Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 21
taka grisjuna af og setja hana
á aftur. Við erum nefnilega
með síðar hárkollur á sviðinu."
Þaö var haldið á lítinn og
vinalegan grískan veitinga-
stað í nágrenninu en Eva hafði
ekki nema rúma klukkustund
til stefnu. „Ég er nú bara að
hugsa um að fá mér salat,“
sagði hún. „Það er ekki gott að
borða mikið fyrir sýningu.
Framandi en samt kunnug-
leg tónlist hljómaði inni á veit-
ingastaðnum og lét vel í eyr-
um. „Við förum oft hingað
vinnufélagarnir, þetta er svo
ansi viðkunnanlegt. Við höfum
heldur ekki í mörg hús að
venda því leikhúsið er inni í
miðju íbúðarhverfi og því eru
ekki margir matsölustaðir hér í
nágrenninu. (búarnir mót-
mæltu staðsetningu þess
harðlega á sínum tíma en mér
finnst húsið falla mjög vel inn í
umhverfið þótt stórt sé.
M„Ég stakk
niður í bakpok-
ann dansbún-
ingi og því aiira
nauðsynleg-
asta svo óþarfa
hlutir væru
ekki að flækj-
ast fyrir mér og
fór af stað.“
MEÐ BAKPOKA
ÚT í HEIM
Á meðan beðið var eftir gríska
grænmetissalatinu var Eva
spurö að því hvernig hefði
staðið á því að hún fékk þessa
skemmtilegu stöðu í Neue
Flora-leikhúsinu í Hamborg.
„Ég fór á sínum tíma ein
míns liðs með bakpoka frá
Svíþjóð til þess aö freista gæf-
unnar i listgrein minni. Ég
keypti mér svokallaðan „inter-
rail“-járnbrautafarseðil og hélt
af stað. Ég var með mjög lítinn
farangur og bjó eingöngu á
farfuglaheimilum meðan á
þessu stóð. Ferðin tók sex vik-
ur og ég ferðaðist víða um
Þýskaland og dansaði fyrir
ráðamenn hinna ýmsu ballett-
flokka og leikhúsa. Það var
ekki fyrr en ég frétti af því að
aðstandendur Das Fantom
der Oper í Hamborg væru að
leita að ballettdönsurum í sýn-
inguna að það hljóp á snærið.
Þeir fóru líka í leitarleiðangur
til London, auk þess sem þeir
völdu úr fólki í Hamborg. Mér
gekk ágætlega en ég fékk ekk-
ert að vita strax. Þegar ég
hafði verið heima í Svíþjóð í
fimm vikur hringdi loks síminn
hjá mér og þeir buðu mér
samning.
Þessi sex vikna ferð var
mjög skemmtileg. Ég stakk
niður í bakpokann dansbún-
ingi og því allra nauðsynleg-
asta svo óþarfa hlutir væru
ekki að flækjast fyrir mér og fór
af stað. Ég kynntist mörgu
skemmtilegu fólki og hefði ekki
viljað fara á mis við þennan
tíma.“
- Varstu ekkert smeyk að
vera svona ein á ferð úti [ hin-
um stóra heimi?
„Nei, nei, - jú annars, fyrsta
daginn en svo vandist ég
þessu. Maður verður bara að
bíta á jaxlinn og treysta sjálf-
um sér. Maður verður að læra
að bjarga sér sjálfur og standa
á eigin fótum. Það þýðir ekkert
að sitja heima og bíða eftir því
að eitthvað gerist. Þá gerist
nefnilega ekki neitt!
Ég var í sjálfu sér ekki að
fara í neinu tilgangsleysi þeg-
ar ég lagði af stað. Ég hafði
ákveðið hvar ég skyldi bera
niður og bjó mér til áætlun.
Meðal annars dansaði ég hjá
leikhúsunum í Hannover,
Bremen, Heidelberg, Essen,
Dusseldorf og Bonn áður en
ég kom til Munchen."
SÝNT FYRIR FULLU HÚSI
- Hvenær byrjaðir þú að
dansa hér í Hamborg?
„Við byrjuðum að æfa ball-
ettinn 1. maí á síðasta ári. Þá
var sjálft leikhúsið, Neue
Flora, ekki tilbúið en það var í
raun byggt sérstaklega yfir
þessa uppfærslu því ekkert
hús í Hamborg gat tekið hana,
hún er svo viðamikil. Sviðið er
svo stórt aö maður er eins og
lítil mús á því. Frumsýningin
var 29. júní. Fyrstu vikurnar
æfðum við á Reeberbahn.
Þetta sumar var yndislegur
tími. Verkefnið var mjög
spennandi, ég kynntist mörgu
skemmtilegu fólki sem vann
við sýninguna og veðrið var al-
veg frábært. Allt var okkur svo
framandi og allir voru svo
áhugasamir. Stelpurnar, sem
byrjuðu að dansa með mér í
upphafi, eru ennþá í sýning-
unni. Ein þeirra kemur frá
Bandaríkjunum, fjórar frá
Englandi og aðeins ein er
Frh. á næstu opnu
LINDA PETURSDOTTIR
íslensk feguré
NO NAME
—— COSMETICS —1
Rekís hf. — Sími 26525
12. TBL. 1991 VIKAN 21