Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 32
ÞÓRDÍS BACHMANN SKRIFAR UM OFBELDI í KVIKMYNDUM
ENGIN TAKMÖRK,
ENGIN LÖG
Hetjan fámála með sinn tryggasta förunaut - hríðskotabyssuna.
Að lifa utan við lög og rétt
getur verið aðlaðandi og
það ekki aðeins í augum
glæpamannsins. Kvik-
myndaframleiðendur vita
að líf útlaganna freistar
áhorfenda; að þeir vilja
bara ekki borga hinn óhjá-
kvæmilega toll. Bófar hafa
stíl.
Gamaldags mafíumenn eru í
dýrum jakkafötum og skínandi
skóm. Þeir eiga sér líka sitt eigiö
tungumál. Þeir „sjá um rnálið".
Aö verða bófi er leið á toppinn,
leið til að vinna sér inn virðingu.
Bófar bíða ekki í biðröðum, fólk
býður þeim í mat og drykk og ger-
ir þeim greiða bara ef þeir biðja
um hann.
Við síðustu afhendingu óskars-
verðlaunanna var, eins og ævin-
lega áður, mikið búið að spá um í
hvaða hendur stytturnar myndu
falla. Flestir gagnrýnendur höfðu
veðjað á myndina GoodFellas
Svona gerast samningarnir í Eldhúsi helvítis. Atriöi úr í Ijótum leik.
sem örugga um verðlaunin fyrir
bestu myndina en þó lét einn
þeirra hafa eftir sér að „fyrir
nokkrum árum hefði mynd með
svona miklu ofbeldi og sóðaorð-
bragði ekki einu sinni komist á
blað“.
Ofbeldi, já. Hollywood-verk-
smiðjan gengur æ lengra í að
reyna að koma blóðinu til að
frjósa í æðum okkar. í kvik-
myndahúsum Reykjavíkur er um
þessar mundir verið að sýna
nokkur dæmi, svo sem í Ijótum
leik, og Eymd Steþhens King.
Auglýsing I Ijótum leik státar af
því að myndin sýni „fjölskyldu
sem ofbeldið sundrar og blóði
drifna vináttu".
Myndin gerist í Eldhúsi helvítis
í New York og sýnir yngstu og
miskunnarlausustu kynslóð írsku
mafíunnar í Ijótum leik. Sagan er
myrk og ofbeldið er mikið. Frankie
Flannery, leikinn af Ed Harris,
sker æskuvin sinn á háls vegna
þess að sá skuldar honum fé.
Þetta er í uþþhafi myndarinnar og
þið megið geta hvort blóðbaðinu í
myndinni er þar með lokið.
BLÓÐBAÐ OG
BLÓDBÖND
Bæði GoodFellas og Guðföður-
trílógían setja mafíumenn í stað
skrímslanna í hryllingsmyndum
sjötta og sjöunda áratugarins.
Mannskæðasti bófi GoodFell-
as er Tommy DeVito, leikinn af
Joe Pesci. Pesci leikur einnig í
annarri ofbeldismynd, Lethal
Weapon 2. Sjálfujri finnsl
ekki að þesSfvjTetoUlE ’
andfélagslegan
fórnarlamb umhverfis síns,“ segir
Pesci. „Ég lrt=*ekkrájiann sem
slæman mann. JHanirya^JEH
lega dálítið tæpuc,-etí-bahn
mömmu sína. 'begár'han^/jdrap*
einhvern þá vár það einþVer senf
hafði rangt fyrir sér. Hárfn lifði við
það lögmál. Hann var bara með
þennan eina litla kæk - honum
fannst gaman að dreþa fólk.“
í myndinni erTommy eins kon-
ar rússnesk rúlletta í manns-
mynd, það er ómögulegt að sþá
um hvenær hann dreþur næst.
Ofbeldislyst hans er svo öfga-
kennd að hann getur notið elda-
mennsku móður sinnar í róleg-
heitum meðan hrottalega leiknu
Snyrtilega klæddur mafíumaður
„upprisinn" eftir töku á blóðbaði að
hætti Sikileyinga í Guðföðurnum III.
fórnarlambi hans blæðir út í skott-
inu á bílnum hans.
Mynd Davids Lynch, Wild at
Heart, sem vann Gullþálmann á
kvikmyndahátíðinni í Cannes var
í Bandaríkjunum ekki aðeins
sökuð um að hafa valdið von-
brigðum sem kvikmyndaverk,
heldur hreinlega um að vera
glæpur gegn mannkyninu. í
myndinni verðum við vitni að
samblandi öfganna: glitrandi
heimi fulkoaiinnar ástar og fólsku-
likéjöffi varn.arokkur inngöngu
májheim.
“'^hvíta tjaldinu birtist
þft sejjý^Litígsk'un á hversdags-
^^Kgh‘^fl-''hugarsýn Davids
Ipg^p^ir’áéraailið. Hjá honum
ennskan í líki svartálfa
■ oíFldt^a’sg það er eitthvað furð-
anféáa barnalegt og ófullkomið
við’Ý>á‘sýn. Þó Wild at Heart sé
afar kraftmikil og villt mynd, fær
illmennskan ekki að njóta sín til
fulls. Sú leið sem Lynch fer fær
þó alveg nógu mikið á mann. Og
þá ertilganginum náð, eða hvað?
SLÁTRUN FRÁ
UPPHAFI TIL ENDA
Fremstar í flokki ofbeldismynda
hlýtur þó að verða að telja