Vikan


Vikan - 17.12.1987, Side 61

Vikan - 17.12.1987, Side 61
Fimmtudagur 17. desember 1987 DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS 18.TIL26. DESEMBER TILBURY I SJONVARPINU: Býsna mögnuð mynd ö köflum Mánudaginn 28. desember sýnir Ríkissjónvarpiö nýja kvikmynd eftir Viðar Víkingsson sem heitir Tilbury og er byggö á samnefndri smásögu eftir Þórarin Eldjárn. Tilbury er tæpur klukkutími á lengd og gerist áriö 1940, á þeim tíma þegar breski herinn var sem aðsópsmestur á íslandi. Viöar Víkingsson, höfundur og leikstjóri, segir að myndin fjalli um ungan sveitamann (Kristján Franklín Magnús) sem kemur í bæinn og kemst aö því að æskuástin hans (Helga Bernhard) er í tygjum við breskan majór sem Karl Ágúst Úlfsson leikur. Kvendiö viröist samt ekki alveg hafa gleymt fornum þjóðlegum siðum svo sem galdrakukli. Myndin ku vera býsna mögnuö á köflum og er ekki aö efa að hún eigi eftir að vekja upp miklar umræður eins og vaninn er þegar ný mynd er sýnd í sjónvarpinu. Eða eins og Viðar leikstjóri sagði: Það verður að vera eitthvað til að hneykslast út af og rífast yfir svona í skammdeginu. Ljósmyndin hér fyrir neðan er úr einu atriða myndarinnar. -AE

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.