Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 7
Bílahöfnin við bakka Drammenfljóts. Rúmlega 1700 japanskir bilar voru geymdir við árbakkann þegar flaeddi..
hverfismálaskrifstofunnar, sem
segir að meðalsaltefhainnihald
vatnsins frá bílaplaninu hafi ver-
ið um 60 mg/1, en skv. upplýs-
ingum Orkustofnunar íslands
mælist saltinnihald venjulegs
sjávarvatns um 19000 mg/1.
Miklir hagsmunir í húfi
Bílarnir á hafnarbakkanum
voru tryggðir fyrir hundruðir
milljóna króna og var því trygg-
ingafélögunum mikið í mun að
dregið yrði úr tjóninu eftir
mætti. Samkvæmt mati trygg-
ingafélaganna skemmdust flestir
bílanna lítið, en vegna þess að
tollareglur í Noregi eru mjög
strangar, taldi umboðsmaður
Subaru sér óhagstætt að fá tjóna-
bílana inn á niarkað þar og féllst
tryggingafélagið á að greiða þá
að fullu gegn því að mega
endurselja þá til annars lands.
Norska Subaru-umboðið Auto-
industri a/s krafðist samt að bíl-
arnir yrðu ekki seldir innan
Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar
eða Finnlands. Hins vegar
gleymdist að nefna ísland í
skilmálunum.
Bílarnir voru að lokum seldir
til bandarísks aðila, sem síðan
seldi 235 þeirra til fjögurra ein-
staklinga á íslandi.
Lögmaður í Noregi, Tore Aas,
sem haiði milligöngu um við-
skiptin á milli hins bandaríska
aðila og trygginafélagsins, segir í
bréfi til Vikunnar, að 32 af þeim
331 Subaru bílum sem lentu í
tjóninu, hafi verið innleystir af
norska umboðinu til sölu í Nor-
egi. Lögmaðurinn segir tjóna-
mat staðfesta, að sá tæknilegi
skaði sem bílarnir hafi orðið
fyrir, jafhist á við þær skemmdir
sem bílar verða fyrir við að aka
nokkra tugi kílómetra eftir
blautum vegi. „Ef framleiðandi
Subaru telur bílana ónýta eftir
slíka meðferð, eru Subaru bílar
almennt ekki hæfir fyrir akstur í
Noregi,“ segir lögmaðurinn.
Tjónaskýrslum ber
ekki saman
Eins og kunnugt er, hefur
Hekla h.f. keypt nokkur hundr-
uð Mitsubishi bíla til íslands, frá
umræddu tjóni. Samkvæmt upp-
lýsingum sem Vikan aflaði sér í
Noregi féllst Mitsubishiumboð-
ið í Noregi á að lækka bótakröfu
sína til trygginafélagsins gegn
{iví að fá að selja bílana til
slands. Framleiðandi þessara
bíla hefur ekki gert neinar at-
hugasemdir við þau viðskipti,
þar sem bílarnir voru aðeins
taldir hafa orðið fyrir óverulegu
tjóni. Samkvæmt bréfi Tore Aas,
sem vitnar í tjónaskýrslu Store
Brand tryggingafélagsins voru
skemmdirnar á Subaru bílunum
af sama toga og Mitsubishi bíl-
unum, eða óverulegar. Hins
vegar voru bílarnir keyptir til ís-
lands af aðilum sem hafa engin
tengsl við Subaru umboðið hér
á landi.
Fréttir um að Subaru bifreið-
arnar hafi líka verið seldar til
íslands, hljóta því að hafa valdið
umboðsmanni bifreiðanna,
Ingvari Helgasyni talsverðum
áhyggjum, þar sem sala á þeim
hér ógnar tvímælalaust hags-
munum fyrirtækis hans.
Fljótlega eftir að fféttist um
kaup íslendinga á Subaru bílun-
um, barst Biffeiðaeftirliti ríkis-
ins í hendur bréf frá umdæmis-
fulltrúa framleiðanda Subaru,
Fuji Heavy Industries Ltd. í
Norður-Evrópu, þess eðlis, að
bifreiðarnar frá Drammen, væru
gjörónýtar og ætti því alls ekki
að leyfa skráningu á þeim hér á
landi.
Bréfið er dagsett þann 4. des-
ember, en norski lögmaðurinn
Tore Aas segir í bréfi sínu til
Vikunnar, að hvorki framleið-
andi Subaru, né bifreiðaeffirlitið
í Noregi hafi rannsakað bílana
þegar hér var komið sögu.
Tjónamat tryggingafélagsins
stangast því greinilega á við full-
yrðingar í bréfinu til Bifreiðaeft-
irlitsins á íslandi.
Þáttur
Bifreiðaeftirlitsins?
Bifreiðaeftirlit ríkisins kemst í
erfiða aðstöðu, þegar fúllyrt er
af talsmanni framleiðanda Sub-
aru bifreiðanna, að umræddir
bílar frá Drammen-flóðinu séu
stórhættulegir og því sé ráðlegt
að hafna þeim algjörlega til
skráningar. Staða eftirlitsins er
því verri, þar sem það hefur
leyft innflutning á Mitsubishi
bílunum ffá sama flóði. Bílarnir
stóðu á sama plani og sam-
kvæmt tjónaskýrslum urðu þeir
fýrir sambærilegu tjóni. Lög-
maður kaupenda Subaru bílanna
telur að Bifreiðaeftirlitið geti
ekki vikist undan að taka bílana
VIKAN 7