Vikan


Vikan - 17.12.1987, Side 52

Vikan - 17.12.1987, Side 52
Hvort lífríki hornsíla og stokkanda á Tjörninni í Reykjavík raskast verulega viö þaö að ráöhúsið hans Daviðs verður byggt eða ekki verður ekki sannað eða afsannað nema að húsið verði reist. Ráðhúsid og lífkeðja Tjarnarinnar Mér varð það á að flögra yflr Tjömina í Reykjavík í fyrri viku. Það var makalaust að sjá. Ég grannskoðaði sér- staklega það hom Tjarnar- innar sem á að hverfa undir ráðhús. Ekki gat ég séð að endurnar kvörtuðu mikið enda var verið að reyta í þær hveitibrauði. Davíð ber ábyrgð á þessum öndum. Fyrirhuguð ráðhúsbygging fer fyrir brjóstið á mörgum. Það skil ég bara ekki því að þennan forarpoll mætti minnka sem svarar einu ráðhúsi. Ég held líka að öndunum og gæsunum sé alveg skítsama ef þær fá bara nóg brauð frá gest- um og gangandi. Hveitibrauðið viðheldur lifríkinu á Tjörninni. Margir þeirra sem mótmæla ráðhúsbyggingunni hans Davíðs borgarstjóra vilja láta rannsaka lífríki Tjarnarinnar. Ég bara spyr, hvers konar lífríki er þar fyrir hendi? Ef rannsókn fer fram þá vil ég að hveitibrauðsátið á öndunum komi skýrt inn í rann- sóknina á lífkeðjunni. Mér er ekki ljóst hvar hornsílin koma inn í myndina en það er fullyrt að þau séu enn á fífi í Tjöminni þrátt fyrir allt. Tjörnin er orðin dálítið gruggug en hornsíli þurfa ekki að sjá, sagði vinur minn einn sem er líflræðingur. Það er nefnilega talið að hornsílin hafi innbyggðan radar svo þau geta synt og lifað í hvaða drullupofli sem er. Jæja, það var ekki meiningin að fara að halda uppi neinum sérstökmum áróðri fyrir endurnar og hornsílin. En rann- sóknin á lífríki Tjarnarinnar mun vafalaust leiða ýmislegt fróðlegt í ljós. Það er nefriilega hægt að ala endur, gæsir og álftir á hveitibrauði nánast einu saman. Þetta ætti að verða fróð- legt fyrir rannsóknarnefiidina sem vinnur við Mývatn þar sem menn eru með áhyggjur af anda- lífinu vegna þess að dælt er upp botnfallinu til kísilgúrfram- leiðslu. Það hafa líka margir á móti kísligúrnum og telja að líf- ríkinu verði raskað. Líklega er ljóst að það er ekkert að óttast ef tekið er upp reglulegt hveiti- brauðsát hjá öndunum. Þannig mætti bjarga öndunum við Mývatn. Hvort að lífríki hornsíla og stokkanda á Tjörninni í Reykja- vík raskast verulega við þáð að ráðhúsið hans Davíðs verður byggt eða ekki verður ekki sannað né afsannað nema að húsið verði reist. Ég hallast nú helst að því að bæði endurnar og hornsílin lifi það af og jaíhvel Flosi Ólafsson líka. Ég styð einfaldlega ráðhús- bygginguna og jafnfram rann- sóknarverkefhið á lífríkinu í og á Tjörninni. Lífiræðingum hefur nelhilega fjölgað eins og öndun- um á Tjörninni svo að fjölgun rannsóknarverkefna ætti að vera kærkomið til að hamla á móti verkefnaskorti. Þegar eru komin út merkileg rit um rannsóknir við Þingvalla- vatn og Mývatn og þess vegna er mjög tímabært að vísindalegt rit um vistkerfi Tjarnarinnar líti dagsins ljós. Það er því líklega afar brýnt að menn haldi áffam ótrauðir með ráðhúsið og jafnframt með rannsóknirnar á lífríki Tjarnar- innar. Svo má alltaf halda áfram að rífast eftir á. Páfi. ■ i’líhafc UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON 52 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.