Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 55

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 55
I t Brosmild hollensk stúlka býður farþega velkomna með túlípana- vöndum. hefði löngum verið talinn einn besti tengiflugvöllur í Evrópu. Víst er að þaðan er greið leið í allar áttir enda nýta margir sér þennan möguleika. Árið 1989 áttu til dæmis um sextán millj- ónir farþega leið um Schiphol- flugvöll. Frægar eru einnig orðnar versianirnar á flugvell- inum og engin ástæða til aö láta sér leiðast á meðan beðið er eftir að leggja í loftið. Forstjórinn benti ennfremur á, í tilefni af smávegis regni sem tók á móti viðstöddum, að í Hollandi væri rigningin ekki lóðrétt heldur lárétt. Það þóttu okkur Frónbúum reyndar ekki merkileg tíðindi. FLOGIÐ DAGLEGA TIL AMSTERDAM? Sigurður Helgason endur- gait gjöf forstjórans með fallegum skúlptúr úr blásnu gleri frá Bergvík. Hann sagði félagið hafa ákveðið að gera Amsterdam að einum af þrem- ur meginviðkomustöðum Flug- leiða f Evrópuflugi. Hann greindi frá því að stefnt væri að því að koma á daglegu flugi milli Keflavíkur og Amster- dam. í sumar verða fimm ferð- ir í viku á flugleiðinni. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund farþegar nýti sér flugleiðina á þessu fyrsta heila ári starf- seminnar eftir að flugréttindin til borgarinnar voru endur- heimt. Sigurður minnti einnig á að Flugleiðir ættu yngsta flug- flotann f Evrópu um þessar mundir. Að lokinni móttökuathöfn- inni á flugvellinum var haldið inn í borgina. Við Dam-torgið, eitt af þremur þekktustu torg- um Amsterdam, stendur glæsihótelið Grand Hotel Krasnapolski. Þangað var för- inni heitið. Morgunverðarsal- urinn á þessu hóteli er kunnur fyrir fegurð og hafa atriði í kvikmyndum verið tekin þar. Salurinn er yfirbyggður með hvolfþaki úr gleri. Einnig er þarna frægur japanskur mat- sölustaður sem vert er að heimsækja. Herbergin á hótel- inu eru stór og vel búin öllum hugsanlegum þægindum. FJÖGURRA KÍLÓMETRA VERSLUNARGATA Við Damtorgið er annar endinn á fjögurra kílómetra langri göngu- og verslunar- götu, Kalverstraat. Þar er auð- veldlega hægt að gleyma stað og stund í fjölmörgum tísku- verslunum, sem og verslunum af öðru tagi. Járnbrautarstöðin er ekki fjarri þessu torgi og Rauða hverfið ekki heldur. Þangað kvað vera mikil lífs- reynsla að koma enda ýmis- legt boðið falt sem við Islend- ingar erum ekki vanir að versla með. Þekkt eru líka torgin Leidse- plein og Rembrandtsplein fyrir fjölda veitinga- og kaffihúsa og kráa. Sjálfsagt er að benda á krá sem heitir Hof van Holland og er vægast sagt óvenjuleg. Þar eru þjónarnir hinir bestu söngvarar og syngja hástöfum í hljóðnema á meðan þeir veita gestum eða skola úr glösum. Þeir eiga það líka til að grípa skeiðar og spila á flöskurnar í hillunum. HÆSTA LISTAVERKIÐ ER EFTIR ÍSLENDING Kvöldverðurinn í Amster- dam verður minnisstæður. Boðið var til hans í fljótandi veitingahúsi, síkjabáti. Þar nutu gestir hins þekkta réttar „rijstaffel" eða hrísgrjónahlað- borðs að indónesískum sið, en indónesískur matur er ein- mitt hornsteinn hollenskrar matargerðarlistar. Meðan set- CELAIMDAIR Forstjórar Schiphol og Flugleiöa við móttökuathöfnina á flugvellin- um, fyrir framan íslenska farkostinn. ið var aö snæðingi var siglt um borgina og kostur gafst að líta falleg hús. Fyrir augu bar til dæmis mjósta húsið í borg- inni, sem er aðeins 1,28 metr- ar á breidd, fjölmargar brýr, húsbátar, skútur og að lokum sýnishorn af frægustu versl- unarvöru Rauða hverfisins. Að kvöldverði loknum þótti tilvalið að heimsækja krá, bragða á þjóðardrykknum, séníver, blanda geði við aðra gesti staðarins og jafnvel að- stoða barþjónana, eins og ein af meðfylgjandi myndum ber með sér. Þeir sem vildu dansa þurftu ekki að leita lengi að diskótek- um eða dansstöðum af öðru tagi. Þeir eru margir og fjöl- breyttir. Að morgni er svo lagt upp i skoðunarferð um borgina. Þar er hægt að fylgjast með skurði og slípun demanta og einnig kaupa þá, smáa sem stóra, ef pyngjan leyfir. Margt er að sjá en skemmti- legt að segja frá hæsa lista- verki Amsterdam. Það er eftir íslenska listamanninn Sigurð Guðmundsson sem búsettur er í borginni. Verkið er unnið úr graníti sem flutt var inn frá Svíþjóð. Sagan segir að Sig- urði hafi ekki líkað liturinn á granítinu og hann hafi ráðið þrjátíu til fjörutíu menn til að skvetta úr skinnsokkum sínum á það þar til það var orðið fallega gult. Hann ku hafa sagt að kostnaðurinn við verkið hefði aðallega verið fólginn í bjór handa aðstoðarmönnun- um til að halda þeim við efnið. Út úr borginni er haldið og ekið framhjá vindmyllum og túlípanaekrum í átt að strönd- inni. Veitingar eru boðnar á nýbyggðu, gullfallegu hóteli við ströndina, Elysée Beach Hotel. Fyrir utan gluggana breiða sandstrendur úr sér eins langt og augað eygir. Á þessu svæði eru frægir sand- hólar þar sem rigningarvatn rennur í gegn og safnast í brunna undir þeim. Þetta vatn er síðan notað til drykkjar. Eftir allt of stutta en skemmtileg^dvöl í Hollandi er aftur sest um borð f Flugleiða- vél sem ber okkur heim í okkar eigin láréttu rigningu. Finnst kannski fleirum en mér að þegar komið er heim í hversdaginn eftir ánægjulega ferð til útlanda sé það eins og að vakna af góðum draumi? 12. TBL. 1991 VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.