Vikan


Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 38

Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 38
„Ég hélt að hún ætti við að sá staður væri í sama gæðaflokki og þessi,“ segi ég. „Ég hélt að hún ætti við að kokkurinn þar væri einnig drukkinn," hlær Bubbi. Er við göngum út segir Þor- leifur heimspekilega: „Hún hef- ur unnið of lengi í síld þessi.“ Bubbi snýr sér við í dyrunum og kallar stúlkuna til sín. Brosið fyilir enn andlit hans. „Heyrðu elskan ég ætla að segja þér frá smá bömmer. Þessi maður þarna," segir Bubbi og bendir á mig, „er blaðamaður fyrir Vikuna. Hann skrifar þetta.“ Stúlkan æpir og fórnar höndum. Við göngum aftur í kvöldloft- ið og fylgjum leiðbeiningum stúlkunnar. Þorleifur er þungt hugsi: „Heyriðið strákar, ætli þetta hafi verið kokkurinn sem við flugum með hingað?". .Afhverju varstu að hrella stúlkuna?" spyr ég Bubba. „Það er allt í lagi að stríða þessu liði svoldið," svara hann. Staðurinn sem okkur ber að er nýtt hótel í bænum, Hótel Þórshamar. Við göngum þar inn. Bakvið borðið í móttökunni stendur miðaldra kona með yndislega ömmuleg gleraugu. Hún virðir okkur fyrir sér með ströngu kennara augnaráði. Bubbi spyr hvort hægt sé að fá að borða á hótelinu. ,Já það held ég nú,“ segir hún stolt. „og hann er góður matur- inn hérna." Við göngum inn í matsalinn. Þar sitja við borð eitt Megas og grannvaxinn dökkhærður strák- ur, Hjörtur, sem séð hefiir um undirbúning tónleikanna. Þeir hafa lokið við kvöldmat sinn. Við setjumst hjá þeim. Þar sem það eru óskráð lög að tónlistar- menn tjá sig ekki um hvorn ann- an opinberlega verður megnið af samræðunum við borðið látið kjurrt liggja. Þjónustustúlka kemur með matseðla fyrir okkur. Við Þor- leifur fáum okkur fisk, ég skötu- sel qg hann steinbít en Bubbi pantar piparsteik. Hann spyr stúlkuna hvort hún eigi ekki eitthvað sykurlaust að drekka með. Stúlkan segist ætla að at- huga það. Bubbi og Megas fara að ræða saman um tónleika þess síðar- nefnda kvöldið áður. „Þeir voru alveg sjúkir," segir Megas með sinni skemmtilegu áherslu á síðasta orðið. „Ég var í latex buxunum mínum." ,Já ég frétti af því,“ segir Bubbi og hlær. „En svo skipti ég um og... “ 38 VIKAN „Heyröu elskan ég ætla að segja þér frá smá bömmer. Þessi maður þarna," segir Bubbi og bendir á mig, „er blaðamaður fyrir Vikuna. Hann skrifar þetta." Stúlkan æpirog fórn- ar höndum. Þjónustustúlkan kemur að borðinu og segir Bubba að þvi miður eigi hún ekkert annáð en hundónýtt appelsín. Það sé farið allt gos úr því. Hið strákslega bros kemur á andlit hans. „Heyrðu elskan má ég segja þér smábömmer," segir hann og hallar sér að stúlkunni, bendir á mig: „Þessi maður þarna er blaðamaður á Vikunni og skrifar þetta." „Það verður að hafa það, segir stúlkan og lætur sér ekki bregða. Hún bætir því síðan við að til sé dósa TAB í kælinum. „Ég get ekki drukkið dósa TAB með piparsteik," segir Bubbi. .Afhverju ekki, Bubbi,“ drafar Megas. .Jónas Kristjánsson seg- ist alltaf gera það.“ Á endanum sættast Bubbi og stúlkan á stóra kók. Við höfum rétt tíma til skófla í okkur matnum fyrir „sándtestið“ eða hljóðprufuna. Er við kom- um aftur í Vinaminni eru með- limir karlaklúbbsins að bera síð- ustu pappakassana fulla af sæl- gætispokum út í bíl. Bubbi og Megas fá aðstöðu til að hafa fataskipti í litlu þröngu eldhúsinu sem er inn af aðal- salnum í Vinaminni. Ákveðið er að Bubbi komi fyrst fram. Síðan Megas og í lokin þeir báðir saman. Bubbi fer að taka sig til, klæðist rifrium gallabuxum og hlýrabol. Tattóið á upphand- leggjunum sést vel. Hann tekur dós með hárgeli upp úr plast- poka. „Nei ertu með svona,“ segir Megas glottandi. ,Já þetta er ekta stöff, sama og rastafararnir nota,“ segir Bubbi og rekur opna dósina undir nef- ið á Megasi. Megas hnusar af dósinni. „Vá, Bubbi, maður smyr þessu ekki í hárið heldur borðar það,“ segir Megas. ,Já, þetta er kókósfeiti," segir Bubbi, snýr sér við og tekur lít- inn álsívalning upp úr brjóst- vasa skyrtu sinnar. Úr honum tekur hann þéttvafinn Havana- vindil... „Ég er líka með einn svona,“ segir hann við Megas. Megas tekur vindilinn og þef- ar af honum: „Þetta reykir mað- ur ekki Bubbi. Þetta tekur mað- ur í nefið,“ segir hann. Frábærir tónleikar í miðjum flutningi sínum hef- ur Bubbi orð á því hve gott hljóð er í salnum þar sem um 120 manns sitja. Hann leikur við hvem sinn fingur og segir sögur á milli laga. „Ég ætla að taka hérna næst fyrir ykkur lagið Beitingarblús og það er svoldil saga á bakvið þetta lag. Þannig var að árið 1971 gafst borgin upp á mér og ég átti um tvo kosti að velja. Fara í eitthvert unglingafangelsi eða fara út á land. Ég valdi Bolungarvík. Þarna kynntist ég mínu fyrsta verbúðarlífi en dag einn kom maður til mín og sagði: Heyrðu strákur. Viltu græða pening. Ég fékk dollaramerki í augun og sagði já. Þá skaltu koma þér á sjóinn og ég veit um pláss, segir mað- urinn. Ég labbaði með mannin- um niður á kajann og þar við bryggjuna lá báturinn Hafirún. Maðurinn sagði mér að báturinn væri gerður út á grálúðu en vildi að öðru leyti ekki segja mér neitt um vinnuna um borð. Sagði mér bara að koma mér í skipið. Ég fór um borð og áður en ég hafði gengið mörg skref gaus þessi mikli fiiykur upp úr skipinu en ekki varð aftur snúið. Ég var orðinn beitingamaður. Fyrstu 15 dagana í túrnum lá ég fyrir í koju og ældi, og ældi. Þá kom einn af skipverjunum niður í kojuna og sagði: Heyrðu farþegi, það er kominn tími til að þú gerir eitthvað hér um borð. Ég fór upp á dekk og byrjaði að beita. Brátt voru fingur mínir orðnir eins og fimm pylsur á sitt hvorri hendi. Loksins hafði ég beitt mitt fyrsta bjóð. Er ég kastaði því út, fór það í einum hnút. Það tók mig afgang- inn af deginum að greiða úr flækjunni. Beitingarblús...“ Gott klapp. Bubbi tekur gömul og ný lög sín og er klappað ákaft upp í lokin. í uppklappinu tekur hann Þorleif með sér á sviðið og þeir byrja á Cocksucking blues gömlu lagi þeirra Mick Jagger og Keith Richard sem var bann- að á sínum tíma vegna klám- fengins texta. Gestirnir kunna vel að meta lagið. Megas kemur næst fram á sviðið og er hreint sjúkur, ef nota má hans eigin orð, tekur skemmtilega blöndu af gömlum og nýjum lögum, Lóa, Lóa, Krókudílamaðurinn, Reykjavík- urnætur.... Og saman í lokin byrja þeir Bubbi, Megas og Þorleifur að kynda undir salnum með laginu Þúsund þorskar. Er þeir koma yfir í Fatlafól er allur salurinn farinn að klappa og syngja með. Tónleikarnir heppnast frábær- lega vel. Eftir tónleikana sitjum við í auðum salnum og bíðum eftir að uppgjörinu Ijúki svo við komumst af stað. Hjörtur og Megas fara að segja frá því að þeir hafi einnig í fyrstu farið á sama veitingastaðinn og við, áður en þeir fóru á hótelið að borða. „Við komum þarna inn og var vísað til sætis," segir Megas og dregur seiminn á hverju orði. „Það var svona kleinulegur kvenmaður við feitispottana og annar sem kom og talaði við okkur. Sagði að kokkurinn væri fyrir sunnan og að við gætu ekk- ert fengið að borða nema djúp- steikta ýsu... kannski." Síðasta orðið er sagt með þannig áherlsum að við spring- um úr hlátri. Á leiðinni út á flugvöll eru all- ir í mjög léttu skapi enda ástæða til miðað við viðtökurnar. Bubbi er búinn að koma Havanavindl- inum fyrir milli varanna en kveikir ekki í. Er við komum á flugvöllinn sjáurn við að það er önnur flugvél og annar flugmað- ur sem flýgur með okkur til Reykjavíkur. „Nei, þetta er Dóri, maður,“ kallar Bubbi um leið og hann sér flugmanninn. „Þetta er sá besti í bransanum." Skömmu eftir flugtak tekur Bubbi við stjórntækjunum og fær að fljúga vélinni alveg að lendingunni í Reykjavík. Hann tekur grunna dýfti á leiðinni og skömmu fyrir lendinguna tekst honum að framkvæma nokkuð krappa beygju án hnökra. Um leið og vélin kemur að brautar- endanum segir Bubbi um leið og hann sleppir stýrinu: ,Jæja nú máttu taka við heinni." Dóri lendir vélinni fagmannlega. Við göngum af vellinum og setjumst upp í jeppann hjá Þor- leifi. Hann kveikir á útvarpinu. Á Stjörnunni er verið að leika lag- ið „Dögun" af samnefhdri plötu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.