Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 8
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR ég töluvert til.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hún leik- stýrir erlendis. Það er því eftirtektarverður og mikilvægur leikstjórnaráfangi fram undan. ( sumar er aftur á móti allt annað uppi á ten- ingnum hjá þessari kraftmiklu konu. Þá bregður hún búi, kemur sér fyrir norður í Þingeyjarsýslu og gerist búshaldari, matráðskona og fararstjóri fyrir útlendinga, sem koma til íslands til að njóta og kynna sér land og þjóð með stuðningi ferða- þjónustu bænda. Vistlegt heimili fyrir erlenda ferðamenn er rekið á Narfastöðum í Þingeyjar- sýslu. Það er óhætt að segja að Þórunn sé ein- staklingur andstæðanna og hafi hugrekki til að láta ótrúlegustu drauma sína og þrár fá líf. Móðir hennar, Unnur Kolbeinsdóttir, er samstarfsmaður hennar í þessu merkilega framtaki, merkileg kona og víðsýn sem lætur sig ekki muna um að bjóða gestum heitar pönnukökur og rjómavöfflur eldsnemma á morgnana. Þetta ævintýri byrjaði hjá þeim mæðgum í fyrrasumar en þær koma víða við og bauka margt saman. Þær hafa til dæmis verið í ítölsku í Háskólanum og kannski ekki að ástæðulausu því, eins og móðir Þórunnar I spánskum dansi i eldhúsinu á Narfastöðum. I sumar verður aðstaðan fyrir ferðamenn stækkuð um helming. Hér eru Þórunn og móðir hennar með spænska ferðamenn í heimsókn. Ragnhildur og eiginmaður hennar, Jakob Magn- ússon tónlistarmaður, ákváðu að eyða síðast- liðnum vetri á Akureyri. Ég fékk jafnframt til liðs við mig Unu Collins sem er gyðingur og gerði leikmynd og búninga. Blökkustúlka frá Bandaríkjunum, Nanette Nelms, samdi aftur á móti dansana og dansaði jafnframt með. Það er því óhætt að segja að þarna hafi unnið saman alþjóðlegur hópur færra lista- manna. Óneitanlega skemmtilegar andstæður fólks frá ólíkum menningarsamfélögum sem átti mjög ánægjulegt samstarf þarna fyrir norðan. Vinnan var í eðli sínu erfið en afar ánægjuleg. Ragnhildur Gísladóttir, söngkona og Stuðmaður, er einstök manneskja og við áttum afar gott samstarf. Verkinu var ákaflega vel tekið og hefur gengið vonum framar." Eitt og annað var Þórunn að gera samhliða þessu og þar á meðal var hún að leikstýra barna- leikritinu Búkollu eftir Svein Einarsson fyrir Þjóð- leikhúsið. Það stóð til að Búkolla yrði eitt af opn- unarverkum þess í vor, eftir gagngerar breytingar og viðgerðir á innviðum hússins og ytri ásjónu þess á liðnum mánuðum. „Ég var nánast búin að fullæfa þetta verk þegar ég fór norður í janúar en það var í raun fyrirséð þá þegar að vegna þess að tvö stærri verk voru jafnhliða í uppsiglingu í leikhúsinu, Pétur Gautur og Söngvaseiður, yrði ekki af frumsýningu fyrr en í september. Viss óþægindi fylgdu þessari breytingu fyrir mig vegna þess að ég hafði ráðið mig til leikstjórnar í leikhúsi í Árósum í Danmörku í haust. Aftur á móti var þessi dráttur hentugur Þjóðleikhúsinu." Þar sem heyrst hefur að Þórunn hafi haft við- komu austur á Kirkjubæjarklaustri á liðnum vik- um er áhugavert að ýja að því við hana hvaða verkefni sé þar í uppsiglingu tengt henni. „Ellefta ágúst stendur til að halda mikla hátíð á Kirkju- bæjarklaustri vegna þess að liðin eru tvö hundr- uð ár frá dánardægri Jóns Steingrímssonar, eld- klerksins mikla. Tengist uppákoma þessi svokall- aðri M-hátíð sem verður í sumar haldin á Suður- landi. Ætlunin er að flytja í gömlu kirkjunni á Prestbakka stutta leikgerð eftir mig, unna upp úr ævisögu hans. Þetta verk, sem ég kalla Seinna koma sumir dagar, hef ég verið aö skrifa af og til á annað ár og var reyndar að Ijúka því,“ segir Þórunn. „Ævisagan sjálf er feikilega skemmtileg og fróðleg. Jón var mjög sérstakur persónuleiki. Hann var til dæmis mjög hjátrúarfullur og sérlega skemmtilegur. Hann segir í verkinu frá lífi sínu og störfum. Á þessum árum dundu miklar hörmung- ar yfir þjóðina, meðal annars tengdar Skaftáreld- um. Viðar Eggertsson, leikari og dagskrármaður hjá RÚV, ætlar að stjórna ieikgerðinni. Viðar er löngu landskunnur leikhúsmaður og stofnaði á sínum tíma Eggleikhúsið sem stóð fyrir mjög sér- stökum leiksýningum, sem víða vöktu mikla at- hygli enda frábærar." Þórunn er ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Baldurssyni þjóðleikhússtjóra, nýkomin heim frá Berlín. Hún fór í þessari ferð til Árósa til að velja leikara í hlutverk leikritsins sem hún ætlar að leikstýra þar í haust. Verkið heitir Krokketspilar- inn og er eftir einn þekktasta leikstjóra á Norður- löndum, Ralf Langbacka. „Leikritið er byggt á sögu eftir H.G. Wells sem var mikill hugsuður og framsýnn," segir Þórunn. „Auðvelt er að sjá í sögunni, sem hann skrifar 1936, vísi að því sem síðar átti eftir að gerast í seinni heimsstyrjöldinni. Ég hef trú á að það verði mjög áhugavert og skemmtilegt að vinna þetta verk. Ég mun senni- lega verða þar í október og nóvember og hlakka Við indíánatjald á Snæfellsnesi. Þórunn hefur af samfélags sem hýsir indíána. ■ „Óneitanlega skemmti- legar andstæður fólks frá ólíkum menningarsamfélög- um sem átti mjög ánægjulegt samstarf þarna fyrir norðan.“ ■ Það er óhætt að segja að Þórunn sé einstaklingur andstæðnanna og hafi hug- rekki til að láta ótrúlegustu drauma sína og þrár fá líf. segir, „það er ótækt að eiga til dæmis ítalskan tengdason eins og ég og geta ekki tekið hann tali á hans eigin tungumáli". Til gamans má geta þess að systkini Þórunnar eru öll búsett erlendis og hafa bent samlöndum sínum á þetta ágæta framtak hér norður á hjara veraldar. „Mér er þessi tegund lífsmáta afar nauðsyn- leg,“ segir Þórunn. „Mér nægir engan veginn að fara úr bænum um helgar heldur þarf ég að vera á þessum stöðum um tíma þannig að það sem þeir bjóða upp á verði partur af mínu lífi. Mérfell- ur vel að upplifa ferðafólkið á þennan máta, með eigin raun kynnst og hrifist af menningu þess merka 8 VIKAN 12. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.