Vikan


Vikan - 07.12.1972, Síða 80

Vikan - 07.12.1972, Síða 80
16ARA eöa um þaö bil Nú á dögum er fólk sem óðast að endurskoða afstöðu sina til kynferðis- mála. Þess vegna er brýn þörf á hlut- lausu og fræðandi riti um þessi mál. Bókin,, 16 ára — eða um það bil” eftir Lizzie Bundgaard er skrifuð fyrir unga fólkið og foreldra þess. Hún er tilraun til þess að fá þessar tvær kyn- slóðir til að ræða kynferðis- vandamálin á nýjan hátt. Unglingar- nir sitja uppi með ótal spurningar, sem þeir þora ekki að láta i ljós. Hér fá þeir svar við öllu. Hlutlaus og fræðandi bók um kynferðismál hilmIr hf. fjárlögum, sem var ekki lltill peningur i þá daga. t>á fengu þeir listamenn, sem hæst bar, heiðurs- laun, eins og það var kallað. Einar Benediktsson fékk þau, Einar Jónsson, Helgi Péturss. Það voru fjögur þúsund krónur'. . Svo að þaö er slður en svo, að það sé betur gert við rithöfunda nú en þá á sjálfum kreppuárunum.” ’ „Listamannalaunin eru alltaf á dagskrá árlega, og urðu það aldrei fremur en við slðustu út- hlutun, ásamt tilheyrandi sjónvarpssjói. Hvert er þitt álit á þeim málum?” „Ég tel það hiklaust, að þegar menn séu búnir að sýna, að þaö sem þeir gera, sé einhvers verulegs virði, og aö einhvers verulegs sé af þeim að vænta, þá hafi þjóðin ekki efni á öðru en tryggja þeim mjög góð lifs- skilyröi. Þjóð sem veltir núna fjölmörgum milljónum og hefur Jifað á bókmenntunum gegnum nauðaldir slnar, ætti að bera skyná þðtta. Þaö á að styðja unga og efnilega menn og sjá hvað i þeim býr, en þá sem hafa virki- lega sýnt aö þeir geti eitthvað, þeir eiga að geta helgað sig bók- menntum.” ' „Hér á landi hafa lengi verið nokkrir flokkadrættir með rit- höfundum, meðfram af stjórn- málaorsökum. Hvaö viltu segja um afstööu þfna til þeirra?” „Ég er þannig gerður, að ef ég les góða bók, þá verð ég glaður. Ég hef aldrei jafnað mér við aðra höfunda, heldur hafa .aðrir gert það og reyntað etja okkur saman, þannig séð. Ég hef aldrei öfundað neinn skáldbræðra minna, mér hefur aldrei fundizt neitt tekið frá mér, þótt öðrum gengi vel. En hitt leiðist mér, þegar stofnaö er til klikna, þvl að klíkurnar binda menn ekki bara um hags- munamál, heldur skapa þaér/ og sérstök áhrif um efnisval og form. Áhrif. sem kannski eru ekki eiginleg höfundinum. Honum þarf að vera eigmlegt þaö form, sem hann velur, hann þarf að þekkja það efni, sem hann fjallar um. Og það liggur við, að ég segi eins og Anders Hovden gamli segir að Per Sivle hafi sagt við hann. Hann fleygði i hann handriti óg sagði: „Þú hefur hæfileika. En reyndu að skrifa um eitthvað, sem þú þekkir, ög helzt eitthvað, sem þér þykir vænt um.” Og það sagðist _Hovden hafa farið að gerárog það hefði gefist vel. Nú, þú veizt að ég hef lent I illdeilum. En ég get sagt -þér það, að þegar kommúnisminn vár á ferðinni, þá var ég I nokkuð nánu sambandi við menn á Isafirði, sem höfðu vænzt mikils af Rússlandi, og það gerði ég sjálfur um tima, þó með efa. Þegar svo farið var að ganga nokkuð hart að þvi, að fá mig til að játa þessa trú, þá tók- ég mig til, las allt, sem ég náði I um þetta. Ég fékk bók á ensku yfir réttarhöldin 1937,1 hreinsununum miklu. Ég einsetti mér þá, að kæmist ég að þeirri niðurstööu, að Rússland væri á réttri leið, þá skyldi ég verða kommúnisti, hvað sem það kostaði. En við lestur bókarinnár var eitt, sem vakti mér illan grun. Ég tók eftir þvl að framburður allra féll svo saman, að hvergi bar á milli um smá- atriöi. Svo fór ég aö spyrja bæjar- fógetann á Isafirði , sem var nú ekki sömu skoðunar á pólitik og ég - það var Torfi Hjartarson. - hvort það gengi alltaf vel aö fá samhljóða vitnisburði. Það er nú ejtt það erfiðasta sem við eigum I, svaraði hann, jafnvel þótí sjónar- vottar eigi I hlut. Svo fór ég að lesa málskjöl, og komst út úr þvl aö þeirri niöurstöða að það væri sú mesta hugsanlega fjarstæða aö fram- burði vitna gæti yfirleitt boriö saman, svo engu skeikaði. Þá þóttist ég nú sjá, hvernig varið væri réttarhöldunum i Moskvu. Svo var það lithálskur stúdent, sem las fyrir mig Litteratúrnaja Gasetta, bókmenntatfmaritið og einnig las ég þýðingar úr þvi á Noröurlandamálunum og ensku. Ég fylgdist með þvi þegar menn eins og André Gide og Arnulf överland sneru baki við kommúnismanum. Þetta endaði svo þannig aö ég tók mig til og skrifaöi Gróöur og sandfok, sem ég held aö ég hafi fengið að gjalda allt til þessa af hálfu sumra, en sem ótrúlega fáir af öðrum tóku eftir, þangað til Krúséf hélt leyniræðuna forðum. Þá þótti ég ekki einu sinni hafa tekið eins djúpt I árinni og rétt hefði verið. Svona fór það. Þá komu menn til mln með persónulegar játningar, sem ég vil ekki fllka. En hvað sem llður pólitlskum skoðunum, get ég ekki annað en dáðst til dæmis að dugnaði og myndar- skap Kristins Andréssonar I útgáfustarfseminni, þoli hans og þrautseig ju, og hef oft óskað þess að við, ég og þeir sem ég stend næst. heföum átt állka mann I þessum efnum.” „Nú ert þú, yfirlýstur sósial- demókrat, en skrifar þó einkum I Morgunblaðið.” „Það kemur oft fyrir að fram- sóknarmaður, sóslaldemókrat eða jafnvel kommúnisti skrifar I Morgunblaðið, og af hverju? Einfaldlega af - þvi; að Morgunblaðið er langsamlega fjöllesnasta blað landsins. Og ég verð að segja það, að oft hefur Morgunblaðinu verið þannig stjórnað, hvað sem allri pólitik llöur, að þar hefur maður kynnzt ýmsu, sem önnur blöð hafa ekki rúm fyrir. Þetta er ekki hvað sizt Matthlasi Johannessen að þakka. Enda hef ég aldrei, svo dæmi sé nefnt, heyrt Matthlas metá skáldskap eftir pólitlk. Svona á þetta að vera. Það er ekki einungis aðdáun Matthlasar á Kristrúnu I Hamravik, sem þefur gért að verkum að við höfum unnið talsvert saman, heldur einmitt þessir eiginleikar. En þú veizt, að enn eru blöð, sem bein- lfnis birta pólitíska ritdóma. Ég er ekkert hissa á þvi I rauninni. þótt blað hafi tilhneigingu til annaöhvort aö þegja um vonda bók, sé hún eftir mann sem stendur þvl nærri eða fara ekki alltof hart I sakirnar. En að auð- sæjum sannleika sé alveg snúið við, það tel ég alveg fráleitt. „En svo við vikjum aftur aö kommlnismanum og hreins- ununum hjá þeim austur I Sovét, finnst þér nú ekki llklegt, að þeir skuggalegu atburðir, sem gerðust þar fyrir striðið og enn er ekki fyllilega séð fyrir endann á, eigi fremur rætur að rekja til pólitlskrar erfðavenju Rússa en kommúnismans?!’ „Jú, það er mln skoöun að hver þjóö hljóti að móta hverja þjóð- málastefnu eftir slnum aðstæöum, sinni menningu og -sögu. Og ég efast ekkert um það, að það væri hollast, að kommún- istar læröu dálítið af kapltal- istunum. og kapitalistar af kommúnistum. En von mln um veröldina er I fyrsta lagi sú, að ■ þaö rætist sem Nobel ætlaði að láta rætast, og fundið hafi nú verið upp svo djöfullegt drápsvopn að þau taki fyrir stórstyrjaldir. Ég vona aö kjarnorkusprengjan 80 VIKAN JÓLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.