Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 68

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 68
LINEY LAXDAL ÞYDDI HVER A DUKKUNA? Ashley er fimm ára og Christina vinkona henn- ar þriggja ára. Báöar sögðust eiga þessa sérstöku dúkku. Deilur og slagsmál að viðbættu dómsmáli þurfti til að leysa deiluna. Ég þurfti vit Salómons til að leysa þetta mál, segir dómar- inn, John Brown frá Nashville í Bandaríkjunum. Og hann bæt- ir því við að „dúkkumálið" hafi verið einstaklega erfitt mál að dæma í. Þetta byrjaði allt þegar Sheila Long keypti talandi dúkku til að gefa dóttur sinni í jólagjöf. Hún sýndi Mörthu McCandless, nágrannakonu sinni, dúkkuna. Martha bjó í næsta húsi með barnabarni sínu, Christinu. Ég féll gjör- samlega fyrir þessari dúkku, segir Martha, og vissi að ég yrði að gefa Christinu aðra eins. Það gerði hún líka. Þá vildi svo til að Ashley týndi sinni dúkku á leikvellinum og Christinu var gefið að sök að hafa stolið dúkkunni sem hún var með. Sheila fór í fylgd mágkonu sinnar til Mörthu og krafðist dúkkunnar en Martha neitaði því staðfastlega og sagði sem satt var að hún hefði keypt þessa dúkku handa Christinu. Við þessi orð reiddist mág- kona Sheilu svo að hún sló Mörthu bylmingshögg á vangann. Martha svaraði ( sömu mynt. Síðan kallaði hún á lögreglu og lét handtaka þær fyrir líkamsmeiðingar. Það hindraði ekki að Sheila höfð- aði mál á hendur henni og Christinu fyrir dúkkuþjófnað. Nokkrum dögum síöar stóðu svo tvær smástelpur í réttarsal í Nashville og töluðu við John Brown dómara. Þær höfðu meðferðis sína kvittunina hvor fyrir dúkkukaupum. Dómarinn bað um að fá að sjá sönn- unargögnin, dúkkuna hennar Christinu og föt af dúkkunni hennar Ashley. Þá komst allt upp. Dúkkufötin hennar Ash- ley pössuðu ekki á dúkkuna sem Christina var með. Því gat Ashley ekki átt hana. Martha og Christina unnu því málið með glans. Þar með var dúkkustríðinu lokið án mikilla sárinda milli telpnanna tveggja. Þær leika sér ennþá saman en ekki er hægt að segja það sama um þær fullorðnu. Góðhjörtuð nágrannakona gaf Ashley aðra eins dúkku því hún gerði fastlega ráð fyrir að mamma hennar hefði ekki efni á því. Það kostar nefnilega sitt að höfða mál í Bandaríkjunum og setja allt dómskerfið af stað út af einni dúkku sem kostaði 1100 krónur! Já, það er margt skrýtið sem gerist í Bandaríkj- unum! . □ ► Martha McCandless og þriggja ára gamalt barna- barn hennar, Christine Lynn, unnu dúkkumálið með glans. ◄ Þær Sheila Long og Ashley dóttir hennar urðu að sætta sig við að dúkkan væri sannan- lega ekki þeirra eign. 66 VIKAN 12.TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.