Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 16

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 16
FRÁSAGNIR FARARSTJÓRA Það var glatt á hjalla hjá íslendingunum sem voru samankomnlr í San Coma á Mallorca á þjóðhátíðar- daginn í fyrra og skreyttu þeir margir svalir sínar með þessum hætti. Frón gleymist ekki þó horfið sé langa vegu að heiman. heilar kynslóðir fólks sem allt er meira og minna mælandi á erlendar tungur. Svo treystir fólk sér betur til að ferðast en áður, jafnvel þekki ég dæmi um fólk sem er lítiö tungumála- fólk en ferðast um alla Evrópu eins og ekkert sé og nýtur þess til fulls." EIN RÁÐLEGGING Ein ráðlegging vans ferðalangs er sú að pakka niður á hefðbundinn hátt og síðan, þegar því er lokið, að taka helminginn upp úr töskunni aftur og pakka svo á ný. „Ég held að full ástæða sé til að brýna þetta fyrir fólki,“ segir Pétur. „Það er alls staöar hægt að láta þvo af sér en aðalatriðið er að vera með fatnað úr náttúrulegum efnum því f heitu loftslagi er mjög óþægilegt að vera í fatn- aði úr gerviefnum. Hins vegar má vel komast af með tiltölulega fáar skyrtur og lítið af nærföt- um, ef þetta er þægilegurferðafatnaður. Mestu máli skiptir að fötin séu mjúk og ekki þröng og þannig saman sett að auðvelt sé að kiæða sig aðeins upp. Á skemmtiferðum klæðir fólk sig frjálslega og viðhefur litla formfestu í klæða- burði.“ Pétur ráðleggur fólki einnig að setja ekki verðmæti í þær töskur sem fara í farangurs- geymslur flugvéla. „Töskur vilja oft lenda á öðrum stöðum en þeim var ætlað og fólk ætti ævinlega aö vera viðbúið því og hafa til dæmis til skiptanna í handfarangri. Ég ráðlegg konum líka að vera ekki með verðmæta skartgripi á ferðalögum. Það er orðin plága hve mikið ferðamenn eru rændir víðs vegar í Evrópu og allt sem stingur í augu laðar ræningjana að. Þeir sem eru á ferð um Evrópu á bílaleigu- bílum verða líka að gera sér grein fyrir því aö bíllinn getur hreinlega horfið með öllu í. Fólk ætti því ávallt að taka greiðslukort og skilríki með sér úr bílnum. Ef maður tapar vegabréf- inu sínu er maður orðinn að engu og oft getur verið langt í næsta sendiráð. Þurfi fólk að skilja farangur eftir í bíl ætti það að kappkosta að gera það á stöðum þar sem um einhvers konar ■ „Munurínn á mönnum þar syðra og hér nyrðra er einmitt einkum sá að hér hafa menn óskap- legan áhuga á brennivíni og því að drekka sig fulla en þar sér aldrei vín á nokkrum manni og það þykir almennt kjánalegt að drekka sig fullan,“ segir Pétur. U „Við búum hér við gífuríega einangrun og þess vegna held ég að það sé fólki nauðsynlegt að ferðast. Það kemur ekkert í stað ferðalaga til að aflétta þessari einangrun.“ u „ ... jafnvel þekki ég dæmi um fólk sem er lítið tungumálafólk en ferðast um alla Evrópu eins og ekkert sé og nýtur þess til fulls.“ gæslu er að ræða. Sömuleiðis á að gæta þess að láta farangur ekki sjást; ekki aö skilja töskur eða önnur verðmæti eftir í sætunum, sérstak- lega þegar bílar bera önnur númer en dvalar- landsins." SÓLSETUR ERLENDU KONUNNAR „Á Ítalíu voru heilu hóparnir hér áður fyrr í samkeppni um hverjir kæmust yfir flestar stelp- ur yfir sumarið. Þetta var hreinlega sport á við gæsaskyttirí eða eitthvað svoleiðis," segir Pétur. „Svo upp úr 1975 verða miklar breyting- ar á Ítalíu, skilnaðarlög eru samþykkt og konur taka sér sitt frelsi og neita gamla mynstrinu. Fyrir nokkrum árum las ég í ekki ómerkara blaði en Corriere della sera grein sem hét „Sólsetur erlendu konunnar". Áður varð ekki þverfótað fyrir karlmönnum á flugvöllum og hvar sem konur komu inn í landið og þeir gengu á eftir konum í hópum en þarna hafði mikið dregið úr þessu því strákarnir höfðu nú meiri áhuga á aö eltast við ítölsku stelpurnar - vegna þess að þeir gátu talað við þær. Erlend- ar konur höfðu þó haft á orði að þær söknuðu þessarar kvensemi. Kvensemin er þessum mönnum annars í blóð borin og það þykir bara hið besta mál. Munurinn á mönnum þar syðra og hér nyrðra er einmitt einkum sá að hér hafa menn óskaplegan áhuga á brennivíni og því að drekka sig fulla en þar sér aldrei vín á nokkrum manni og það þykir almennt kjánalegt að drekka sig fullan.“ NAUÐSYNLEGT AÐ FERÐAST - Hvað á gott ferðalag að skilja eftir sig? „Ég gæti vel trúað að öll þessi ferðalög ís- lendinga til Suðurlanda undanfarna áratugi hafi gert okkur lundbetri, fyrir utan aö létta ýmsum hömlum af okkur og gera okkur víð- sýnni. Við búum hér við gífurlega einangrun og þess vegna held ég að þaö sé fólki nauðsyn- legt að feröast. Það kemur ekkert í staö ferða- laga til að aflétta þessari einangrun. Við höfum þannig að mörgu leyti miklu meiri þörf en flestir aðrir fyrir að ferðast, af því að við búum í svo litlu þjóöfélagi. Þetta er því gífurlega mikilvæg- ur gluggi fyrir fólk að líta út um, hvert svo sem það fer. Það versta er hve stutt íslendingar geta verið erlendis og oft verða þessi ferðalög of yfirborðskennd. Fólk nær ekki alltaf að melta það sem fyrir augu ber og það sem upplifað er - á sama hátt og þeir sem hafa tækifæri til að búa í þessum löndum einhvern tíma." OPNIÐ AUGUN FYRIR MENNINGARVERÐMÆTUM „Fyrst og fremst vil ég þó ráðleggja fólki að ferðast með opnum huga, gefa forvitni sinni út- rás og reyna að blanda sem mest geði við heimafólk. Mér finnst mikil synd hve mikla áherslu íslendingar leggja á búðaráp, strand- legu og að njóta einhvers stundargamans á ferðaiögum. Fólk ætti einnig að ferðast um á eigin vegum og reyna að grafast fyrir um hvar menningarverðmæti er að finna því í Evrópu er um gífurlega verðmæta fjársjóði að ræða, ekki síst í byggingarlist. í öllum stórborgum eru merkileg söfn, Tate-gallerí í London og Uffizi-safnið í Flórens koma í hugann; einnig eru miklir fjársjóðir geymdir á vísinda- og nátt- úrusöfnum víðs vegar. Okkur þætti útlending- ar, sem ekki sæju Gullfoss og Geysi, hafafarið á mis við mjög mikilsverða þætti íslandsheim- sóknar. Þessu ætti hinn almenni ferðalangur að huga miklu betur að en hann gerir; að auðga dálítið vitund sína um menningu og listir á sínum ferðalögum. Slík iðja gerir allt ferða- lagið miklu eftirminnilegra fyrir fólk, ekki síst fyrir börn og unglinga." □ 16 VIKAN 12. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.