Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 38

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 38
því hann haföi keypt handa henni annan hring áöur en þau flugu heim. Henni haföi þótt þetta of vandræðalegt til aö segja nokkrum frá því, jafnvel ekki móöur sinni. „Hvernig ... ?“ „Hann var of stór,“ sagöi Johnny. „Þú varst að pakka, manstu ekki, Sara? Hann var úti aö kaupa eitthvaö og þú varst að pakka. Hann var aö kaupa ... kaupa ... ég veit það ekki. Þaö er á dauða svæöinu." Dauða svæðinu? „Hann fór út og keypti minjagripi. En hvernig gastu vitað aö ég týndi hr... “ „Þú varst aö pakka. Hringurinn var allt of stór. Þú ætlaðir aö láta laga hann þegar þú kæmir aftur. En þangaö til, þá ... þá ... “ Hann brosti til hennar. „Þú tróöst salernispappir í hann!“ Það fór ekki á milii mála hve óttaslegin hún var. Hún starði á hann, nærri dáleidd. Hann ereins til augnanna, með þennan kalda sviþ sem hann hafði þegar hann burstaði hjólið um kvöldið. Hvað kom fyrirþig, Johnny? Hvað ertu? Blá augu hans voru orðin nær fjólublá og hann virtist vera víðs fjarri. Hana langaði aö hlaupa. Það virtist vera aö dimma í herberginu, eins og hann heföi rifið efni raunveruleikans, dregiö sundur hlekkina milli for- tíöar og nútíðar. „Hann rann af fingri þínum,“ sagði hann. „Þú varst að setja rakdótið hans í hliðarvasa og hann rann af. Þú tókst ekki eftir því fyrr en síðar og þess vegna hélstu aö hann væri í herberginu." Hann hló og hláturinn var hvellur - ekki eins og hlátur Johnnys - heldur kuldalegur... kuldalegur. „Hvaö þið leituöuö. En þú þakkaðir honum. Hann er enn I töskuvasanum. Allan tímann. Farðu upp á háaloft og gáöu, Sara.“ Einhver missti vatnsglas á ganginum fyrir utan og bölvaði þegar þaö brotnaði. Johnny leit í átt aö hljóðinu og augu hans skýrðust. Hann leittil baka, sá stíft og stóreygt andlit hennar og setti upp áhyggjusvip. „Sagði ég eitthvað sem ég átti ekki að segja, Sara?“ „Hvernig vissirðu þetta?“ hvíslaði hún. „Hvern- ig gastu vitað þessa hluti?" „Ég veit það ekki," sagði hann. „Sara, mér finnst leitt ef ég ... “ „Ég ætti að fara, Dennis er hjá bamapíu." „Allt í lagi. Fyrirgefðu að ég skyldi skelfa þig.“ „Hvernig gastu vitað þetta um hringinn rninn?" Hann gat ekkert nema hrist höfuðið. . 7 . Þegar hún var komin fram hálfan ganginn á fyrstu hæðinni fór hún að finna til skringilegheita í maganum. Hún fann kvennaklósettið á elleftu stundu. Hún flýtti sér inn, lokaði að sér og kastaði upp af offorsi. Hún sturtaði og stóð svo með lokuð augu, titrandi en að þvi komin að hlæja líka. Síð- ast þegar hún hitti Johnny hafði hún líka kastað upp. Hún setti hendurnar yfir munninn til að kæfa það sem var að reyna að brjótast út - hlátur eða kannski öskur. Og í myrkrinu virtist heimurinn hallast fáránlega, eins og diskur. Eins og spinn- andi lukkuhjól. . g . Hún hafði skilið Denny eftir hjá frú LaBelle svo húsið var autt og þögult þegar hún kom heim. Hún fór upp þrönga stigann upp á háaloftið og kveikti á tveimur berum, dinglandi Ijósaperum. Ferða- töskurnar þeirra stóðu í stafla í einu horninu. Þær voru þrjár. Hún opnaði þá fyrstu, þreifaði í hliðar- vösunum og fann ekkert. Sama með aðra. Sama með þá þriðju. Hún dró djúpt að sér andann og andaði síðan frá sér, fannst hún kjánaleg og varö fyrir svolitlum vonbrigðum - en aðallega létti henni. Enginn hringur. Því miður, Johnny. En á hinn bóginn finnst mér það ekkert miður. Það hefði verið ein- um of draugalegt. Hún þurrkaði af höndum sínum, þess albúin að gleyma þessu. Um leið hvíslaði lítil rödd langt inni í henni, næstum of lág til að heyra hana: Þetta var hraðleit, var það ekki? Þig langaði ekki að finna neitt, var það, Sara? Nei. Nei, hana haföi ekki langað að finna neitt. Og ef þessi litla rödd hélt að hún ætlaði að opna allar töskurnar aftur var eitthvað að henni. Hún var orðin fimmtán mínútum of sein að sækja Denny og Walt ætlaði að koma heim í mat með einn eldri hluthafanna I fyrirtækinu (mjög stór samningur). Svo þurfti hún að þrífa bæði baðher- bergin, leggja hárið á sér og baða Denny. Það var allt of mikið að gera til að vera að flækjast á þessu heita, skítuga háalofti. Svo hún opnaði allar töskurnar þrjár aftur og í þetta sinn leitaði hún vandlega í öllum hliðar- vösunum. Neðst í horninu á þriðju töskunni fann ■ Það fór ekki á milli mála hve óttaslegin hún var. Hún starði á hann, nærri dáleidd. Hann er eins til augnanna, með þennan kalda svip sem hann hafði þegar hann burstaði hjólið um kvöldið. Hvað kom fyrir þig, Johnny? Hvað ertu? hún giftingarhringinn sinn. Hún hélt honum upp í Ijósið og las áletrunina inni í honum, enn eins ferska og hún hafði verið daginn sem Walt setti hringinn á fingur hennar: WALTER OG SARA HAZLETT - 9. JÚLÍ 1972. Sara horfði lengi á hann. Svo setti hún töskurnar á sinn stað, slökkti og fór niður. Hún fór úr hörkjólnum sem nú var orðinn rykugur og í buxur og létta blússu. Hún fór niður götuna til frú LaBelle og sótti son sinn. Þau fóru heim og Sara setti Denny inn í stofu þar sem hann skreið um meðan hún útbjó steikina og flysjaði kartöflur. Þegar steikin var komin í ofninn fór hún inn í stofu og sá að Denny var sofnaður á teppinu. Hún tók hann upp og setti hann í barnarúmið. Síðan fór hún að þrífa baðherbergin. Og þrátt fyrir allt, þó klukkan nálgaðist matartímann óðfluga, hvarflaði hugur hennar ekki frá hringnum. Johnny hafði vitað það. Hún vissi jafnvel á hvaða andar- taki hann hafði öðlast þessa vitneskju: Þegar hún kyssti hann áður en hún fór. Bara tilhugsunin um hann gerði hana slappa og skrítna og hún var ekki viss um hvers vegna. Skakka brosið hans, svo svipaö, líkami hans, svo hryllilega breyttur, svo rýr og vannærður. Hana hafði langað til að kyssa hann. „Hættu þessu,“ tautaði hún við sjálfa sig. Andlit hennar í baðherbergisspeglinum var eins og and- lit ókunnugrar konu. Rjótt og heitt og - horfumst bara í augu viö það - sexí. Hönd hennar lokaðist um hringinn í buxnavas- anum og næstum - en ekki alveg - áður en hún vissi hvað hún var að fara að gera hafði hún fleygt honum í hreint, blátt vatn salernisskálarinnar. Hann sökk hægt niður á botn og snerist letilega um sjálfan sig. Hún hélt sig heyra smáglamur þegar hann rakst í postulínið á botninum en það var líklega bara ímyndun. Það var taktfastur slátt- ur í höfði hennar. Það hafði verið heitt á háaloftinu og þungt loft. En koss Johnnys - hann hafði verið sætur. Svo sætur. Áður en hún gat íhugað hvað hún var að gera (og þannig leyft skynseminni að taka völdin) teygði hún sig fram og sturtaði niður. Hún kreisti aftur augun og þegar hún opnaði þau var hringur- inn farinn. Hann hafði verið glataður og nú var hann glataður aftur. Skyndilega báru fæturnir hana ekki og hún sett- ist á brúnina á baðkerinu með hendurnar fyrir andlitinu. Heita, heita andlitinu. Hún ætlaði ekki að fara að hitta Johnny aftur. Það var ekki góð hugmynd. Það hafði komið henni úr jafnvægi. Walt var að koma heim með hluthafa í fyrirtækinu, hún ætlaði að hugsa um það. Hún ætti að hugsa um hve heitt hún elskaði Walt og um Denny sof- andi í vöggu sinni. Og hún ætlaði ekki að hugsa um Johnny Smith og skakka, heillandi brosið hans lengur. * 9 * Kvöldverðurinn tókst sérlega vel þetta kvöld. 10. KAFLI . , . Læknirinn setti Veru Smith á blóðþrýstingslyf sem hét hydrodiural. Það lækkaði blóðþrýstinginn ekki mikið en henni fannst hún lasin og veikburða af því. Hún varð að setjast og hvíla sig eftir að hafa ryksugað gólfið. Eftir að hafa gengið upp stiga varð hún að nema staðar og másaði eins og hundur á heitu síðdegi. Hefði Johnny ekki sagt að þetta væri henni fyrir bestu hefði hún samstundis fleygt pillunum út um gluggann. Læknirinn lét hana á annað lyf og það jók svo hjartsláttinn að hún hætti að taka það. „Við lögum þetta hjá þér að lokum, Vera,“ sagði læknirinn. „Hafðu ekki áhyggjur." „Ég hef ekki áhyggjur," sagði Vera. „Ég trúi á Drottin Guð minn.“ „Já, vitanlega. Það er eins og það á að vera." í lok júní var læknirinn búinn að koma sér niður á blöndu af hydrodiural og öðru lyfi sem hét aldo- met - þykkar, gular, dýrar pillur, andstyggilegar. Þegar hún hóf inntöku þessara tveggja lyfja sam- an var eins og hún þyrfti að kasta af sér þvagi á fimmtán mínútna fresti. Hún fékk höfuðverk. Læknirinn sagði blóðþrýstinginn vera kominn í eðlilegt horf aftur en hún trúði honum ekki. Hvaða gagn gerðu læknar eiginlega? Lítið bara á hvað þeir voru að gera við Johnny hennar, þegar þrjár aðgerðir, hann var eins og skrímsli með sauma um alla handleggi og fætur og háls og samt gat hann ekki gengið nema með göngugrind. Hvers vegna leið henni alltaf svona illa ef blóðþrýstingur- inn hafði lækkað? „Þú verður að gefa líkama þínum nægan tíma til að venjast lyfjunum,1' sagði Johnny. Það var fyrsti laugardagur í júlí og foreldrar hans voru í helgarheimsókn. Johnny var fölur og tekinn. „Treystu á Guð, Johnny," sagði Vera. „Treystu á Guð og hann gerir þig heilbrigðan." „Vera..." byrjaði Herb. „Segir ekki Biblían, biðjið og yður mun veitast? Ég þarf ekki að taka þetta vonda meðal og dreng- urinn minn þarf ekki að láta þessa lækna halda áfram að pynta sig. Það er rangt, það gagnar ekk- ert ng það er syndsamlegt!" Johnny var orðið illt í maganum. Hann var dauðþreyttur og skyndilega ofsareiður við móður sína. „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir," sagði hann. „Þú vilt alls ekki kristna Guðinn, mamma. Þú vilt anda sem kemur úrflösku og veitir þér þrjár óskir." „Johnny!" 38 VIKAN 12. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.