Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 10
LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
Ragnhildur átti ömmu sem hét líka Ragnhildur
Gísladóttir og hún var mikil vinkona pabba.
Sjálf tel ég aö öll sterk augnablik skilji eitthvað
eftir sig í umhverfinu og í okkur sjálfum. Ég binst
bæði hlutum, húsum og fólki mjög sterkum
böndum. Þessi bönd skilja mín áhrif væntanlega
eftir hjá viðkomandi persónum eða hlutum á ein-
hvern óskiljanlegan hátt.“
Þegar talið berst að því hvort hún hafi íhugað
hver gæti verið mögulegur lífstilgangur okkar hér
á jörðinni kemur fjarrænt blik í móbrún augun og
hún hallar undir flatt. Um leið og andardrátturinn
þyngist dálítið er eins og henni vaxi ásmegin og
hún segir ótrauð með vissu í svipmiklu andlitinu:
„Mér finnst náttúrlega lífið vera einhvers konar
þróun eða rökrétt framvinda sem felur í sér
mögulegan lærdóm fyrir okkur, þar sem við verð-
um að læra af gerðum okkar hverju sinni og sam-
skiptum okkar hvert við annað eftir atvikum. Auð-
vitað er í öllu fólki þrá eftir heilladrjúgu lífi fyrir
það sjáflt persónulega, þess nánustu og ekki síð-
ur fyrir mannkynið yfirleitt.
Eins og lífið blasir við mér eru sífelld átök góðs
og ills í aðstæðum okkar og athöfnum. Þetta er
mjög erfitt fyrir okkur flest og á stundum ákaflega
erfitt að verjast þeim öflum sem í eðli sínu eru
neikvæð. Ég trúi því að við eigum öll að stuðla að
því bæði persónulega og ekki síst í okkar
störfum, hver svo sem þau eru, að reyna að
vinna fyrir það sem okkur finnst vera í eðli sínu
jákvætt. Manneskjan er þannig að það er bara
annar partur hjartans sem hefur hreint blóð og
það er bara dæla á milli. Af þessum ástæðum
er mikilvægt að passa sig á því að fyllast ekki af
óhreinu blóði.
Samfélagið er svo gegnsýrt af neikvæðum
öflum, að mér finnst að við þurfum öll að vera á
varðbergi og vinna gegn þeim þannig að þau fái
sem minnst líf í leik og starfi. Að vera að skrifa er í
sjálfu sér fráleitt ef maður hefur ekki í sjálfum sér
þörf eða þrá eftir einhverju sér æðra. Það er
nokkuð sem hver manneskja leitar persónulega
á sinn ófullkómna hátt, hvort sem leitin er tengd
listinni eða öðru. Við finnum okkur fyrr eða síðar
knúin til þessarar leitar, á mismunandi forsendu
þó. Hver með sinn vanmátt og jafnframt óvissu
„Samfélagið er svo gegnsýrt af neikvæðum
öflum, að mér flnnst vlð þurfum öll að vera á
varðbergi og vinna gegn þeim ..
innra með sér er knúinn áfram af lönguninni til að
finna einhvers konar fullkomnun. Það er alveg
víst að án þessarar persónulegu og einlægu leit-
ar gerist ekkert sem líklegt er til að færa okkur
nær því sem er öllum efasemdum æðra. Við leit-
um öll jafnframt að einhvers konar samræmi,
auknum skilningi, ásamt innri friði og dýpt í þess-
um firrta heirni," segir hún.
Hvernig skilgreinir Þórunn sjálfa sig út frá þeim
möguleika að vera heil og trú framkvæmdum sín-
um hverju sinni og ekki síst því lífshlutverki sem
maður hefur kosið sér.
„Það er ákaflega erfitt að skilgreina sjálan sig
nema á mjög takmarkaðan og kannski ófullkom-
inn hátt,“ segir Þórunn. „Sjálf legg ég mikið upp
úr hvers kyns heilindum og trúi því að mikilvægt
sé að þora að upplifa augnablikið. Mér finnst
■ „Samfélagið er svo gegn-
sýrt af neikvæðum öfium, að
mér finnst að við þurfum öll
að vera á varðbergi og vinna
gegn þeim þannig að þau fái
sem minnst líf í leik og
starfi.“
■ „Sá sem ber ábyrgðina
hverju sinni velur fólk til
starfa út frá einhverri sýn
sem hvert verkefni birtir
honum.“
■ „Það er óhætt að segja að
við sköpun af þessu tagi sé
maður vart meðal manna
meðan á fæðingu hugverks-
ins stendur.“
samviska og heilindi vera eitthvað sem gengur
mjög lágu verði í nútímanum.
Ég veit sem leikhúsmanneskja starfandi í leik-
húsi að þar er starfsvettvangur sem krefst þess
bókstaflega að maður sé sannur og heiðarlegur,
auk þess að vera öllum stundum samkvæmur
sjálfum sér og samvisku sinni. Listrænan tilgang
starfsins verður að meðhöndla með trúmennsku,
listrænum skilningi, nærfærni og auðmýkt, ásamt
festu. Þannig vilji til framkvæmda er þungamiðja
starfsins og er öllum sýnilegur ef fólk vill viður-
kenna það.
Sá sem ber ábyrgðina hverju sinni velur fólk til
starfa út frá einhverri sýn sem hvert verkefni birtir
honum. Einhvern veginn er það þannig að maður
finnur á sjálfum sér og þekkingu á verkinu, sem
vinna á, hvaða fólk á erindi til manns og verkefn-
isins hverju sinni. Þessari sýn verður hver lista-
maður að vera trúr og ekki síst sá listamaður
sem er að velja sér samstarfsmenn og veita fólki
verkefni. Þó ég leggi mikið upp úr samskiptum
mínum við vini mína og ættingja myndi ég sem
leikstjóri aldrei í þannig málum láta persónulega
vináttu eða skyldleika stjórna gerðum mínum
hvað varðar hlutverk handa viðkomandi. Sá sem
er hæfastur að manns mati gengur fyrir, annað
væri fráleitt.
Leikhúsfólk er mjög heiðarlegt fólk yfirleitt.
Stefán er nú leikhússtjóri í annað sinn. Var áður
hjá LR. Ég hef aldrei haft eins mikið að gera og
þessi fjögur ár sem liðin eru síðan - hef leikstýrt
átta verkum og skrifaö þrjú. En auðvitað vissi ég
að það myndi gleymast um leið og hann settist í
stól þjóðleikhússtjóra. Við það verðum við að
búa.
Sjálf er ég töluverð einstaklingshyggjumann-
eskja og kannski sem betur fer. Ég finn mig
knúna til að gera alla hluti út frá eigin forsendum.
Mér finnst til dæmis pólitík mjög mikilvæg en get
ekki hugsað mér að falla persónulega inn í þau
ótryggu lögmál sem henni oftast fylgja.
Valdamiðuð barátta er uppbygging sem er
meira og minna náskyld öllum stjórnmálum og á
ekki við mig. Þó ég sé sannarlega oftast í ein-
hverjum tengslum við þessi öfl, þrátt fyrir allt og
mögulega styð ég þau, þá fellur mér ekki pólitíska
fyrirbærið „okkar fólk“. Sjálf vil ég eiga fyrirfram
gefinn aðgang að fólki nákvæmlega á mínum
eigin forsendum, þegar því er að skipta. Fyrir
mér eru allir jafnir og það er afstaða sem mér er
algjörlega eiginleg þrátt fyrir allt.
Með þessu er ég ekkert að draga dul á að ég
er vinstrisinnuð og vil samhjálp í samfélaginu. Ég
styð ekki álvershugmyndina. Mér er hugleikið að
fólk virði og hlúi að móður jörð. Mér finnst náttúr-
an okkur mönnunum svo gjöful og mikilvæg.
Ég tíni fjallagrös ofan í útlendinga og þykir
sumum það fyndið uppátæki en mér er þar full al-
vara. Eins hef ég meira að segja sótt mér úr jarð-
vegi Námaskarðs þennan líka fína kinnalit. Ef við
íhugum moldina, eins og indíánar hafa löngum
gert, er ekki ósennilegt að græða mætti á þessari
fínu Ijósbrúnu indíánamold. Sannleikurinn er sá
að svipuð mold er seld í krukkum um allan heim
fyrir milljónir."
Við víkjum talinu að ritstörfum Þórunnar sem
eru orðin býsna umfangsmikil. Eftir að hafa
stundað blaðamennsku um tíma á árum áður
sneri hún sér að annars konar ritstörfum og þá
aðallega leikritun. Hún hefur meðal annars skrif-
að söguleg verk sem þótt hafa sýna ótrúlega
hæfni hennar til að setja sig í spor þeirra ein-
staklinga sem verkin byggjast á. Þetta eru per-
sónur sem kannski á öldum áður áttu heimkynni
sín á íslenskri grund og gengu sín spor gæfu eða
óhamingju meðal íslenskra alþýðu- eða fyrir-
manna og komust af ýmsum ástæðum á spjöld
sögunnar.
Hún telur að ólík reynsla og áhrif fólks og um-
hverfis hafi mikið gildi fyrir þann sem skrifar um
fólk og tilfinningar þess. Af þeim ástæðum segir
hún nauðsynlegt að uppiifa sem mestan fjöl-
breytileika í mannlegum samskiptum. I verkum
Þórunnar er iðulega verið að takast á við þessi
stóru grundvallaratriði mannlegra samskipta,
eins og ástina og dauðann.
Þórunn er í ákaflega góðum og nánum tengsl-
um við Steinunni Jóhannesdóttur og Hrafnhildi
Hagalín Guðmundsdóttur sem báðar skrifa leikrit
eins og hún. Hún telur þær báðar búa yfir miklum
og sérstökum hæfileikum sem rísa muni hátt í ís-
lenskri leikritagerð þegar til lengri tíma er litið.
„Við vinkonurnar höfum ómældan stuðning
hver af annarri og hvergi hefur borið skugga á
einlæga vináttu þrátt fyrir að við höfum í ritstörf-
um okkar allar róið á áþekk mið. Það er mjög
hvetjandi að geta rætt af skilningi við vini sína um
hugðarefni sín og hugverk eins og við virðumst
geta, ótruflaðar af óheppilegum samanburði eða
innbyrðis ríg. Við einfaldlega fögnum hver ann-
arrar sigrum og hugsanlegum tækifærum í þess-
um efnum sem öðrurn.1'
Hvernig er sá heimur sem rithöfundur lifir í
þegar hann er að skrifa? „Það er óhætt að segja
að við sköpun af þessu tagi sé maður vart meðal
manna meðan á fæðingu hugverksins stendur,
Frh. á bls. 45
10 VIKAN 12. TBL. 1991