Vikan


Vikan - 17.12.1987, Síða 40

Vikan - 17.12.1987, Síða 40
Það var nægur tími til afslöpp- unar. Myrkur grúfði yflr utan dyra, en rómantiskur bjarmi lýsti upp snjóhúsið. Hluti jólanætur fór í bókalestur og það, að ræða um lífsins gagn og nauðsynjar - m.a kvenfóik.... JólahóHð í snjóskafli Þegar bensínprimusinn hafði geflð upp öndina með stórum blossa bjargaði sprittprímus málunum, bæði hvað snerti upphit- un og matseld. Þrátt fyrlr funhita innan snjóveggjanna, dropaði aldrei úr lofti. Texti og myndir: Cunnlaugur Rögnvaldsson og Eiríkur Eiríksson. Eitthvað öðruvísi, ekki sama gamla jólahaldið. Við vorum tveir ungir og ólofað- ir menn og vildum halda upp á jólin, á annan hátt en síðustu tuttugu ár eða svo. Hvað var til ráða? Jú, jóla- sveinar búa í fjöllunum og þvi fannst okkur tilvalið að leita á náðir þeirra, a.m.k. komast í tæri við þá ef þess var nokkur kostur. Að vísu leita þeir til byggða yflr jólin, en við vonuðumst a.m.k. til að rekast á eins og einn. Ætlunin var að búa í snjóhúsi yfir jóladagana, leita'á náðir náttúrunnar, þó vistin gæti verið kalsöm. Snjóhengja undir Hengli við Hveradali varð fyrir valinu. 40 VIKAN Jakkaföt þóttu ekki hæfa, þeg- ar blaðamaður Vikunnar eyddi jóiunum í snjó- Það er ekki lítið mál að gista tvær nætur, kannski í kulda og vosbúð ef illa tekst til, í snjó- skafli. Því gerðum við allar mögulegar varúðarráðstafanir. Kappklæðnaður og regngallar frá 66 gráður norður voru fyrsta boðorðið. Góðir svefnpokar og hlýjar dúntuðrur á lappirnar. Hlýjar peysur og nærföt til skiptanna fiiku einnig ofan í bak- poka okkar, sem voru fyrr en varði farnir að nálgast 30 kíló. Skíði, skóflur og hakar héngu síðan utan á þessu hafurtaski ásamt eldunargræjum. Við vor- um klárir í tveggja nátta dvöl og lögðum af stað snemma á að- fangadag. Það var þrautin þyngri að rölta með allan búnaðinn í hné- J

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.