Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 41

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 41
hvern lækni. Sú þriðja virtist vera að tala við hár- greiðslukonuna sína. „Afsakið, ég verð að fá að hringja," sagði Johnny. Hjúkrunarkonan lagði höndina yfir símanum. „Það er sjálfsali frammi á ga ... “ „Takk,“ sagði Johnny og tók af henni símann. Hann hringdi í 0 og fékk talsón. „Hvað er að símanum?" „Heyrðu!" hrópaði hjúkrunarkonan sem hafði verið að tala við hárgreiðslukonuna sína. „Hvern andskotann heidurðu að þú sért að gera? Fáðu mér símann!“ Johnny mundi að hann var á sjúkrahúsi með eigin símstöð og hringdi í 9 til að fá línu út. Svo hringdi hann aftur í 0. Hjúkrunarkonan þreif í símann, kinnarnar á henni logandi af reiði. Johnny ýtti henni frá sér. „Hvað er eiginlega að þessum rugludalli, Eiieen?" spurði hún hörkulega. Hinar hjúkrunarkonurnar tvær höfðu sett frá sér kaffibollana og störðu opin- mynntar á Johnny. Eileen yppti öxlum. „Ég veit það ekki, hann bara..." „Ég þarf að tilkynna eldsvoða í gamla bænurn," sagði Johnny í símann. „Hvaða númer á ég að hringja í?“ „Hvaða hús er að brenna?“ sagði ein hjúkrun- arkvennanna. „Hann segir að það sé húsið mitt,“ sagöi Eileen óstyrk. Sú sem hafði verið að tala í símann leit aftur á Johnny. „Guð, það er þess/,“sagði hún. Johnny var búinn að fá samband við slökkvi- stöðina í gamla bænum. „Ég heiti John Smith og þarf að tilkynna eldsvoða. Hann er að ... “ Hann leit á Eileen. „Hvar býrðu?“ Andartak hélt Johnny að hún ætlaði ekki að segja honum það. Það kom ekki orð upp úr henni. Hjúkrunarkonurnar tvær voru búnar að leggja kaffibollunum, komnar út í horn herbergisins og hvísluðust þar stóreygðar á. „Viltu að kettirnir þínir stikni?" spurði Johnny. „Miðstræti 624,“ sagði Eileen treglega. „Þú ert búinn að missa glóruna, Johnny." Johnny endurtók heimilisfangið í símann. „Bruninn er í eldhúsinu." „Og hvað heitir þú?“ „John Smith. Ég hringi frá sjúkrahúsi Austur- Maine í Bangor." „Má ég spyrja hvernig þú fékkst þessar upplýs- ingar?“ „Við myndum vera í símanum það sem eftir er dagsins. Þessar upplýsingar eru réttar. Farið nú og slökkvið eldinn." Hann skellti símanum á. ....og hann sagði að móðir Sams Weizak væri ennþá..." Hún þagnaði og leit á Johnny. Andartak fann hann augnaráð þeirra allra á sér - eins og örsmá, heit lóð. Hann vissi hvað kæmi út úr þessu og leið illa við tilhugsunina. „Áttu vinafólk í næsta húsi, Eileen,“ spurði hann. „Já ... Burt og Janice eru við hliðina ... “ „Er annað hvort þeirra heima?" „Janice er áreiðanlega heima, já.“ „Hvers vegna hringirðu ekki í hana?“ Eileen kinkaði kolli, skildi skyndilega hvað hann var að fara. Hún tók símann og valdi númer. Hjúkrunarkonurnar stóðu hjá og fylgdust eftir- væntingarfullar með eins og þær hefðu af slysni stigið inn í spennandi sjónvarpsþátt. „Halló, Jan? Þetta er Eileen. Ertu í eldhúsinu? Viltu líta út um gluggann og segja mér hvort allt virðist með felldu hjá mér? Vinur minn segir... Ég segi þér það þegar þú ert búin að gá að því?“ Eileen roðnaði. „Já, ég bíð.“ Hún leit á Johnny og endurtók: „Þú ert búinn að missa glóruna, Johnny.“ Biðin virtist óendanleg. Svo fór Eileen að hlusta aftur. Hún hlustaði lengi og sagði svo með undar- iega bældri rödd, alls ólíkri sinni venjulegu rödd: „Nei, það er allt í lagi, Jan. Það er búið að hringja. Nei. .. ég get ekki útskýrt það núna en ég segi þér það seinna." Hún leit á Johnny. „Já, furðulegt að ég skyldi vita það ... en ég get útskýrt það. Að minnsta kosti held ég mig geta það. Bless." Hún lagði símann á. Þau horfðu öll á hana, hjúkrunarkonurnar af forvitni, Johnny aðeins af fullvissu. „Jan segir að það gjósi reykur út um eldhús- gluggann rninn," sagði Eileen og allar hjúkrunar- konurnar þrjár stundu í kór. Augu þeirra, galopin og eins og ásakandi, beindust aftur að Johnny. Augu kviðdóms, hugsaði hann niðurdreginn. „Ég ætti að fara heim,“ sagði Eileen. Ákveðni, jákvæði sjúkraþjálfarinn var á bak og burt og í staðinn komin lítil kona með áhyggjur af köttunum sínum, heimilinu og hlutunum. „Ég... ég veit ekki hvernig ég á að þakka þér, Johnny ... fyrir- gefðu að ég skyldi ekki trúa þér en ... “ Hún fór að gráta. Ein hjúkrunarkvennanna færði sig til hennar en Johnny varð á undan. Hann lagði handlegginn utan um hana og leiddi hana fram á ganginn. „Þú getur þetta þá,“ hvíslaði Eileen. „Það sem sagt var... “ „Ég er viss um að þetta verður allt í lagi,“ sagði Johnny. „Það verða minni háttar reyk- og vatns- skemmdir en ekkert annað. Kvikmyndaplakatið úr Butch Cassidy and the Sundance Kid, þú tapar því líklega en það er allt og sumt.“ „Já, allt í lagi. Þakka þér fyrir, Johnny. Guð blessi þig.“ Hún kyssti hann á kinnina og skokkaði af stað fram ganginn. Hún leit einu sinni við og svipurinn var eins og hún hefði séð vofu. STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl y Þú átt tvær góðar vikur fram undan en búðu þig samt undir meiri alvöru í lífinu seinna. Andagiftin blómstrar, svo langt sem það nær, og þú ættir að hagnýta þér það. Annað fólk skiptir þig ekkert sérstöku máli eins og er. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Ef þú getur tekið sumarfrí núna færöu ekki betri tíma. Verði því ekki við komið skaltu samt njóta lífsins því það brosir við þér og þú getur ýtt ábyrgðarmálunum til hliðar. Leggðu góðar hugdettur á minnið fyrir seinni tíma. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Aðlagaðu þig rólegheitum fyrstu daga júlímánaðar. Nýjar hugmyndir gætu virkað örvandi en þú kemur þeim ekki í fram- kvæmd að svo stöddu. Þessi tímabundna andlega lægð á þó, sem betur fer, ekki viö um alla í tvíburamerkinu. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Fjármálin eru á fleygiferð og krefjast þess aö þú notir pen- ingana skynsamlega. Nú er ekki rétti tfminn til að eyða í munað, þótt það sé freistandi. Vertu samt opin(n) fyrir öllum góðum áhrifum því að sumarið fer vel í þig. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Þú hefur nóg að gera í byrjun júlí og færö betri og betrí hugmyndir. Samviskusemi er svo sem ágæt en þó er ekki rétti tím- inn til stórframkvæmda í bili. Ein- hver óvissa liggur í loftinu en mál- in breytast meö nýju tungli um 11. júlí. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þú heldur sjálfsathugun- um þínum áfram og verður margs vfsari. Næstu tvær vikur verða fremur stöðugar svo að þú færð mest út úr því að láta lífið ganga sinn vanagang. Kvíddu þó engu þvf að seinna áttu orkumeiri tíma í vændum. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Fjöldi skemmtilegra at- vika verður á vegi þínum og sennilega kynnistu hrífandi persónum enda virkarðu þannig á fólk um þessar mundir að það sækist eftir félagsskap þínum. Þú ert í góðu jafnvægi og kannt að meta það. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Atvinnumálin krefjast mikils af þér næstu daga. Reyndu samt að fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þig. Ýmis- legt er að brjótast um í höfðinu á þér en þú átt betri tíma í vændum eftir 10. júlí. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Hröð atburðarás júní- mánaðar heldur áfram til 10. júlí. Auðvitað getur brugðið til beggja vona með það sem þú tekur þér fyrir hendur en flest heppnast vel og verður skemmtilegt í endur- minningunni. Það er engin logn- molla í kringum þig. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Þrautseigja er lykilorðið um þessar mundir. Veldu þér til dæmis félagsskap af kostgæfni. Með réttu kunningjavali gætirðu náð settu marki á stuttum tíma. Það er í mörg horn að líta svo að líklega er þetta ekki heppilegur tími til ferðalaga. VATNSBERINN 20. janúar - 18. febrúar Tilfinningarótið, sem ein- kenndi júní, jafnast smám saman niður og þú getur látið hugann reika. Með þeirri víðsýni sem þú ert að öðlast geturðu látið hag þinn vænkast. Næstu dagar verða með besta móti og því er um að gera aö njóta þeirra. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Þótt atburðarásin hægi á sér er andlegt ástand þitt svo gott að þú tekur varla eftir breytingun- um. Láttu það ekkert á þig fá þótt störf þín virðist vanmetin. Róm- antíkin liggur í loftinu og bætir ástandið. Hafðu þó hugfast aö kapp er best með forsjá. 12. TBL. 1991 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.