki úr því. Miklu máli skipti hvaða ílát varð fyrir valinu. Drykki gesturinn vínið, yrði hjónabandið ham- ingjusamt og auðsælt, ef hann tæki ölið, gengi allt sæmilega fyrir sig, en ef hann teygaði vatnið, mátti búast við fátækt og allskyns basli og vandræð- um. JÓLAGUÐSÞJÓNUSTA FYRIR FJÖGUR HUNDRUÐ ÁRUM Á jóladagsmorgun voru allir snemma á fótum — og allir borðuðu svolítið, áður en þeir fóru á skrið. Það boðaði óham- ingju að byrja vinnu á fastandi maga. Þegar nauðsynlegum verkum var lok:ð, fóru allir í sparifötin. Mikil áherzla var lögð á að allir hefðu einhverja nýja flík að klæðast. Ekki höfum við haft spurnir af neinum dönskum jólaketti, en engu að síður átti sá á engu góðu von, sem gekk í gömlum spjörum til kirkju á jóladag. Jólaguðsþjónustan, sem fram fór árla morguns við blaktandi kertaljós með miklu bænahaldi og sálmasöng, var hátíðleg og lét fáa ósnortna. Þegar heim kom á eftir, voru flestir því í sann- kristnu hátíðaskapi og höfðu hægt um sig það sem eftir var dagsins. Þó voru sumir svo mikl- ir gleðimenn áð þeir gátu ómögulega beðið til næsta dags með að hefja gleðskap þann, er jólunum fylgdi. en kirkjunnar mönnum var miðlungi vel við og töldu veraldarmennsku og heið- indóm. JÓLABISKUP OG JÓLAHAFUR Á annan jóladag töldu jafn- vel þeir allra guðhræddustu tíma til kominn að létta sér ær- lega upp með vinum og nábúum. Menn skruppu þá í heimsóknir og átu og drukku ósleitilega. Há- marki sínu náði fagnaðurinn á þr'ðja jóladag. Þá nótt sváfu fæstir, síst unga fólkið, sem ríslaði sér þá við allskonar leiki, sem margir guðsmenn töldu hreint djöfulsins spilverk. Einn vinsælli leikjanna var kallaður „jólabiskup“ Einn veislugesta var settur á stól, húfa sem minnti á biskupsmítur á höfuð honum og hann svert- ur í framan. Upp í hann var sett spýta, og stóð sinn endinn út úr hvoru munnviki, en á hvorn enda var sett brennandi kerti. Veislufólkið hljóp síðan í kringum hann þrjá hringi og söng: Hér vígjum við okkur jólabiskup, pro nobis. Síðan vígði jólabiskupinn saman hjón úr hópi gestanna, og notaði þá stælingar á hinu latneska hjóna- vígsluritúali kaþólsku kirkjunn- ar. Nærri má geta hvernig yfir- völdum þeirrar stofnunar hefur geðjast að þeim leik. Dáratunnan nefndist annar leikur og nokkru þjösnalegri en hinn. Einn gestanna faldi belti, en annar átti að geta þess til, hver beltið hefði falið. Gæti hann rétt, var sá sem beltið hafði falið skikkaður til að geta næst, en gæti hann rangt, var hann úthrópaður dári, settur í tunnu og ausið yfir hann vatni. Svo var það jólabukkurinn, sem flestir höfðu gaman af en stóð jafnframt stuggur af. Tveir menn vöfðu sig teppum og dul- bjuggu sig sem hest, en hinn þriðji gerðist riddari. Þeir skreyttu sig bandi, sem hnýtt var á þá hvorki meira né m;nna en í djöfulsins nafni. Þannig búnir gengu þeir frá einu bóndabýli til annars og létu allsstaðar mik- ið að sér kveða. Klerkunum líkaði þetta stór- illa og þreyttust seint á að átelja sóknarbörnin fyrir að verja há- tíðinni við „dufl, leiki, drykkju- skap, hafandi á ásjónum sér hrylligrímur eða íklædd öðrum djöfullegum ham.“ Bændurnir lcomu til móts við prestana sína — mikil ósköp. En þeir höfðu vaðið fyrir neðan sig, eins og sæmir klókum búand- mönnum. Þeir gáfu kirkjunni það sem k:rkjunnar var, sjálf- um sér og náunganum það, sem þeir töldu heyra jólunum til og gleymdu ekki heldur að tryggja sér að minnsta kosti vinsamlegt hlutleysi myrkravaldanna. Þeg- ar þeir gengu heim í veizlulok og vetrarkuldinn vék gleðskapar- vímunni úr heilanum, brutu þeir hann um margt og mikið. Höfðu hlöðuvættirnar og nissinn á kornloftinu verið ánægð með jólagrautinn? Að vísu höfðu öll teikn verið góð, en á himni og jörðu var margt, sem ofvaxið var skilningi einnar aumingja mann- eskju. Þeir greikkuðu sporið til að komst sem fyrst heim í stof- una sína með stálvörðum dyr- um. dþ. Litli jólasveinninn Framhald af bls. 25 ir viti ekki, að jólasveinar liafa stára bumbu og sítt, bvílt skegg? — Hvar er bumban þin, stelpustrákur? spurði minnsti strákurinn. r- ORIS úr og klukkur BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun BRflun Gerð D25 alsjálfvirk sýningavél fyrir papparamma sem glerramma. Auðveld í notkun og ódýr — af- greidd með tösku. Gerð D46 alsjá Ifvirk með mjög sterkum lampa. Mjög vönduð að öllum frágangi — afgreidd með tösku. ' L .iWiliíillttóWiÉíiU Ya< Þegar þér kaupið sýningavél GÆTIÐ ÞÁ að hún sé BRRUfl Stuttgart Að hún noti algengan myndsleða BRÍlun FÆST í Austurstraeti Lækjartorgi VIKAN-JÓLABLAÐ 91 ÉE ÍS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.