Vikan


Vikan - 17.12.1987, Síða 37

Vikan - 17.12.1987, Síða 37
Á tröppunum íyrir utan íbúð Þorleifs. Sá var ekki heima er við komum og biðum við í nokkrar mínútur eftir honum. ir upp að okkur. Út úr honum stígur vörpulegur maður. Við spyrjum hann hvort einhver möguleiki sé á að fá leigubíl. Hann spyr hvert við séum að fara og býðst til að skutla okkur þangað. Er við erum sestir inn í bílinn spyr Bubbi manninn að heiti. Hann segist heita Heiðmundur. „Nú vartu heppinn. Þú fáerð nafn þitt í Vikuna. Þetta er blaðamaður frá þeim,“ segir Bubbi þá og bendir á mig.“ Heiðmundur ekur okkur að Vinaminni en er við komum þar inn er salurinn fúllur af bömum sem sitja þétt við öll borðin í horium. Mikil háreysti er í saln- um og við höldum að einhver barnaskemmtun sé þarna í gangi. Bfátt kemur í ljós að börnin em að vinna við að setja sælgæti í plastpoka fyrir einn af karlaklúbbum bæjarins. Hundr- uðir smárra fingra moka súkku- laði, karamellum og brjóstsykri í pokana. Okkur er sagt að húsnæðið sé ekki laust fyrr en um hálf níu- leytið. Bubbi og Þorleifúr koma hljóðfærunum í geymslu og við göngum út í bæ. Ætlum að fá okkur kvöldmat. Það em ekki margir matsölu- staðir í Eyjum en nokkuð skond- in uppákoma verður í þeim fyrsta sem á vegi okkar verður. Við löbbum inn á staðinn og þar em fyrir tvær stúlkur sem tjá okkur að við getum ekki fengið mat hjá þeim þar sem kokkur- inn er „fyrir sunnan". „Hvað segirðu, er kokkurinn á fyfieríi?" spyr Bubbi. „Nei, hann er fyrir sunnan, hann skrapp aðeins til Reykja- víkur," segir eldri stúUcan. ,Já, ég hélt að hann væri dmkkinn, það er svo algengt með kokka," heldur Bubbi áffam og nú skín hið strákslega bros hans ffaman í stúlkuna. „Geturðu ekki bent okkur á einhvern annan matsölustað?" spyr ég. ,Jú það er einn héra á sama plani," svarar stúlkan. „Sagðirðu plani?“ spyr Bubbi. ,Já hérna útfrá," segir stúlkan og bendir upp götuna. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.