Vikan


Vikan - 07.12.1972, Page 18

Vikan - 07.12.1972, Page 18
Séra Úlafur Skúlason Erfitt held ég sé að kveða upp svo al- gildan dóm við spurningu þessari, að sá mundi ná til allra heimila og allra ein- staklinga á landi hér. Jólahald og jóla- venjur eru sjálfsagt breytilegar frá einu heimili til annars, enda þótt enn megi finna nokkuð ákveðna samnefnara, sem flestar slíkar venjur mundu ganga upp í. Ég hlakka alltaf til jólanna, og ég er ekki einn í þeirra hópi, sem stundum gerast háværir og fordæma flest í sam- bandi við jólaundirbúninginn. Auðvitað er ekkert gaman að vera vitni að eða þátttakandi í hreingerningum og þrifum sé sá hinn sami algerlega fráhverfur slíku hátterni. Og ég efa það ekki, að þeir eru til, sem reisa sér hurðarás um öxl með of mikilli eyðslu í undirbúningi jóla- haldsins. En hitt mundi ég ekki vilja sjá hverfa, að öllum finnist það sjálfsagt, að hvergi sjáist blettur né hrukka og allt sé fágað og hreint, þegar jólin eru hringd inn. í þessu felst ákveðin virðing, það er verið að gera eðlilegan ramma utan um þá fögru og helgu mynd, sem jólin birta okkur. Og þegar litið er til baka, er mér til dæmis dýrmæt endurminning þess, þegar móðir mín lauk jólaundirbúningn- um heima með því að fága látúnsrenn- inga framan á stigaþrepunum, eftir að hún hafði lokið öðrum undirbúningi, og þá fannst mér beinlínis, meðan ég beið eftir að því verki væri lokið, að jólin gætu nú farið að berja að dyrum. Nei, það er jafnvel hægt að varðveita það sem djásn í endurminningunni, sem þó virðist það allra hversdagslegasta í veniulegu atferli við hreingerningar, ef á það ber birtu þeirrar hátíðar, sem slíkt er undirbúningur fyrir. Og hvað þessa margumtöluðu eyðslu í sambandi við jólin áhrærir, þá hygg ég, að hjá flestum sé því þannig farið, að þá er það keypt á skemmri tíma, sem ann- ars hefði verið dreift yfir fleiri mánuði, en er þó nauðsynlgt og þurfti að koma. Og sú fásinna, sem eitt sinn fylgdi jóla- gjöfum, að þær þyrftu endilega að kosta svo og svo margar krónur og þyrftu að komast til allra í kunningjahópnum, er sem betur fer á hröðu undanhaldi. Er ég þá fyllilega ánægður með allt í jólahaldi okkar? O, nei, það væri sjálf- Framhald á bls. 97. Edda Þórarinsdóttir, leikkona Mér finnst jólahald alveg lífsnauðsyn- legt, sérstaklega hér í skammdeginu hjá okkur. Hins vegar finnst mér annað jafn ónauðsynlegt, og það eru hreingerning- arnar, kökubaksturinn og allt „stressið“ í kringum þessa hátíð. Ég segi hátíð, og það er það, sem jólin eiga að vera, en því miður eru margir orðnir svo útkeyrðir, að þeir njóta ekki hátíðarinnar sem skyldi. Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn Jólahald hefur mikið breytzt síðustu ár. Þau hafa með sífellt meiri íburði, ytri íburði á öllum sviðum, glatað hinum sanna jólaanda, þ. e. friðsældinni, hinni sönnu gleði og mannkærleika. Mér finnst, að þessi hátíð ljóss og friðar ætti ekki að- eins að vara þessa fáu daga í desember, heldur ár og síð og alla tíð. Jólin ættu því að breytast úr hátíð, þar sem matur og gjafir eru aðal innihald hátíðarinnar, í upphaf friðar og mannkærleika, sem engan enda ætti. Þá væru jól heims um ból. Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari Ég vil hafa þetta meiri trúarhátíð. Það var miklu meiri trúarstemning yfir þess- ari hátíð í minni æsku uppi í sveit. Þá var hægt að gleðja börnin með því að kveikja á kertum fyrir þau, en nú hafa þau ekkert gaman af gjöfum, nema þær kosti svo og svo mikið. Þetta jólagjafafarg- an er hrein plága. Ég vil ekki, að jólin séu gerð að allsherjar bissnisshátíð. Mér þætti gaman að stinga því svona að prest- unum að leggja út af því, þegar Kristur rak bissnissmennina út úr musterisgarð- inum. Ég er viss um, að Kristur ræki þessa bissnissmenn burt, ef hann kæmi niður á jörðina núna. Þeir geta haft sína Framhald á bls. 97. Sigríður Thorlacius, húsmóðir Flestir miða ósjálfrátt við jólahald sinnar eigin bernsku og langar til að njóta svipaðra hughrifa og þá, en þau verða að búa hið innra með hverjum og einum, þau verða ekki endursköpuð í ger- ólíku umhverfi og á allt öðru aldursskeiði. Jólahald þeirra, sem ég hef nánast sam- band við, er með þeim hætti, að fjöl- skyldurnar hittast og gleðjast saman, án alls óhófs. Foreldrar ungra barna láta þau taka þátt í undirbúningi hátíðarinn- ar með því að búa til jólaskraut og smá- gjafir, og börn eru glödd með jólagjöfum. Þessum siðum kann ég vel. É'g tel mig ekki þess umkomna að segja öðrum fyrir Framhald á bls. 97. 18 VIKAN JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.