Vikan


Vikan - 07.12.1972, Síða 66

Vikan - 07.12.1972, Síða 66
ARISTO léttir námið Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. í\ /1/^JSJ M SKARTGRIPIR .=a . JÖLAGJÖFIN f ÁR Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 haföu ekki hátt”, hvlslaði hann og læddist niður tröppurnar. Signý smeygði sér I miUipilsiö og fór á eftir honum. Grimur var þá kominn inn I búriö og var að kveikja á ollutýru. „Sæl vertu, Signý mln, og fyrir- gefðu ómakið”, sagði Grlmur. „Ráöíeggðu mér nú blessuð mln, hvar ég á að geyma þessa gersemi til jólanna. Blessaður humallinn hún Abba mln má ekki hafa hugmynd um þetta fyrr en á jólunum”, og hann benti á glansandi kassann, sem stóð á búrbekknum. Augu Signýjar ljómuðu af hrifningu, og hún fór að strjúka móðuna af kassanum. „Er óhætt að geyma þetta i fjárhúsunum”? hélt Grimur láfram. „Heldurðu ekki að blessuð kerlingin min veröi hrifin?” „Jú, það verður hún áreiðanlega”, sagði Signý. ,,Og nú skaltu fara með vélina inn i fjóshlöðu og grafa hana ofan i heysfalið t>ar er svo þurrt, að hún ætti ekki að skemmast þessa daga sem eftir eru”. „Altént ertu eins ráðagóð” sagði Grímur. „Blessuð komdu með týruna og hjálpaðu mér”. Að svo mæltu gengu þau til fjós- hlöðunnar, sem var áföst við eldhúsiö, klifruðu upp á heystálið, og þar gróf Grlmur gersemina og breiddi vandlega ofan yfir. ......Gigtarólukkan haföi látið með verra móti I Abígael þetta kvöld, og svo fannst henni hálfkalt I rúminu, þegar hún var háttuð. Þaö vantaöi blessaðan bóndaylinn, og þessi nýbreytni, að Grlmur var ekki heima, var. þvi valdandi að hún gat ekki sofnað. Hún heyrði undirganginn, þegar Rauðka dró sleðann upp á gaddfrosinn hlaðvarpann, og hún heyrði lika greinilega þegar Grimur opnaði hurðina. En hvað hann sagði við Signýju gat hún ekki heyrt, þó hún stæöi á öndinni. ,,Hvað gat hann viljað Signýju fram I bæ um hánótt?” Þetta gat hún ómögulega skilið. Einhver ónotakennd greip hana, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir hvernig væri háttaö. Hún beiö og hlustaöi og heyrði ekkert nema hjartsláttinn I sjálfri sér. „Hvað gátu þau verið að gera — og það svona lengi?” Hún þoldi ekki mátið lengur, heldur vafði utan um sig ábreiðuna og hökti fram. Hvergi var ljós, og hún þreifaði sig fram göngin. Jú — skfmú lagöi úr hlöðuganginum. Þangað læddist hún og gægðist inn. Og hvaö sá hún? Grlm, brosandi og voteygðan, að tlna töðustrá af millipilsi Signýjar. Ablgael sortnaöi fyrir augumj og hún fékk suðu fyrir eyrun. . Þaö var með naumindum að hún kæmist inn I baðstofuna og upp i rúmið. Henni fannst setn eitthvað hefði slitnað innan I brjóstinu á sér. Hún þurfti að taka á öllum kröftum til að stilla sig. Hún sneri sér til veggjar og titraði öll frá hvirfli til ilja. Signý kom inn og hreiðraöi sig i mestu rólegheitum undir sænginni. Abigael hlustaði. Ekki var óstyrkurinn mikill á Signýju — andaði jafnt og rólega eins og ekkert hefði i skorist. Abigael fannst hjartað vera komið upp I hálsinn á sér, þar barðist það um og spriklaði. eins og silungur I neti. Og nú kom Grimur inn. Hann kveikti á kertisskari á borðinu og fór að gera matnum skil. Hann virtist rólegur eins og belja á bás. Það var vist ekki mikil sektarmeðvitund hjá þeim hjúum. Grimur afklæddi sig, hallaði sér út af og slökkti ljósið Hann sneri sér að henni og klappaði á öxlina á henm Hun lézt sola Grimur strauk lófanum um vanga hennar. Aldrei hafði henni fundist þetta handtak ógeðslegt fyrr: Það fór hrollur um hana. „Komdu sæl, heillin min”, sagði hann með innilegu hvisli. Hún gat ekki talað. Henni var ómögulegt að taka þessari bllðu hans. Hún hristi til öxlina, eins og hún vildi losna viö þá byrði, sem á henni hvildi, og brast I grát. Grimur var dálitla stund að átta sig á þessu. Af hverju gat menneskjan verið með sút og volæði? Jú. Náttúrlega hafði hún orðiö vör viö leröalag Signyjai' og var nú orðin hrædd um hann. En hún hlaut að jafna sig á þessu I nótt. Og eftir þvi sem Grímur varö rólegri fannst honum, að Abigael hlyti að stillast llka. Og þó svo færi nú ekki, þá hlaut hún aö verða því glaöari á jólanóttina sem húa var hræddari þessa daga, sem eftir voru. Hann sneri sér því frá þessu óvinnandi musteri. Og með gleði gjafarans I hjartanu og höfðing- skaparhræringar bak við eyrað sofnaði hann...... Abigael grét hljóðlega nokkra stund. Við það sefaðist hún. Loks hættu tárin að renna, og hún gat fariö að hugsa skýrar og reyndi að telja sér trú um aö ekkert væri að óttast. Signý- hafði aldrei fengiö orð fyrir að vera gála. Hún var orðin rúmlega fertug og hafði aldrei verið við karlmann kennd. Og ekki hafði Grlmur veriö mikið I stúlkusnatti um dagana. Þótti alveg einstaklega stilltur á unga aldri, og þá var ekkert llklegí, aðhannfæri að taka upp á þessu nú. Honum hafði vist ekki komið til hugar að gifta sig fyrr en hún orðaði það við hann að fyrra bragði. Enjhverju var að treysta? Hver gat sagt um það? Þetta gat komiö yfir þau eins og skúr úr heiðríkju, þegar minnst varði. Hvað gátu þau veriö að pukra fram I hlöðu um hánótt? 66 VIKAN JÖLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.