Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 7

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 7
TÍNIR NALLA6RÖS OG DREYMIR LEIKRIT Þórunn Sigurðardóttlr við Kyrrahafsströnd: „Fór í ferðaiag með allar persónurnar i nýja leikritinu mínu.“ Eftir að hafa setið hjá viðmælanda Vikunnar nokkra stund kom í hug- ann af gefnu tiiefni bæn nokkur sem indíánar Norður-Ameríku hafa öldum saman notað sjálfum sér til andlegrar uppbyggingar, nokkuð sem svo sannarlega er áhugavert að ígrunda að hefur leynst með þessum hrjáða kynstofni lengur en menn muna. Það vill þannig til að viðmælandi okkar, Þórunn Sigurðardóttir, rithöfundur og leik- stjóri, sem er kona víðförul, hefur af eigin raun kynnst og hrifist af menningu þess merka samfélags sem hýsir indíána. Auk þess er hún sjálf með afbrigðum náttúru- kær persóna. Listakonan leitar öðru fremur upplyfting- ar og andlegrar orku i gróðrarmátt ís- lenskrar náttúru; meira að segja á hún það til að velja sér kinnalit úr jarðveginum sjálfum, þar sem hann hýsir mold sem er Ijóssanseruð. Af þessum og öðrum ástæð- um opnum við þetta viðtal á þessari sér- stöku en öldnu hugarsmíð. Ó, mikli andi, hvers rödd ég heyri í vindinum - heyr mig! Sem eitt þinna mörgu barna kem ég til þín. Ég er smár og veikburða, ég þarfnast afls þíns og visku. Megi ég ganga í fegurð, lát augu mín æ fá geymd hin rauðu og purpuralitu sólsetur. Láttu hendur mínar virða þau verk, sem þú hefur skapað, og eyru mín hlusta eftir þinni rödd. Gerðu mig vitran, svo ég fái skynjað þau fræði, sem þú hefur fólgið í hverjum þumlungi jarðarinnar. Gerðu mig sterkan, ekki til þess að miklast yfir bræðrum mínum, heldur til þess að verða megnugur að berjast við óvin minn, sjálfan mig. Gerðu mig hæfan til þess að ganga fram fyrir þig með opnum huga þannig að þegar lífið þverr líkt og dagssól dvín komi andi minn til þín laus við skömm. Ekki er óeðlilegt að álykta, eftir að hafa kynnst lítillega lífsviðhorfum Þórunnar, að í þessari auðmjúku bæn geti á einhvern hátt leynst partur af mögulegum lífsvilja þessarar fjölgáfuðu listakonu, sem meira að segja klæðist jarðlitum sjálf með gler- augu í stíl, þar sem hún tekur á móti okkur á afar hlýlegu og smekklegu heimili sínu í vesturbæ Reykjavíkur seinnipart dags. Þórunn er lágvaxin, fíngerð kona með kvik- ar hreyfingar og sterka en afar Ijúfa útgeisl- un. í þessari persónu búa margar og óvenju ríkulegar andstæður margs konar eðlisþátta sem fengið hafa líf á undanförn- um árum í merkilegum ritstörfum hennar tengdum leikhúsi, ásamt leikstjórn ýmiss konar. Þórunni er fátt óviðkomandi og þess vegna teygja áhugasvið hennar sig víða. Henni eru hugleikin, auk leikhúsmáia, með- al annars ferðamál, menningarmál, mann- ieg samskipti, matargerð og biómarækt. Vangaveltur um lífið og tilveruna í sem mestum fjölbreytileika fá óhemju pláss í huga hennar. Oræðu þættir lífsins heilla hana mjög, auk þess sem vinir og fjöl- skylda skipa veglegan sess í vitund húmor- istans og kattavinarins Þórunnar Sigurðar- dóttur. Það verður að segjast eins og er að gesti var ekki lítið brugðið þegar inn í stofu á heimili Þórunnar var komið og hann upp- götvaði að heimilisfastir reyndust tveir stórir svartir kettir sem gerðu sig fremur heimakomna. Þegar húsráðandi skynjaði hættuástand það sem blasti við vegna ótta viðkomandi við tiltekna dýrategund fannst honum hyggilegt að vista þessa sakiausu málleysingja fyrir utan stofugluggann með- an á viðtali stæði. Þar teygðu þeir sig upp í gluggann af og til meðan á samræðum okk- ar stóð, kíktu ábúðarmikiir inn og mjálm- uðu ámátlega í kapp við kaffidrykkju, vín- berjaát og einlægar samræður okkar sem inni í hlýjunni sátum. Forvitnilegt er að fiska eftir því sem drifið hefur á daga Þórunnar síðustu vikurnar og mánuðina. „Ég setti upp leikritið Kysstu mig Kata á umliðn- um vetri á Akureyri. Verkið er gamall söngleikur og á margan hátt sérstakt. Ég hef þó nokkrum sinnum verið leikhústengd þessum gamla menn- ingarbæ. Söngleikurinn var frumsýndur f mars. Verk þetta er mjög stórt viðfangs og mannfrekt fyrir lítið leikhús og mikill vandi var að finna rétt fólk til starfa, sérstaklega í stærri hlutverkin. Ég var því afar glöð þegar Ragnhildur Gísla- dóttir, sem ég hafði reyndar haft augastað á, lét tilleiðast að taka að sér eitt aðalhlutverkanna. Vegna þess hve mikill söngur tengist þessu hlut- verki og sérstakur, eiginlega djasstengdur, var Ragnhildur ákaflega ákjósanleg í hlutverkið. 12. TBL. 1991 VIKAN 7 TEXTI: JÓNA RÚNA KVARAN / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON O.FL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.