Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 53

Vikan - 17.12.1987, Page 53
Léttsoðnar sögur af mönnum og mólefnum í Mosfellssveit Ragnar Lár Kjartan á Hraðastöðum og áburðurinn Kjartan Magnússon hét maðurog bjó að Hraðastöðum í Mosfellsdal. Kjart- an þótti sérkennilegur í tilsvörum og lagði hann gjarnan áherslu á orð sín með því að sveifla hægri handlegg með krepptum hnefa frá sér og að um leið og hann svaraði. Eitt sinn kom annar bóndi úr sveitinni í heimsókn til Kjartans. Stóðu þeir úti á hlaði og horfðu á vinnumann Kjartans þar sem hann dreifði úr mykjuhlössum niðri á túninu. Þá segir Kjartan með aðdáun, um leið og hann sveiflar hægri hendinni á þann hátt sem fyrr er getið: - Mikið helvíti dreifir maðurinn vel úrskítnum sínum. Heillaskeytið Lárus á Brúarlandi var ágætur hag- yrðingur. Hann og Magnús ( Leir- vogstungu elduðu oft grátt silfur saman, ekki síst á stjórnmálasviðinu. Svo bar það við á merkisafmæli Magnúsar að honum barst skeyti frá Lárusi. Magnús hafði gaman af skeytinu og las það fyrir afmælis- gesti. Skeytið var í bundnu máli og hljóðaði svona: Lygin æ þig loði við líkt og snæri á glæðum. Hafðu aldrei flóafrið fyrir lífsins gæðum. Þegar Magnús hafði lesið vísuna varð einum gestanna að orði, en sá hafði misskilið innihald hennar: - Ekki hefði ég viljað fá hana þessa, Magnús. Kembuhirsla u og ess Eins og fyrr er sagt var Lárus á Brúar- landi ágætur hagyrðingur. Lárus reisti sér hús í nágrenni Brúarlands og nefndi húsið Tröllagil. Eitt sinn sem oftar þurfti Lárus að senda skeyti, en í stað venjulegrar undir- skriftar reit hann eftirfarandi vísu: Kembuhirsla u og ess er mitt nafnið rétta. íjötnagróf á góðan sess, geturðu ráðiðþetta? Til skýringar skal þess getið að kembuhirsla heitir lár og jötnagróf gæti verið tröllagil. Kristinn í Mosfelli og kirkjan Kristinn Guðmundsson var lengi bóndi á Mosfelli í Mosfellsdal. Krist- inn var félagsmálamaður og lét hin ýmsu málefni til sín taka. A sóknar nefndarfundi var rætt um ástand kirkjunnar á Lágafelli og voru menn sammála um að tími væri til kominn að gera við hana. Kristni varð þá að orði: - Við megum til með að fara að gera við kirkjuna, annars fýkur hún bara einn góðan veðurdag. Lyktnæmi Sigurjón Pétursson á Álafossi bjó á sínum tíma til meðalið Ála og taldi það allra meina bót. Meðal þetta var að einhverju leyti sett saman úr kreósóti og eftir því lyktarsterkt. Síð- ari árin angaði gamli maðurinn oft af þessum drykk. Eitt sinn kom hann við á pósthúsinu, sem þá var á Brúar- landi. Nokkru eftir að hann var farinn bar Ásbjörn son hans að garði. Ás- björn hnusar út í loftið og segir síðan: - Hva, hefur pabbi verð hér? VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.