Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 55
„Nei, jólasveinar á bamum! Doddi, sjáðu þessa!“ grípur
maðurinn með bangsann hér inn í samtalið eftir að hafa
aðeins blundað við barinn. „Hvar em hreindýrin, strákar?“
Skál.
Sjálfsmorð er göróttur drykkur og óhóf-
leg neysla hans getur sett athyglisgáfu
mætari manna en mín úr skorðum. Því tek
ég ekki eftir með hvaða hætti tveir jóla-
sveinar koma að barnum. En þarna standa
þeir, í gallanum með gerviskeggin, og
hvolfa í sig hverju glasinu á fetur öðru.
„Þetta var ljóta klúðrið hjá þér þarna í
stórmarkaðinum Nonni. Þú átt að klípa og
klappa á kinnar krakkanna en ekki aftur-
enda mæðra þeirra," segir annar þeirra
um leið og hann klárar úr glasi sínu og
biður um annað.
„Vertu ekki að þessu væli maður, ég er
rétt að byrja í djobbinu. Manni geta orðið
á mistök Bubbi. Ég passa mig næst,“ svarar
hinn.
„Næst? Næst? Við fáum ekki einu sinni
að versla þarna í náinni ffamtíð eftir að
þessi kerling sló þig utan í sultukrukku-
staflann. Hvernig datt þér í hug að káfa á
brjósunum á henni?“ spyr Bubbi.
„í fyrsta lagi var þetta engin kerling og
í öðru lagi kom ég alveg óvart við tútturn-
ar á henni þegar hún rétti mér þennan
grisling sinn. Þetta var bara óhapp," svarar
Nonni.
,Já, en þurfitirðu endilega að segja versl-
unarstjóranum að skreppa bara út í bakarí
eftir vöfflum... “
„Nei, jólasveinar á barnum. Doddi sjáðu
þessa," grípur maðurinn með bangsann
hér inn í samtalið eftir að hafa blundað
aðeins við barinn: „Hvar eru hreindýrin
strákar?"
Nonni lítur lauslega í átt til mannsins
og segir honum að hreindýrin standi á
bílastæðinu fyrir utan. Brosir svo: „Viltu
ekki skreppa fýrir okkur út og setja tíkall
í stöðumælinn hjá þeim?“
„Allt í lagi strákar en þið verðið þá að
passa Dodda á meðan,“ segir maðurinn og
réttir þeim ferlíkið.
„En ekki gefa honum að drekka," heldur
hann áfram og hvíslar svo í eyrað á Bubba:
„Hann verður nefnilega brjálaður með
víni.“ Svo er hann rokinn út.
Skál.
Maðurinn kemur fljótlega inn aftur
með geggjaðann glampa í augunum, þríf-
ur í Nonna og öskrar í andlit hans: ,Af-
hverju sagðirðu mér ekki að þau væru
villt? Ég ætlaði að klappa þeim og annað
þeirra beit mig.“
„Um hvað ertu að röfla rnaður?" spyr
Nonni undrandi.
„Nú hreindýrin, hreindýrin hérna fýrir
utan.“
„Hvaða hreindýr?"
„Nú þessi sem þið eruð með. Átti ég
ekki að setja tíkall í stöðumælinn fýrir
ykkur?“
„Við erum ekki með nein hreindýr.
Ertu eitthvað verri?“ segir Nonni og slítur
sig lausan frá manninum.
„Það standa hérna tvö hreindýr og sleði
fyrir utan, ég get svarið það.“
„Maðurinn er blindfúllur,“ segir Bubbi
er hann horfir á eftir honum inn í salinn
þar sem hann reynir að telja fleirum trú
um hreindýrin.
Nú er ég búinn að fá nóg af Þorláksbar
þetta árið og kem mér út. Eins og vana-
lega er búið að næla stöðumælasekt við
sleðann minn. O jæja það gerist á hverju
ári.
Skál.
VIKAN 55