Vikan


Vikan - 07.12.1972, Page 59

Vikan - 07.12.1972, Page 59
Heilbrigði Hneinlæti Vellíðan / I næsta hárþvott Næsta bað bad.ed.as Umboðsmenn H. A. Tulinius heildverzlun — >aB er ekki rétt hjá þér, sagöi hún. — Viö verðum bara að hugsa okkur vel um, áður en við ákvéðum að eignast hund. Þú ert svo fljóthuga, Chris. Og þaö var einmitt það sem ég elskaði mest hjá föður hans, hugsaöi hún. — Shand skilur ekki að allir séu ekki á sama máli og hann. Ég á við þaö, að fólk eins og Joss, ættu að vera kyrr í sinu heimalandi, þar passar hann i umhverfið. Og i hans eigin landi myröa inenn imskunnarlaust hugsaði hún biturlega. Hún var hjálparvana og hún var reið út i Alan Shand. Hún hataði alls ekki þetta fólk, vegna dauða Andrews. Þaö var ekki satt. — Segðu mér eitthvað af Joss, • sagði hún rólega. Það var mikið átak fyrir hana að brydda upp a þessu. Ég hefi oft sagt þér frá honum. mamma, hann selur miðana i strætisvagninum og hann heldur alltaf eftir plássi fyrir mig. Hann á heima i Beacon Road. Konan hans heitir Lallie og hún ætlaði að fara að eiga barn, en hún var slegin niöur á götunni og varð að fara á sjúkrahús ög nú á hún ekkert barn. Það var maöur i bil, sem ók á hana og sló hana niður og svo þaut hann i burtu, hann stanzaöi ekki......... Huih mundi eftir þessu Það hafði verið eitthvað um það i blööunum. Lallie hafði verið á leið heim irá klúbbnum, svo Alan Shand vissi ábyggilega allt um það. Það var vopn, sem hann hefði getað notaö. ,En þótt hann hefði gert það, hefði það engu breytt, sagði Ruth þrjózkulega viö sjálfa sig. Næsta morgun var Joss i strætisvagninum, eins og venju- lega. 'En þótt hann væri i einkennisbúning, myndi hann 'aldrei ve^ða venjulegur i augum Christophers. Hann sagöi að það væri skemmtilegt að heyra. Og þennan morgun sagði hann við Bill Anstey: — Ég ætla aö fá hjá þér hvolpinn, en ég get ekki tekiö hann heim, fyrr en rétt fyrir jól. Ég skal borga matinn hans, ef þú vilt hafa hann fyrir mig þangaö til. — Hve mikiö viltu borga? — Hundraö krónur á viku! Þótt. frú Anstey fyndist þetta nokkuö einkennilegt fyrirkomu- lag, sagði hún ekki neitt. Og Ruth var ánægð yfir þvi að sonur hennar fór til Bills Anstey á hverjum degi. Það var miklu betra að hann fengi Bill fyrir vin heldur en þennan Joss. Christöpher var nú búinn að gera fasta áætlun, sem hann fylgdi daglega. Fyrst fór hann með strætisvagninum út i klúbbinn og hlustaði á allar æfingarnar. Hann kunni nú öll hlutverkin utanað, þaö gekk sérstaklega vel, eftir að Shand hafði lánað honum bókina meö öllum textunum. Hann sá aldrei Shand svo það var ekki liklegt að hann kæmist aö þessu. Smám saman hvarf honum sú tilfinning að hann væri lokaður úti frá öllum félagsskap. Hann var einn af þeim, þvi þau brostu öll til hans .þegar hann kom. Heima hjá Anstey beið hvolpurinn hans, hans eiginn hvolpur, sem hoppaði i kringúm hann af ánægju, þegar hann kom. En Christopher var leiöur i hvert sinn, sem hann varð að yfirgefa hvolpinn, sem hann kallaði Tammy. Hann ýlfraöi ámátlega, þegar Christopher fór, en drengurinn var lika búinn að fá þá notalegu tilfinningu, að þarna væri einhver, sem þarfnaðist hans. Áf skyldurækni skreytti móðir hans heimiliö fyrir jólin. Hún geröi sitt bezta. Hún hafði jafnvel sagt syni sinum aðhann myndi fá jólatré sem hann mætti skreyta sjálfur. En hún var aldrei reglulega „með honum”, Hún var eitthvaö svo fjarræn. Eitt kvöldiö, þegar Christopher var úti, kom Alan Shand I heimsókn. — Já, hvert er erindi yöar nú? spurði Ruth stuttaralega. — Ég kom til að spyrja yöur hvort þér hefðuð ekki Skipt um skoöun, hvort tíhristopher mætti nú ekki vera með i jólaleiknum; sagði hann. Þetta var aö' visu erindi hans, en samt spurði hann sjálfan sig hversvegna hann væri að skipta sér af þessarri konu, sem var svo ánægð meö sjálfa sig og ákveðin i að loka sig inni með allan sinn einmanaleika og sorg., — Hversvegna ætti ég að skipta um skoðun? spuröi hún. — Vegna þess að Christopher ætti að fá að taka þátt i þessu, ekki aðeins að vera áhorfandi. — Þetta er fáránlegt. Hún var ósköp litil og þrjózk. — Hann á sina vini meðal skóladrengjanna. Og Andrew hitti sina vini á furðulegustu stöðum, fcagði ein- hver, mótnáælarödd i hugskoti hennar. Var það ekki einmitt þaö, sem þú dáðist svo að I fari hans? Hörundslitur skipti hann aldrei máli. Hana langaði til að særa Alan. — Hversvegna eigum við aö gera svona mikið fyrir þetta fólk? Það er fullt af fólki i þessu landi, sem þarf á hjálp aö halda. Til dæmis gamla fólkiö. — Ég vissi að þér mynduð segja þetta, sagði hann og rödd hans íysti meöaumkun. — En þér kærið yður kollótta, þér óskið aðeins staöfestingar á JÓLABLAÐ VtKAN 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.