Vikan


Vikan - 07.12.1972, Side 7

Vikan - 07.12.1972, Side 7
Létt í spori Þessi Singer saumavél kostar aðeins kr. 18.669,00, en hefur flesta kosti dýrari saumavéla og þann kost fram yfir að hún vegur aðeins 6 kíló og er þess vegna mjög létt í meðförum. Þegar þér saumið úr hinum nýju tízkuefnum getið þér valið úr mörgum teygjusaumum, m. a. ,,overlock“, svo að engin hætta er á að þráðurinn slitni þó að togni á efninu. Singer 438 hefur einnig: ^ innbyggðan, sjálfvirkan hnappagata- saum ^ tvöfalda nál, öryggishnapp (gott þar sem börn eru), ^ fjölbreyttan skrautsaum og marg.a fleiri kosti. SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugavegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SlS, Ármúla 3 og Kaupfélögin um land allt. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ^Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar alltaf að fara í fýlu, svo eftir mér sé tekið. En núna stendur mér nærri orð- ið á sama um þetta allt' saman, þetta þýðir ekkert. Mér verður ekki breytt. Það eru nú allir einu sinni svoleiðis, að þá lang- ar stundum til að heyra einhver hrósyrði. Ég er ekki að fara fram á, að þið hrósið mér, held- ur bara leita ráða hjá ykkur. Á ég að leita til sálfræðings? Hvaða sálfræðings þá helzt? Ég verð að tala við einhvern, mamma skilur mig ekki, og vin- kona mín er farin að vita of mikið af sér. Nú ætla ég ekki að þreyta þig meira. Ef þú hefur pláss, þá birtirðu þetta kannski, ef það er þá ekki því vitlausara. Hvað lestu úr skriftinni? Hvað held- urðu, að ég sé gömul? Kærar þakkir og kveðjur. Ljósbjörg. í fyrsta lagi trúum vi8 því ekki, að þú sért hræðilega Ijót. í öðru lagi finnst okkur nafnið þitt mjög fallegt og sérkennilegt (Ljósbjörg er ekki rétta nafnið), og þér á áreiðanlega eftir að þykja vænt um það siðar meir. Og í þriðja lagi skaltu ekki öf- unda vinkonu þína of mikið af því, hvað hún er sæt. Fallegt andlit er lítils virði, nema því meira sé í manneskjuna sjálfa varið. Þú hefur ekkert að gera til sálfræðings. Skrifaðu okkur bara, ef þú ert leið! En langi þig til að heyra hrósyrði, skaltu endilega hætta að fara í fýlu. Það er margt hægt að gera, sem er vert hrósyrða, standa sig vel í námi, t. d. einhverri sérstakri námsgrein, skara fram úr í íþróttum, vera skemmtileg í samræðum, dansa vel, vera glaðlynd oq fjörug o. s. frv. — Reyndu endilega að finna eitt- hvað jákvætt við lífið, reyndu að byggja upp sjálfstraustið, og mundu, að þú ert ekki eini ung- lingurinn með minnimáttar- kennd. Flestallir hinir eru að deyja úr þessu sama og þú. Og ákaflega margir lenda í þessum sömu vandræðum heima hjá sér og þeim, sem þú lýsir. A þess- um árum vilja unglingar láta taka mikið tillit til sín, en for- eldrum og systkinum finnst þeir ekkert merkileqri en áður. Af- leiðingin er ærið oft gagnkvæmt skilningsleysi. Þetta lagast allt- af, og foreldrar þínir oq svstk- ini verða þínir beztu vinir, þeg- ar þú ert búin að skapa þér þitt eigið líf, orðin sjálfstæður ein- staklingur. Taktu á þolinmæð- inni, og í öllum bænum temdu þér glaðlyndi og léttlyndi og jákvæða afstöðu til lífsins, það er nefnilega svo voðalega gam- an að lifa! Þú ert sennilega 14 ---15 ára, og skriftin sýnir, að þú sért vandlát og svolítið eig- ingjörn, og þú þarft talsverða uppörvun, ef hæfileikar þínir eiga að fá að njóta sin. Fljót að gleyma Komdu sæll, kæri Póstur! í síðustu Viku las ég, að ein- hver I.E. óskaði eftir fræðslu í spila- og lófalestri, einnig las ég, að þið hefðuð farið yfir efnisyfirlit síðustu 5 ára og ekki fundið neitt. En þið hafið leitað langt yfir skammt og svo ekki nógu langt, því að í 6. tbl. 1969 er stutt lexía um lófalestur, og í 48. tbl. 1968 (jólablaði) er ennfremur kennt að spá í spil og einnig í 15. tbl. 1965. Ég vona, að þetta komi I.E. að ein- hverju gagni, þ. e. a. s. e'f hún getur nálgazt þessi blöð. Ég vil svo að síðustu þakka Vik- unni allt, er hún hefur að flytja, og er hún lesin hér á mínu heimili „spjaldanna á milli". Virðingarfyllst, J.G.S. Við þökkum J.G.S. kæriega fyrir hjálpina. Við erum aug- Ijóslega heldur fljót að gleyma hér á Vikunni. JÓLABLAÐ VIKAN 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.