Vikan


Vikan - 07.12.1972, Side 48

Vikan - 07.12.1972, Side 48
ræBasvipinn á Brian. — Þetta er bara handa mér einni, hvaö ætlið þið að fá?.- Max brosti...... Söguiok i næsta blaði. VINUR MINN JOSS Framhald af bls. 35. 1 byrjun desember sagði Joss Christopher fréttirnar, meö barnslegri gleöi, sem ekkert megnaði að kæfa, ekki einu-sinni napur vindurinn. Hann flýtti sér að ganga með miöana, kom svo aftur til Christophers, hallaði sér að dyrunum og það skein i mjallahvltar tennurnar. — Herra Shand i klúbbnum er búinn að velja jólaleikritið, þaö er um vitringana þrjá og Jesú- barnið, og ég á aö leika einn vitringinn. Hann virtist hækka um tvær tommur, þegar hann sagði þetta og hann var mjög konunglegur ásýndum. — Herra Shand sýndi mér myndir af fötunum og Lallie ætlar að sauma kyrtilinn, hann á aö vera siður og gylltur á lit. . . .Og hann benti niður á tærnar á sér með hendinni sem var laus — Og hann á aö bera gullskrin. Hann rétti vel úr sér og teygöi fram hendurnar, með lófunum upp. — Ætlar þú að koma? spurði Joss og naut að sjá aðdáunina i augum drengsins. — Þetta verður á Þorláksmessu og ég fæ miða handa vinum mlnum. — Þakka þér fyrir, ég kem, sagði Christhoper. Hann varð samt dálitiö órólegur, þegar hann hugsaði til móöur sinnar, hún vissi ekkert um Joss. Hann talaöi aldrei um hann heima hjá sér, vegna þess aö einu sinni hafði hann heyrt móður sina segja við einhvern I simann, að hún væri ekki hrifin af þessum klúbbi. sem Alan Shand stæði fyrir, klúbbi fyrir þeldökka iólkið, sem kúldraðist saman 1 þröngum og niðurnlddum kofunum, hinum megin I borginni, - vitlausu megin. Hún kallaði þetta fólk rekaviðinn hans Alans Shand, meö mestu fyrir- litningu. TVisvar hafði þurft að kalla lögregluna til kúbbsins, en Joss sagði Christopher að það hefði ekki veriö þeim þeldökku aö kenna, heldur hefðu það verið strákar I leöurjökkum, sem hefðu valdið óeiröunum. Þeir heföu verið meö steina og gamlar hjól- hestakeöjur og ekiö um hverfiö á vélhjólum, með ægilegum hávaða. Christopher andvarpaði og hugsaði að þetta væri allt öðru visi meö móöur hans. Hún vissi ekki hvernig Joss var, henni fannst þaö vera einhver af hans likum, sem hafði myrt föður hans. Hann hugsáði, eins og i draumi, um atburðiná þennan daginn. Herra Shand haföi beöið hann að hinkra við og tala við sig eftir skólatima. Hann hafði hálfvegis búizt við þvi að herra Shand hefði tekið eftir þvi að hann var ekki svo eftirtektarsamur þennan dag, en sú var ekki raunin. Alan Shand sagði: — Gætir þú ekki hugsað þér að leika litið hlutverk i jólaleiknum. sem ég er að æfa I klúbbnum? Mig vantar dreng, til aö leika geitahirði. Það var auövitað ekki satt, hann gat fengið tvo fyrir einn i hvert hlutverk, án þess að þurfa að fara út fyrir klúbbinn. En Shand fannst þessi drengur þyrfti að fá þetta hlutverk. Það myndi verða honum til góðs. Hann heyrði gleðihljóminn i rödd Christophers. — Þakka yður hjartanlega fyrir, þaö vil ég gjarnan. Joss, vinur minn, verður. einn af vitringunum. Hann sagði mér það. I morgun, hann er miðasali I strætisvagninum. Vinur minn. Joss. Hverskonar foreldra átti þessi drengur? hugsaði Alan undrandi. Ekki þannig að skilja að hann heföi nokkuö á móti þeirri vináttu, þvi að hann þekkti Joss. En það leit út fyrir aö þetta væri mjög mikilvægt fyrir drenginn. — Já, þá er þaö i lagi, sagði Alan snöggt. — Látum okkur nú sjá, þú býrð I Radnor Drive, er það ekki? Ég ek alltaf þá leið. Segðu móður þinni aö ég skuli aka þér heim, klukkan niu, þegar æfingum er lokið. Hann sá að það kom allt i einu hik á drenginn. — Hvað er að? spuröi Alan. Christopher ók sér og horfði niður á tærnar á sér. — Mér datt i hug aö mamma min er ekki hrifin af negrum. Það getur veriö aö hún vilji ekki leyfa mér að gera þetta. — Ég skal koma viö íijá henni og tala við hana i dag. sagði Alan og hugsaði svo gæti verið að móðir drengsins hefði heyrt um rósturnar i klúbbnum. — Ég skal segja henni að þetta sé ekki á neinn hátt hættulegt. En Christopher losnaði ekki við efann. Hann gekk hægt heim að húsinu, sem virtist mannlaust. Móðir hans sat alla daga við skrifborðið. Hún skrifaði greinar, eitthvaösem hún kallaði ritdóma. Hún las bækur, sem aörir höfðu skrifað og sendi svo greina sinar til herra Atherfield, sem var útgefandi. Hún hafði skýrt þetta fyrir Christopher, einu sinni, þegar hann spuröi hvað hún væri að gera. Hann var mjög hreykinn af þvi hve móðir hans væri dugleg. Ruth Perry kom fram i anddyrið, þegar hún heyrði i Christopher. Hún tók af sér gleraugun og nuddaði nefið með hnúunum. — Sæll, Chris. Hefir verið gaman i skólanum i dag? spurði hún, eiginlega vélrænt. — Já sagði hann. rólega, en honum fannst sem sandur væri i hálsinum á sér, svo hann gat ekkert annað sagt. Hann dró það á langinn, að segja henni frá þessu meö leikritið, þvi svo lengi sem hún þyrfti ekki að svara, var svolitil von. En svo gat haíin ekki beðið lengur. — Herra Shand spuröi hvort ég vildi ekki vera með i leikriti, sagðihann. — Hann hefir skrifað það sjálfur. — A að leika það i skólanum? Hvaöa hlutverk átt þú að leika? — Nei, það er ekki i skólanum, það er i klúbbnum, sagði hann. Hún setti tepottinn frá sér, með nokkuð ákveönum dynk og hristi höfuöið. * — Égkannastbæði viö klúbbinn hans Alans Shand og lika viö skrif 'hans. Hann hrósar sér af þvi aö vera ekki vanabundinn. Ég hefi lesið nokkrar greinar hans, þær' eru vel skrifaöar, en ... .Hún þagnaöi, henni var ljóst aö Christopher hlustaöi ekki á hana. Hann leit á hana, eins og hún heföi rekið hann út úr paradis og þótt þaö væri ekki .beinlinis rökrétt, þá var hún reið út i Alan Shand, fyrir að hafa skapaö þetta ástand. — Hann kemur og talar við þig mamma. Kemur I dag, sagði Christopher. — Mig langar svo mikib til aö vera með i þessu leikriti. Negrarnir eru ?vo góöir. Þeir eru ekki allireins og þeir sem voru meö pabba. Joss til dæmis. Hann selur miðana i strætisvagninúm og hann er vinur minn. Hann á að leika einn af vitringunum i stykkinu. Hún hlustaöi á hann, en það var sem hvert orð, sem hann sagði, orsakaöi henni kvöl. Drengurinn hugsaöi að þetta væri eins og venjulega, hún hlustaöi aldrei á það sem hann sagði. —Joss, sagöi hún hægt. — Talar þú við hann? — Auðvitaö. Hvérnig ættj ég annars aö vita ailt um leikritiö? Hann veit sv^ margt. Hann segir mér oft frá þvi hvar hann bjó áður. — Þú átt ekki að tala við fólk, sem þú þekkir ekki sagði hún ákveöin — En ég þekki hann. Ég hefi þekkt hann lengi, hrópaði hann. Hún hlustaði ekki á hann. Hann gekk frá teborðinu út I dimman garöinn. Það var nistandi kalt. Hann sá glampa i tvö gul augu og kötturinn hennar frú Percival stökk niöur af giröingunni og nuddaöi sér upp við fætur hans. Christopher lyfti kettinum upp og þrýsti honum að sér. Kötturinn mjálmaöi og beitti klónum, en eftir andartak var hann farinn að malá. Þaö deyfði svolltiö sorg drengsins aö finna þessa viður- kenningu: kötturinn tók mark á honum, en þaö gerði móöir hans ■ ekki. Hún horfði á hann og talaöi við hann, stundum eins. og hann væri fullorðinn maður, en hún þarfnaöist hans ekki. Hún myndi aldrei skilja hve mikið honum væri I mun aö fá að vera meö I jólaleiknum. Hann bar köttinn inn i viðarskýlið og settist með hann á pokahrúgu. Kötturinn hvildi þunglega i örmum hans og malaöi af ánægju. Þaö væri gaman að eiga hann, hugsaöi drengurinn, eiga hann alveg útaf fyrir sig.Kötturinn myndi vera honum til huggunar, þegar erfiðast væri, hann gæti flúið til hans, hann gæti passaö hann og haft ábyrgð á honum. Einu sinni áður hafði hann tekið köttinn með sér inn i viðarskýliö og gefið honum mjólk. En þá komst frú Percival að þvi og hún var reið, kvartaöi þaö viö móöur hans. Og móðir hans hafði sagt honum aö ef hann héldi kettinum hjá sér, þá væri það sama og að stela og þá var honum ljóst að hún skildi ekki neitt. Hann hafði aðeins ætlað að haia köttinn hjá sér svohtla stund. — Chris! Hvar ertu? Móðir hans kom gegnum garöinn meö vasaljós I hendinni. Hún sá hálf- opnar dyrnar og opnaöi þær upp á gátt. — Hvað I dauðanum ertu að gera? CKris, þú mátt ekki fara með köttinn hennar frú Percival hingað inn, það veiztu vel, sagöi hún hvasst. Kötturinn deplaöi augunum framan i ljósiö, stökk úr faðmi hans og smeygði sér út um dyrnar. — Mér þykir vænt um hann, sagði Christopher, — ég vildi óska að viö ættum kött. — Komdu inn, sagði frú Perry rólega. — Þú ert i vondu skapi, er það ekki? Vegna þess að ég vil ekki leyfa þér að fara i klúbbinn? En mér finnst nú ekki það vera staður fyrir dreng eins og þig, Chris. Ég er hissa á herra Shand, hann ætti aö skilja þetta betur. Það hafa verið svo miklar róstur þar — og öll þessi slagsmál. — Það eru ekki meðlimir klúbbsins, sem byrja að slást. En ég veit aö það er ekki eingöngu þessvegna, sem þú vilt ekki leyfa þaö, svaraöi hann reiðilega. — Það er bara vegna þess að þau eru svört. Ég kann vel við fólk eins og Joss. Framhald á bls. 56 48 VIKAN JÓLABLAÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.