Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 16
„Ég vil sýna hinn heiðna anda, áður en 2000 ára kristindómur lagði á okkur skyldu- kvaðir,“ sagði Fellini. Og fólkið streymdi til kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, þar sem átti að frumsýna „Satyricon", Fellini-mynd um ljúfa lífið á þeim dögum, þegar orðið „synd“ var ekki til. Það hlaut að vera at- hyglisvert að sjá hana. Aðsóknin var svo mikil, að þrjár konur voru troðnar undir, og urðu að fara á sjúkrahús. Á eftir var ein ringulreið, áhorfendur voru utan við sig, gagnrýnendur ráðvana. Hafði veröldin verið þannig? Fellini, einn mesti listamaður á sviði kvikmyndanna, hefur gert úr hinni 2000 ára gömlu sögu Cajusar Perr- oniusar, lýsingu á helvíti mannað skrímsl- um, umvafið brennisteinsgufum, þar sem ekkert er annað en kvöl og dauði, andlitin afskræmd af girndum og ókennileg af farða. HNIGNANDI RÓM Sumir áhorfendur gengu út í miðri sýn- ingu. Um þá skrifuðu fréttamenn: „Skamm- izt ykkar, einhvern tíma eigið þið eftir að gorta af því við bamabörn yðar, að þér hafið verið viðstödd þennan einstæða lista- atburð.“ Svo hefur þessi mynd verið kölluð meistaraverk meistarans, en ennþá er fólk á ítalíu, sem gengur út í miðri sýningu, og það á sjálfsagt eftir að endurtaka sig viða um heim. Þetta hefur engin áhrif á Fellini. „’Ég framleiði kvikmyndir til að koma mínum eigin hugsunum á framfæri,“ segir hann. Þegar hann er spurður hvort hann haldi að hann hafi skapað listaverk, sem verði við lýði árið 2000, þá segir hann: „Síðasti hlut- inn af Satyricon." Draumurinn um þessa kvikmynd er gamall. Fellini fékk hugmynd- ina árið 1939, þegar hann var blaðamaður og skopteiknari. Þetta er háð og ádeila á rómverska þjóðfélagið og gúllasbaróna þá- tíðarinnar. „Ég segi frá hinni hnignandi Rómaborg," segir Fellini, „borginni þar sem Encolpe og Alcyste, aðalpersónurnar í „Satyricon“, — tveir strákar, sem verða báðir hrifnir af sama — stráknum. Sú mynd, sem Fellini gerir sér í hugarlund „Ég vil sýna hinn heiðna anda, áður en kristnin kom af fortíðinni er engan veginn glæsileg. til,“ segir Fellini, frægasti leikstjóri okkar tfma.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.