Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 23

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 23
um sambandinu fyrir skömmu. Þaö er svo erfitt aö standa í slíku þegar fóik er hvort í sínu landinu. Viö þroskuðumst smám saman hvort frá ööru. Auðvitað veröur maöur aö passa sig að verða ekki ofur- ástfanginn ef maöur hefur í hyggju aö vera á einhverju flakki í framtíðinni og taka þeim tilboöum sem freista manns. Ég veit ekki ennþá nægilega vel hvað ég vil og því ætla ég ekki að binda mig í bili, eöa þannig." Eva varð al- varleg eitt augnablik. „Maöur veröur aö passa sig á þessu, þetta er sko ekkert sniöugt." Á MEÐALPÖNKARA - Ertu meö sæmileg kjör hjá Neue Flora-leikhúsinu? „Já, þaö finnst mér. Ég er meö alveg prýðileg laun og síöan útveguðu þeir mér íbúö sem þeir borga leiguna af. Hún er í lítilli blokk og er tveggja herbergja. Viö erum fimm úr leikhúsinu sem búum í sama stigaganginum. Viö erum ekki nema tíu mínútur að ganga í vinnuna. Umhverfið þar sem ég bý er að vísu ekkert aðlaðandi. Maöur rekst oft á pönkara sem reyna aö sníkja af manni pen- ing og sígarettur í hvert sinn sem maður gengur hjá. Margir þeirra eru meö stóra hunda - og þaö er hundaskítur út um allt! Mér finnst þetta heldur ógeðslegt. En hvaö um þaö, ég er mjög ánægö meö íbúö- ina og vil alls ekki flytja eitt- hvaö annað. Ég umgengst mikiö vinnu- félagana sem búa í stiga- ganginum hjá mér. [ raun eru kunningjar mínir allir innan leikhúshópsins og flestir þeirra eru útlendingar. Okkur hefur alltaf komið mjög vel saman og viö höfum ánægju af því aö vera í félagsskap hvers ann- ars utan sýninganna. Aö vísu finnst mér líka oft gott aö geta verið ein út af fyrir mig. Ég hef kynnst fáum Þjóðverjum og í raun þykja mér þeir viö fyrstu kynni vera voðalega stífir og erfiðir.“ - Hvernig verðu frítíman- um? „Ég hef í rauninni ekki svo mikið fyrir stafni. Ég syndi þó oft mér til heilsubótar. Á mánu- dögum, sem eru einu frídag- arnir í vikunni, förum við gjarn- an nokkur saman út að borða og í bíó. Mér finnst gott aö sofa til hádegis. Stundum dríf ég mig í bæinn í nokkra tíma Húfan er nauðsynleg þegar skammur tími líður á milli sýninga eins og á sunnudög- um. en ég þarf að vera mætt í leikhúsiö klukkan fimm. Þá tekur viö ballettæfing til hálfsjö en sýningin hefst síðan klukk- an átta. Stundum förum viö út aö skemmta okkur eftir sýn- ingar um helgar. Við erum allt- af langhressust á sunnudags- kvöldum þegar frídagurinn er fram undan og helgin er búin.“ ER STUNDUM KÖLLUÐ RUSLATUNNA - Er þetta ekki óttalegt mein- lætalíf sem fylgir þvl aö vera dansari? Þarftu ekki aö neita þér um ýmsar lystisemdir, passa upp á mataræðið og svo framvegis? „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er í sjálfu sér ekki mikil kjötæta og finnst oftast best aö boröa grænmeti og ávexti sem allra mest. Sætindi má ég boröa svo fremi aö ég boröi ekki of mikið af þeim. Annars hef ég mikla matarlyst og brenni miklu. Satt aö segja kalla kunningjarnir mig stundum ruslatunnuna í gríni því ég á til aö hjálpa þeim aö klára af diskunum þegar þeir eru orön- irsaddir." Og nú skellihló Eva. - Hvernig er sumarfríinu þínu háttað? Ertu kannski á leið til Islands? „Við fáum fjögurra vikna frí og við ráðum hvernig við ráö- stöfum því, hvort viö tökum það allt í einu eöa viku og viku I senn. Mér finnst skynsam- legra aö taka viku til tíu daga í einu. Þessi vinna er mjög bind- andi og því verður maöur svo- lítið innilokaður ef allt fríið er tekiö út á einu bretti. Ég er til dæmis aö fara til Svíþjóöar síðast í júní og ég hlakka ofsalega til. Það er alltaf jafn- skemmtilegt að komast frá en það er jafngott aö koma aftur, finnst mér. Ég vildi gjarnan komast oftar í heimsókn til for- eldra minna á íslandi en það er bara svo dýrt að fljúga. Móöir mín var hérna hjá mér fyrir nokkru og sá sýninguna. Mér fannst gaman aö fá hana og ég held að hún hafi skemmt sér Ijómandi vel. Faöir minn ætlar aö kíkja á mig í sumar." - Helduröu aö íslendingar hafi gaman af þessari sýningu þó þeir skilji ekki allt sem sagt er á sviðinu? „Þaö held ég því þetta er þvílík upplifun - þetta stóra og mikla hús, þessi frábæra tónlist, hljómburöurinn, söng- urinn og svo framvegis. Ég held aö það sé engin spurning." Og þar með var gríska sal- atiö búiö, tæpur klukkutími í sýningu og Evu ekki til setunn- ar boöiö. Viö gengum saman áleiðis til leikhússins og hún hvarf inn bakdyramegin um ieið og hún veifaði í kveöju- skyni. □ 12. TBL. 1991 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.