Vikan - 17.12.1987, Síða 46
i
Stóri bróðir minn sem heitir Leifur er í
sjöunda bekk og hann er bestur í öllu. Það
segir hann sjálfur. Hann er betri í reikn-
ingi en mamma og pabbi saman, þannig
að í hvert sinn sem ég veit ekki eitthvað
þá fer ég og spyr Leif. Hann er líka góður
í þýsku. Hann getur talið eins hátt og
hann nennir. Og enskan! Þegar við horf-
um á enska eða ameríska mynd í sjónvarp-
inu þá þarf Leifur alis ekki að lesa allan
textann. Hann hlustar á talið. Oft situr
hann og hristir höfuðið og ef við spyrjum
hann af hverju, hvað sé að, þá stynur hann
að það sé alveg furðulegt að þeir geti ekki
fiindið skárri þýðanda þarna hjá sjón-
varpinu.
Leifiir er alltaf með Soffiu. Hún er líka í
sjöunda bekk. Þau sitja saman. Soffia veit
líka næstum allt og það eru alltaf Leifúr og
Soffia sem segja mest í tímum þegar verið
er að tala um foreldra og vasapeninga og
þess háttar.
Stundum fæ ég að vera inni í herbergi
hjá Leifi. Ef Soffia er í heimsókn þá á ég að
banka áður en ég kem inn. Síðan sit ég og
hlusta á allt sem þau eru að tala um. Sumt
af því sem þau segja skil ég alls ekki af því
þau nota orð sem ég er ekki enn búinn að
læra. Núna er ég farinn að skilja að góð
mynd heitir ekki góð mynd, heldur hörku
feitur strimill.
Einn daginn í byrjun desember hafði
Leifúr læst dyrunum hjá sér og þó ég
bankaði hátt og lengi þá fékk ég ekki að
koma inn fýrr en ég hafði farið út í sjoppu
og keypt tvær stórar kók og borgað fyrir
af jólagjafapeningunum mínum.
Leifúr og Soffia áttu annríkt þennan
dag. Þau voru rjóð og sveitt í framan og
þau voru að mála eitthvað á stór pappa-
spjöld. Ekki myndir heldur bókstafi. Þau
höfðu dregið útlínurnar með blýanti fyrst
og voru nú að lita þá með tússi í mörgum
litum.
Á spjaldinu hjá Leifi stóð „Niður með
Þegar Soffía og Leifur voru
farin hengdi ég alla
pappajólasveinana upp
aftur, en ég var í döpru
skapi af því Leifur og Soffía
vildu jólin burt.
jólin“ og á Soffiu spjaldi, sem lá á gólfinu,
stóð ,Jól eru £rat“.
Bæði Leifúr og Soffia voru alvarleg á
svip þarna sem þau lágu og tússuðu svo
ískraði í pappírnum.
— Til hvers ætlið þið að nota þessi
skilti? Spurði ég.
Leifúr leit snöggt á mig:
— Við ætlum út og mótmæla jólunum.
— Af því jól eru ekki annað en svínarí,
heyrðist ffá Soffiu.
— Jól eru ekki til annars en plokka pen-
inga af fólki, sagði Leifúr.
— Á jólunum sitjum við og étum og
drekkum án þess að hugsa nokkuð um
aðra, hélt Soffia áfram.
— Það eru peningar í jólunum.
- Niður með jólin!
— Jól eru frat.
Þau ráku bæði stóru pappaskiltin beint
upp í fésið á mér.
— Hver sagði þetta? Spurði ég varfern-
islega.
— Stóri bróðir minn, svaraði Soffia, og
hann veit það af því hann er sjálfúr að
mótmæla í háskólanum.
Ég skildi þetta ekki alveg.
— Er þetta... er þetta... eitthvað sem
þið ... eh ... eruð að leika?
— Leika? finæsti Soffia. Nei lilli minn,
þetta er alvara. , /
Leifúr kinkaði kolli og dró fram spýtur
sem hann hafði falið undir rúmi. Soffia var
tilbúin með hamar og nagla. Eftir nokkrar
mínútur voru plakötin tilbúin.
— Komdu þá! sagði Soffia áköf. Við
skulum æfa okkur.
Þau stilltu sér upp í röð og gengu um
alla íbúð með plakötin á lofti og alvarleg-
an svip. Þau mótmæltu í anddyrinu, í eld-
húsinu, í mínu herbergi og í hjónaher-
berginu. Það var gaman að horfa á þau,
því þau líktust mótmælalest. Lítilli lest.
Inni í stofú stóðu þau á miðju gólfi við
hliðina á hvort öðru og störðu út í lofitið.
Þó ég plantaði mér fyrir framan þau þá
sáu þau mig alls ekki.
Allt í einu tók Soffia kipp. Hún hnyklaði
brýmar, lyfti þeirri höndinni sem laus var
og benti á Borgundarhólmskukkuna
okkar, en á henni hékk jólasveinn.
— Ég skil ekki hvernig þið þolið að
horfa á svona lagað, sagði hún þreytulega.
— Og hún sneri sér við og horfði í kring
um sig í stofúnni. Á mörgum fleiri stöðum
héngu jólasveinar.
Leifúr stóribróðir tvísté, eins og honum
væri orðið illt í tánum af því að mótmæla.
Síðan rétti hann Soffiu skiltið:
- Haltu aðeins á þessu!
Síðan fór hann að rífa alla jólasveinana
okkar niður.
— En, þú varst sjálíúr með í aó klippa
þá út, mótmælti ég.
Leifúr þeytti öllum jólasveinunum á
gólfið fyrir framan mig.
— Ekki í ár. Það var í fyrra.
Ég rótaði í jólasveinabunkanum og fann
einn — lítinn, glaðlegan og feitan sem sat á
bakinu á svörtum ketti.
— Hvað með þennan? Klipptirðu hann
kannski ekki? Hrópaði ég. Á sunnudags-
kvöldið! Og það varst þú sjálfúr sem
hengdir hann efst á bókaskápinn.
Leifúr sneri bara við mér bakinu og
benti til Soffiu með sínu skilti:
— Komdu, við skulum koma okkur og
athuga hvað hin eru búin að gera!
Þegar Soffia og Leifúr voru farin hengdi
ég alla pappajólasveinana upp aftur, en ég
var í döpru skapi af því Leifúr og Soffia
vildu jólin burt.
Þegar ég hef mikið að hugsa þá fel ég
mig alltaf einhvers staðar. Maður hugsar
betur þegar maður fer í burtu. í þetta sinn
skreið ég undir rúmið í herberginu hjá
mömmu og pabba. Ég var rétt búinn að
koma mér fýrir og var tilbúinn til að fara
að hugsa þegar ég heyrði stigið létt á
tröppurnar.
Mamma.
— Halló! Hrópaði hún um leið og hún
hafði opnað dyrnar, en ég nennti ekki að
vera heima.
Mamma labbaði um íbúðina á ullarhos-
unum og af og til flautaði hún nokkrar
laglínur úr jólalagi. Ekki batnaði skapið
hjá mér af því.
Allt í einu kom hún inn í svefhherberg-
ið og það kom dæld í rúmið, eins og ein-
hverju hefði verið fleygt á það.
Mamma hélt áfiram að bjástra eitthvað í
herberginu. Ég opnaði augun og sá fet-
urna á henni þjóta um. Að rúminu — yfir
að skápnum. Að rúminu — yfir að
skápnum.
Ég sneri mér ákaflega varlega þannig að
ég gæti séð mömmu alla með öðru aug-
anu. Hún stóð uppi á stól fyrir framan
skápinn og þar var hún að setja risastóran
jólapakka upp á efstu hillu. Hann komst
varla fyrir því þar voru svo margir pakkar
fyrir. Ég flýtti mér að snúa höfðinu. Ég
þoldi ekki að horfa á alla þessa pakka eftir
að vera nýbúinn að frétta að stóribróðir
manns vildi jólin burt.
Stuttu seinna fór mamma ffarn í eldhús
og þá skreið ég undan rúminu og læddist
fram á baðherbergi.
— Hvað, ertu heima! Hrópaði hún upp
þegar ég fór loks til hennar. Hvar faldirðu
þig eiginlega?
— Inni á klói, sagði ég þungur á svip,
því þar er ekkert við að vera.
Síðan sagði ég mömmu hvernig Leifúr
og Soffia og fúllt af öðrum krökkum ætl-
uðu að eyðileggja jólin.
Við matarborðið rykkti ég stólnum
46 VIKAN