Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 42

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 42
Hjúkrunarkonurnar stóðu í röð upp við vegginn og störðu á hann. Þær minntu hann allt í einu á krákur á símalínu, krákur sem störðu niður á eitthvað bjart og skínandi, eitthvað til að gogga í og naga sundur. „Farið að svara sjúklingunum ykkar," sagði hann reiðilega og þeim brá þegar þær heyrðu raddblæinn. Hann fór að haltra í átt að lyftunni svo þær gætu komið kjaftasögunni af stað. Hann var þreyttur. Honum var illt í fótunum. Það var eins og væru glerbrot í mjaðmaliðunum. Hann langaði uþþ í rúm. 11. KAFLI « | * „Hvað ætlarðu að gera?“ spurði Sam Weizak. „Guð, það veit ég ekki,“ sagði Johnny. „Hvað sagðirðu að væru margir þarna niðri?“ „Um það bil átta. Einn þeirra er frá Associated Press. Og það er fólk frá tveimur sjónvarpsstöðv- um með myndavélar og Ijós. Framkvæmdastjóri spítalans er þér reiður, Johnny. Honum finnst þú hafa verið óþekkur." „Vegna þess að það var að kvikna í húsi?“ spurði Johnny. „Þetta hlýtur að hafa verið ansi slakur fréttadagur." „Hann var það reyndar ekki. Ford beitti neitun- arvaldi á tvær tillögur. PLO sprengdi upp veitinga- hús í Tel Aviv. Og lögregluhundur þefaði uppi tvö hundruð kíló af maríjúana á flugvellinum." „Hvað eru þeir þá að gera hér?“ spurði Johnny. Þegar Sam kom inn með þær fréttir að fréttafólk væri að safnast saman í anddyrinu hafði hans fyrsta hugsun verið hvað móðir hans segði um þetta. Hún var í Pownal með föður hans, að búa sig undir pílagrímsferðina til Kaliforníu, sem átti að hefjast í næstu viku. Hvorki Johnny né föður hans fannst góð hugmynd hjá henni að fara í þessa ferð og fréttin um að sonur hennar væri orðinn skyggn gæti orðið til þess að hún hætti við. í þessu tilfelli óttaðist Johnny þó að það gæti verið verri kosturinn. Á hinn bóginn - þessi hugsun blómstraði skyndilega í huga hans af fullum krafti innblást- ursins - gæti það sannfært hana um að hún ætti að hefja lyfjatökuna aftur. „Þeir eru hér vegna þess að það sem gerðist er frétt,“ sagði Sam. „Þetta hefur alla burði sígildrar fréttar." „Ég gerði ekkert. Ég bara ... “ „Þú sagðir bara Eileen Magown að kviknað væri í húsi hennar og það reyndist rétt,“ sagði Sam mjúklega. „Svona nú, Johnny, þú hlýtur að hafa vitað að þetta myndi gerast fyrr eða síðar.“ „Ég sækist ekki eftir umfjöllun," sagði Johnny ákveðinn. „Nei. Ég var ekki að ýja að því. Jarðskjálfti sæk- ist ekki eftir umfjöllun en samt er skrifað um hann. Fólk vill vita svona." „Hvað ef ég neita einfaldlega að tala við þá?“ „Það er ekki góður kostur,“ svaraði Sam. „Þá fara þeir og birta fáránlegar sögusagnir. Svo kasta þeir sér yfir þig þegar þú ferð af sjúkrahús- inu. Þeir ota hljóðnemum upp í andlitið á þér eins og þú værir þingmaður eða mafíuforingi." Johnny íhugaði málið. „Er Bright þarna niðri?" „Já.“ „En ef ég bið hann að koma upp? Hann gæti fengið söguna og sagt hinum hana.“ „Þú gætir gert það en hinir yrðu afar óánægðir. Og óánægður blaðamaður yrði óvinur þinn. Nixon gerði þá óánægða og þeir tættu hann í sig.“ „Ég er ekki Nixon," sagði Johnny. Weizak brosti geislandi. „Guði sé lof,“ sagði hann. „Hvað leggur þú til?“ spurði Johnny. . 2 * Blaðamennirnir stóðu upp og tróðust nær þegar Johnny kom inn í vesturanddyrið. Hann var í hvítri skyrtu, opinni í hálsinn og gallabuxurnar voru of stórar á hann. Hann var fölur en rólegur. Örin eftir sinaaðgeröirnar voru greinileg á hálsinum. Flass- Ijósin blossuðu upp svo hann kipptist við af sárs- auka. „Hægan! Hægan!" hrópaði Sam Weizak. „Þetta er sjúklingur í afturbata. Hann óskar eftir að gefa stutta yfirlýsingu og ætlar að svara nokkr- um spurningum ykkar - en aðeins ef þið hagið ykkur sómasamlega. Færið ykkur nú aftar og leyf- ið honum að anda!“ Kveikt var á tveimur skærum sjónvarpsljós- kösturum svo anddyrið baðaðist ójarðnesku Ijósi. Læknar og hjúkrunarkonur söfnuðust saman í dyragættinni til að fylgjast með. Ljósin skáru Johnny í augun og hann sneri sér undan. Honum leið eins og þetta gæti allt verið draumur. „Hver ert þú?“ hrópaði einn blaðamannanna að Weizak. „Ég er Samuel Weizak, læknir þessa unga manns og nafnið mitt er stafað með tveimur X- um.“ Það braust út almennur hlátur og andrúmsloftið varð ofurlítið léttara. „Hver er yfirlýsing þín?“ kallaði einn blaða- mannanna. „Hún er svona,“ sagði Johnny. „Sjúkraþjálfar- inn minn heitir Eileen Magown. Ég kann vel við hana og hún hefur verið að hjálpa mér að vinna upp styrk. Ég lenti í slysi og ... “ Ein sjónvarps- myndavélin kom nær og honum fipaðist andartak. ....og ég var orðinn mjög veikburða. Það var eins og vöðvarnir hefðu fallið saman. Við vorum að Ijúka við tímann í morgun þegar ég fékk á til- finninguna að kviknað væri í húsinu hennar. Það er að segja, svo ég sé nú nákvæmari..." Jesús, þú hljómar eins og fáviti! „Ég fann að hún hafði gleymt að slökkva á gasinu og að það var að kvikna í eldhúsgardínunum. Svo við fórum bara og hringdum á slökkviliðið og það var allt og sumt.“ Það varð andartaks hlé meðan þau meltu þetta - Ég fann þaö á mér og það var allt og sumt - og svo kom spurningaflóð, allt blandaðist saman í merkingarlausan klið. Johnny leit bjargarlaus í kringum sig, fannst hann ringlaður og berskjald- aður. „Einn í einu!“ hrópaði Weizak. „Réttið upp hönd! Voruð þið aldrei í skóla?“ Hendur fóru á loft og Johnny benti á David Bright. „Viltu kalla þetta dulræna reynslu, Johnny?“ „Ég vil kalla þetta tilfinningu," svaraði Johnny, „Þegar ég lauk við magaæfingarnar tók Eileen í hönd mína til að hjálpa mér upp og þá vissi ég þetta bara.“ Hann benti á einhvern annan. „Mel Allen frá Sunnudagsþóstinum í Portland. Var þetta eins og mynd? Sástu fyrir þér mynd?“ „Nei, alls ekki,“ sagði Johnny en gat í raun og veru ekki munað hvernig það hafði verið. „Hefur þetta hent þig áður, Johnny?" spurði ung kona í buxnadragt. „Já, nokkrum sinnum." „Gætirðu sagt okkur frá hinum atvikunum?" „Nei, það vil ég helst ekki.“ Einn sjónvarpsfréttamannanna rétti upp hönd- ina og Johnny kinkaði kolli til hans. „Fékkstu þessi hugboð fyrir slysið og dauðadáið sem á eftir fylgdi?" Johnny hikaði. Herbergið virtist grafkyrrt. Sjónvarpsljósin voru heit á andliti hans, heit eins og hitabeltissól. „Nei,“ sagði hann. Annað spurningaflóð. Johnny leit ráðþrota á Weizak aftur. „Hættið! Hættið!” beljaði hann. Hann leit á Johnny þegar dynurinn dvínaði. „Er þessu lokið, Johnny?" „Ég skal svara tveimur spurningum í viðbót," sagði Johnny. „Svo ... þetta hefur verið langur dagur hjá mér... Já, frú?“ Hann benti á holduga konu sem hafði troðið sér á milli tveggja ungra blaðamanna. „Hvern útnefnir Demókrataflokkurinn til forseta næsta ár?“ sagði hún glymjandi röddu. „Það get ég ekki sagt þér,“ sagði Johnny, ein- læglega undrandi á spurningunni. „Hvernig ætti ég að geta sagt þér það?“ Fleiri hendur fóru á loft. Johnny gaf hávöxnum, alvörugefnum manni í dökkum jakkafötum merki. Hann steig eitt skref áfram. Það var eitthvað yfir- máta settlegt við hann. „Ég er Roger Dussault frá Sólinni í Lewiston og mig langar til að vita hvort þú hafir nokkra hug- mynd um hvers vegna þú ættir að hafa jafn- óvenjulegan hæfiieika og þennan ... það er að segja ef þú hefur hann. Hvers vegna þú?“ Johnny ræskti sig. „Eins og ég skil spurningu þína... ertu að biðja mig að réttlæta eitthvað sem ég skil ekki. Það get ég ekki gert.“ „Ekki réttlæta. Aðeins útskýra." Hann heldur að ég sé að blekkja þau. Eða að reyna það. Weizak stillti sér upp við hliðina á Johnny. „Ætli ég megi svara þessu,“ sagði hann. „Eða reyna að 42 VIKAN 12. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.