Vikan


Vikan - 04.12.1969, Page 101

Vikan - 04.12.1969, Page 101
séra Eggert af sér embætti 1847. Tók þá séra Ólafur Pálsson pró- fastur við brauðinu, og var séra Eggert kyrr í Stafholti hjá séra Ólafi. Enn sem dæmi um það, hve prestur var ern og fjörugur, þá kominn um áttrætt, er það að Theódór hafði það eftir föður sínum, að hann hefði aldrei séð séra Eggert stíga í ístað, þegar hann hefði farið á bak. Hann hefði aðeinst stutt annarri hendi á hnakkhúfuna og varpað sér í hnakkinn, eins var glaðlyndið, sem ungur drengur væri“. „Það bar til á helgum degi, þá er séra Ólafur var að messa í Stafholtskirkju, og séra Eggert sat ölðrumegin við altarið að vanda, að þegar séra Ólafur sneri sér fram og fór að tóna pistil- inn, gengur maður nokkur hratt inn kirkjugólfið, sem orðið var hált af bleytu, sem inn hafði borizt. Þegar maðurinn var kom- inn inn að kórdyrunum, rennur hann og dettur á sitjandann. Þá skellihlær séra Eggert, þar sem hann sat við altarið. Þegar verið var að syngja versið milli pistils og guðspjalls, stendur séra Egg- ert upp, klappar á öxl séra Ólafs og segir í fullum rómi: „En að þú skyldir ekki hlæja líka“.“ „Eitt sinn er séra Eggert var í Stafholti, átti hann að jarðsyngja mann einn. En er kistan var látin síga ofan í gröfina, reyndist gröf- in of stutt, svo að kistan stóð í miðri gröfinni, en líkmenn stóðu ráðalausir. Gerir prestur sér þá lítið fyrir og kastar sér ofan á kistuna, svo að hún sekkur til botns, hoppar síðan samstundis upp úr gröfinni, í hempunni, kastar rekunum og mælti: „Mok- ið þið nú, askotarnir ykkar". Sigurður Briem kann líka frá skemmtilegum prestum að segja, jafnvel jarðarförum, sem ekki voru að öllu leyti með þeim virðulega sorgarblæ, sem viðeig- andi er talinn í sambandi við slíkar athafnir. Áður en þau dæmi eru tilgreind, verður þó að segja nokkuð frá Sigurði Briem sjálfum. Sigurður er fæddur á Espihóli í Eyjafirði, 12. sept. 1860, sonur Eggerts Briem sýslumanns og konu hans, Ingibiargar Eiríks- dóttur. Hann gekk menntaveg- inn, tók stúdentspróf 1883, tók próf í lögfræði við Hafnarhá- skóla sex árum síðar, gegndi um hríð ýmsum störfum, var meðal annars sýslumaður í ýmsum um- dæmum, en gerðist loks póst- meistari í Reykiavík. 1897, og Pengdi því embætti meðan hann hafði aldur til. Spálfsævisögu sína reit hann ekki fyrr en hann var kominn á níræðisaldur, og er þó síður en svo nokkur elli- mörk á frásögn hans að finna, eins og áður getur. Þannig voru aðstæðurnar hans alla ævi harla ólíkar kjörum Finns á Kjörseyri, og því undarle>*ra má það virðast hve afstaða þeirra innst inni til lífsins og samferðafólksins sýnist svipuð. Ekki Vf.r Sigurður hald- inn þeirri löngun til ritstarfa og fræðiiðkana sem Finnur — tek- ur það fram að hann hafi ekkert við ritstörf fengist, fyrr en hann sezt við það að skrifa sjálfsævi- sögu sína á níræðisaldri. Eru snillitök hans á máli og stíl enn merkilegri fyrir það, t.d. beitir hann óafvitandi, að öllum líkind- um, því stílbragði snjallra höf- unda að gera hið harmræna áhrifameira, með því að láta gamansemi fara á undan: „Frá Viðvík fluttu foreldrar mínir að Hjaltastöðum, og þar man ég fyrst eftir mér á fjórða ári, þegar ég lenti í bardaga við hana... Ég hafði náð í svipu og ætlaði að reka hænsnin af hlað- inu, suður í fjós, þar sem bústað- ur þeirra var, en haninn hefur víst talið skyldu sína að verja konur sínar fyrir árás þessari, og flaug á mig. Hann hjó bita eða stykki úr kinninni á mér. Auð- vitað lagði ég á flótta með hljóð- um, bæði vegna sársaukans og svo þegar ég sá blóðið buna nið- ur um mig allan. „Var sár þetta lengi að gróa, og hafði ég ör á kinninni í mörg ár.“ „É'g man líka glöggt eftir því, er systkini mín dóu, 1865, og í mörg ár á eftir gat ég ekki að því gert, að mér vöknaði um augu er ég heyrði lag það, sem sungið var þegar litlu líkkisturn- ar voru bornar út úr bænum og farið með þær burt“. Sú yfirlætislausa frásagnar- snilli, sem þarna birtist, bendir ótvírætt til þess að nokkurs hafi verið í misst fyrir bókmenntir okkar, að Sigurður Briem settist fyrst við skriftir á níræðisaldri. Þá kemur aftur að því, er áð- ur er á minnst — frásögn Sig- urðar af klerkum og geistlegum atburðum, þar sem meira ber á kýmninni og skopinu en virðu- leikanum. Þess ber að geta, að ekki hefur hann þessar mannlýs- ingar eftir öðrum, eins og Finn- ur, þegar hann segir frá séra Eggerti Bjarnasyni; þeir prestar, sem Sigurður segir frá, voru menn, sem hann kynntist sjálfur í uppvexti sínum. „Síra Ólafur var alltaf kallað- ur stúdent, af því að svo langt leið um frá því að hann tók stúdentspróf og þangað til hann varð prestur. Á þessum árum var hann hjá síra Benedikt á Hólum í Hjalta- dal við skrifstofustörf og fleira. Hann var og fylgdarmaður hans á embættisferðum og öðru ferða- lasi. Einu sinni kvaðst hann sem oftar hafa verið á ferð með síra Benedikt. Prófastur reið á und- an, steinþegjandi. Þótti síra Ól- afi þetta æði dapurlegt ferðalag, og til þess að brjóta upp á ein- hverju, kvaðst hann hafa lagt fvrir prófast bessa spurningu: „Er lauslæti synd, prestur góð- ur?“ Svaraði hann þá aðeins með einu orði: „Stundargaman". Leið Stilfagurt útlit Ekki bara það Reynið gæðin Eignizt segulbandstæki sem mest gleður augað, því að þá fáið þér um leið tæki sem bezt gleður eyrað. Eitt og sama tækið — nýja Philips-segulbandstækið. Hjá næsta umboðsmanni Philips getið þér kannað gæði tækisins með eigin eyrum. HEIMILISTÆKI SF., Hafnarstræti 3. PHILIPS 1 TRITON BAÐSETTIN Baðkör Sturtubotnar Handlaugar W. C. Bidet Blöndunartæki Blöndunarventlar Hitastillar (thermostat-sjólfvirk blöndun) Veggflísar Gólfflísar Ekta hóbrend postulínsvara í úrvali gerða og lita TRITON UmboSiS SIGHVATUR EINARSSON&CO SlMI 24133 SKIPHOLT 15 VIKAN-JÓLABLAÐ 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.