Vikan


Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 47

Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 47
Hvern fjandann ertu aö gera núna? hrópaöi Leifur. Augu hans litu af pökkunum á rúminu yfir á opna skáphuröina: Nú, svo það er bara svona! Þú ert jólapakkasnuörari, meö vasaljós og allt. mínum langt í burtu frá Leifi. Þar að auki var ég ekkert svangur. Bæði mamma og pabbi voru alvarleg á svip. Við fengum biksímat. Það var einn af uppáhaldsréttum Leifc. Hann fékk sér heilt fjall og úðaði enskri sósu og tómatsósu yfir. Við hin sát- um og horfðum á hann á meðan hann skóflaði í sig. Leifur var búinn að borða það mesta af biksífjallinu þegar hann stöðvaði gaffalinn allt í einu fyrir ffaman munninn á sér og horfði á okkur: — Þið eruð svo undarleg! Hvers vegna borðið þið ekkert? Hvað er að? Pabbi ræskti sig nokkrum sinnum. Mamma saug upp í nefið. Ég varð skít- hræddur, en þegar ég leit á hana þá blikk- aði hún mig. — Við höfúm heyrt að þú viljir jólin burt, sagði pabbi. — Já, kom svarið um leið ffá Leifi. Við erum nokkur í bekknum sem höldum því fram að jólin séu hégómi sem eingöngu var fúndinn upp til að lokka peninga út úr fólki. Okkur finnst líka slæmt að við sitj- um og drekkum og borðum þar til við erum að springa og rífúm upp pakka með alls konar óþarfa sem við höfum ekki nokkra þörf fyrir. Pabbi kinkaði kolli alvarlegur á svip. - Þú hefúr alveg rétt fyrir þér, drengur minn. Það er kominn tími til að við lærum að spara í þessu landi. Ég er ánægður yfir því að þér er nú þegar orðið þetta ljóst. Við viljum gjarnan styðja herferð þina gegn jólunum. Við erum að vísu búin að kaupa flestar jólagjafirnar, en við ætlum að hafa samband við allar verslanirnar og reyna að fá þær til að taka við pökkunum tiibaka og svo sleppum við jólunum. Nú blikkaði mamma mig með báðum augum. Leifur lagði gaffalinn frá sér á tóman diskinn. í örfáar sekúndur starði hann opinmynntur á pabba og mömmu og síð- an stökk hann á fætur: — Fínt! Ég þarf að þjóta. Við ætlum að hittast í kjallaranum hjá Soffíu og athuga hvernig gengur með mótmælin. Mamma og pabbi skiptu því sem eftir var af biksímatnum á milli sín. Síðan gerð- um við áætlun. Næsta dag sat ég tilbúinn inni í her- berginu mínu, en Soffia var í heimsókn hjá Leifi. Hún var lengi. Þegar hún drattaðist loksins burt tók ég vasaljósið mitt og læddist inn í svefnherbergið. Fyrst dró ég gluggatjöldin fyrir gluggana og svo dró ég stól að skápnum. Þegar ég stóð upp á hon- um þá gat ég opnað efctu hurðina. Þar lágu allir jólapakkarnir. Að sjálfsögðu þreifaði ég á þeim öllum. Flestir voru mjúkir. Ég tók þá niður, einn af öðrum, og las á merkispjöldin hver ætti að fá þá. Ég átti þrjá mjúka og tvo harða með bókalagi. Því miður kom Leifúr alls ekkert inn til að athuga hvað ég væri að gera. Þess vegna tók ég stærsta pakkann — sem var til hans — og henti honum á rúmið hennar mömmu. Síðan slökkti ég á vasaljósinu og hoppaði niður af stólnum og lét mig vilj- andi falla með nokkrum hávaða. Örfáum sekúndum síðar voru dyrnar rifnar upp og ljósið kveikt. — Hvern fjandann ertu að gera núna? hrópaði Leifur. Augu hans litu af pökkunum á rúminu yfir á opna skáphurðina: - Nú svo það er bara svona! Þú ert jólapakkasnuðrari, með vasaljós og allt. Ég reis upp og færði mig til: — Úr því það verða engin jól þá getur það ekki gert neitt til þó ég sjái hvað er í pökkunum Til öryggis fór ég að snökta: — Þetta er leiðinlegast fyrir mömmu. Henni finnst svo gaman að gefa okkur pakka. - Pelabarn! umlaði Leifur. Komdu pökkunum aftur á sinn stað! — Þessi er handa þér, sagði ég. Viltu ekki vita hvað er í honum? — Ertu frá þér! Áður en ég næði að segja fleira, þá var Leifúr farinn inn til sín aftur. Eftir smástund var ég búinn að opna pakkann. Ég vissi vel hvað var í honum. Stór leðurjakki með hvítu skinni innan í og á kraganum. Leifi fannst svona jakkar æðislegir. Hann var búinn að suða í minnsta kosti hálft ár um að fa svona jakka. Ég fór í jakkann fyrir firaman spegilinn. Hann var dálítið of síður og hendurnar stóðu ekki fram úr ermunum. — Vá, maður! Hann er æðislega flottur! Rosalega er hann flottur! hrópaði ég mjög hátt. Leifúr kom samt ekki. Þá fór ég inn til hans. Hann sat við skrif- borðið framan við gluggann. — Sjáðu Leifúr, sagði ég. Þegar hann sneri sér loksins við þá kom strax glampi í augun á honum. Ef ég hefði ekki vitað að hann var á móti slíku, þá hefði ég sagt að þau minntu á glitrandi jólastjörnur. Hann sat nokkra stund án þess að hreyfa sig, síðan fór hann að gapa meira og meira. Með trukki rauk hann síðan úr stólnum, stökk til mín og fláði af mér jakkann: - Maður minn, ofboðslega er þetta æðislegur gripur, fallegur og stór! Við kvöldmatarborðið sagði mamma að hún hefði hringt í allar verslanirnar og að þær myndu taka við öllum gjöfunum aftur. — Gott! sagði pabbi og kinkaði kolli. Þá erum við semsagt öll sammála um að sleppa jólunum í ár. Leifúr snerti ekki matinn, en sat og trommaði með gafflinum sínum á borðið. Allt í einu stakk hann honum í stóra kartöflu. — Heyriði... eh, byrjaði hann, og ýtti aumingja kartöflunni um diskinn, ég hef verið að hugsa um þetta... — þetta með ... eh... jólin. Og mér finnst af því að þetta kom dálítið flatt upp á ykkur — og auðvitað hefði átt að vera búið að vara ykkur við — ekki rétt — og svo er búið að kaupa gjafirnar — bara að við sleppum því að kaupa fleiri. Leifúr svitnaði. — Við getum vel haldið jól í ár — lítil jól — ekki satt! Og beðið — meina ég - þar til næsta ár með að halda... halda... - Engin jól! stakk pabbi upp á. Jólin voru sem sagt haldin heima hjá okkur. Soffía kom í heimsókn einn jóla- daginn og sá leðurjakkann hans Leifc. Hún mátaði hann og sneri sér í honum marga hringi i Leifs herbergi. — Veistu, sagði hún mörgum sinnum, hann er einfaldlega fallegur — og það verður gott að vera í honum þegar maður er úti í mótmælagöngu. Eftir: Th0ger Birkeland Teikning: Kirsten Hoffmann Þýöing: Bryndís Kristjánsdóttir VIKAN 47 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.