Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 15

Vikan - 17.12.1987, Page 15
,Jólasveinninn kíkir á gluggann," segir Guðmundur Orri og lætur því ekki skóinn í gluggann. Jólarigningin beit ekki á hann, enda afspymu vel búinn með nýju gulu regnhlífina frá mömmu. Jólin eru langt í sagði Guðmundur Orri Sæv- arsson, þriggja ára, þegar hann var spurður: Hvað eru jólin? Hann vissi þó um pakkana sem fólk fáer á jól- unum og sagði að jólasvein- arnir kæmu labbandi ofan úr íjöllum með pakkana — og líka með pakka handa mömmu. Hann ætlaði að fá He-Man og sýndi okkur grip- inn í glugganum á Liverpool. Aftur á móti vildi hann ekkert tala um skóinn í glugganum og sagði mamma hans að hann neitaði að setja skóinn í gluggann. — Af hverju? .Jólasveinninn kíkir á gluggann,“ sagði Guð- burtu mundur, ábúðarfullur á svip og var auðsjáanlega lítið um Gluggagægi gefið. Ekki sagð- ist hann heldur myndi bjóða aumingja jólasveininum inn, þó hann væri dauðþreyttur eftir að hafa komið labbandi úr fjöllunum með pakkana. — Af hverju ekki? „Bara.“ Og ekki orð um það meir. Eyðum litlu í jólin sjálf Það eru fleiri á ferli á Laugaveginum en börnin. Þetta unga par var að skoða listmuni í einni versluninni. „Við erum að leita að gjöf handa systur minni og mági,“ sagði Halldóra Þor- gilsdóttir, en hún og Heimir Oskarsson sögðust þurfa að kaupa jólagjafir handa 19 manns. - Eruð þið að byrja í jólainnkaupunum? voru þau spurð, en þau eru í forsjála hópnum og höfðu byrjað í nóvember og þar að auki keypt jólafötin í London í sumar. Hvað héldu þau að þau myndu eyða í allt í jólaundirbúninginn? Það vissu þau ekki, „en við eyð- um ekki miklu í jólin sjálf,“ sagði Heimir og átti þá við í mat og þess háttar því þau ætla að dvelja hjá ættingjum fyrir norðan yfir hátíðarnar. „Við erum að leita að gjöf fýrir systur mína og mág.“ Garparnir Bækur og jól eiga saman og í barnabókabúð hittum við tvíburana Þorvarð Davíð og Þórð Daníel Ólafssyni, ásamt vini þeirra Sverri Kristjánssyni þar sem þeir voru niðursokknir í að skoða teiknimyndabækur. Tvíburarnir sögðust helst vilja fá Garpana í jólagjöf. — Hvaða bók er það? Strákarnir og ljósmyndar- inn litu forviða á mig: Hvaða bók? Þetta eru karlar úr teiknimyndaseríu í sjón- Hangikjöt er besti jólamaturinn! varpinu! Hvar hefur þú verið? Sverrir vildi þó helst fá tölvu því honum finnst gam- an í tölvuleikjum. Annars sögðust þeir vera í bænum til að skoða jólagjafir sem þeir ætluðu síðan að kaupa fyrir peningana sem þeir höfðu safnað. Það skemmti- legasta við jólin, fannst þeim, er að gefa gjafirnar — að vísu væri líka gaman að fá pakka. Allir strákarnir vildu helst fá hangikjöt í jólamatinn — það væri svo gott. Tvíbur- arnir sögðust vera heima hjá sér á jólunum, en oft væri farið til afa og ömmu sem væri mjög gaman. 0 Kröfuharðir kjósa'^>^^^^herrasnyrtivörur |Q VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.