Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 57
gerðir af tónleikahöllum þar
sem hlýða má á allt frá risa-
hljómsveitum til einleikaratón-
leika.
Allir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi í leiklistar-
lífinu þar sem yfir fjörutíu leik-
listarhús eru starfandi í
Hamborg, lítil leikhús til stórra
óperuhúsa, sem hafa sem
dæmi til sýninga söngleiki eins
og Cats sem sýndur hefur verið
í fjölda ára og Phantom of the
Opera sem sýndur er í Neue
Flora leikhúsinu. Það tekur um
tvö þúsund manns í sæti og er
eitt stærsta hús sinnar tegundar
í Evrópu. Báðir þessir söngleik-
ir eru eftir hinn þekkta höfund
Andrew Lloyd Webber.
Undirritaður fór á síðamefnda
söngleikinn sér til mikillar
ánægju en hann er settur upp
af þvílíkri snilld að orð fá varla
lýst. Nýjustu tækni er beitt til
hinns ýtrasta til að nálgast full-
komnun á þessari uppfærslu.
Gert er ráð fyrir af forráða-
mönnum hússins að söng-
leikurinn, sem nýiega er byrjað
að sýna, muni ganga allavega
næstu tfu árin, svo góðar við-
tökur hefur hann fengið.
Ekki má gleyma listasöfnun-
um sem þarna eru af öllum
stærðum og gerðum, bæði í
Elsta hús Hamborgar 372 ára
og jafnframt þaö minnsta. Það
er um 39 fermetrar að flatarmáli
á þremur hæðum. Þar er nú
rekin verslun og er óhætt að
fullyrða að vandfundið sé
annað eins úrval af áfengisteg-
undum og þar.
einkaeign og þess opinbera og
væri hægt að eyða heilli
mannsævi í að skoða.
Þeir sem ekki eru orðnir
saddir eftir að hafa gætt sér á
listuppákomum Hamborgar
ættu að hafa orð Heinrichs
Heine í huga sem hann lét af
vörum falla fyrir um tvö hundruð
árum: „Gestrisni Hamborgar-
búa er að hætti enskra og mat-
ur þeirra er himneskur."
Enn f dag er hægt að fá
himneskan mat á sælkeraveit-
ingahúsum borgarinnar, hvort
sem um er að ræða frábær fisk-
veitingahús eða rómantíska
matsölustaði með þjóðlegan
mat á borðum. Ef áhuginn bein-
ist ekki þangað eru um átta
hundruð veitingahús sem bjóða
gesti velkomna að snæða mat
að hætti þjóða í öllum heims-
hornum. Þar má meðal annarra
nefna Grikki, ítali, Kínverja, Ind-
verja, Japani og Suður-
Ameríkubúa.
Þegar verslunum og veitinga-
húsum er lokað vaknar Ham-
borg heldur betur til lífsins og
fyllist af nátthröfnum. Neonljós
gleðihverfisins St. Pauli og
Reeperbahn kvikna til að aug-
lýsa það sem þar stendur til
boða. Þar er að finna allt frá
fatafellu- og kynlffssýningum til
hafnarkráa og diskóteka.
Þegar fer að sjást til sólar á
ný og nýr dagur hefur göngu
sína geta nátthrafnarnir brugðið
sér f fiskuppboðshöllina í morg-
unverð og hlustað á lifandi tón-
list meðan þeir snæða.
í Hamborg er eitthvað á
seyði allan sólarhringinn og hún
tekur opnum örmum þeim sem
hana vilja sækja heim.
adidas
SPORTLÍNAN
12. TBL. 1991 VIKAN 55