Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 4
13. JUNI 1991
12. TBL. 53. ÁRG
VERÐ KR. 325
VIKAN kostar kr. 247 eintakið ef
greitt er með gíró en kr. 211 ef
greitt er með VISA eða EURO.
Áskriftargjaldið er innheimt
fjórum sinnum á ári, sex blöð í
senn. Athygli skal vakin á því að
greiða má áskriftina með EURO
eða VISA og er það raunar
æskilegasti greiðslumátinn.
Aðrir fá senda gíróseðla.
VIKAN kemur út aðra hverja viku.
Tekið er á móti áskriftarbeiðnum
í síma 91-83122.
Útgefandi:
SAM-útgáfan.
Framkvæmdastjóri:
Sigurður Fossan Þorleifsson
Markaðsstjóri:
Pétur Steinn Guðmundsson
Ritstjóri og ábm.:
Þórarinn Jón Magnússon
Auglýsingastjóri:
Helga Benediktsdóttir
Höfundar efnis í þessu tölublaði:
Jóna Rúna Kvaran
Þorgerður Traustadóttir
Þorsteinn Eggertsson
Guðný Þ. Magnúsdóttir
Þórdís Bachmann
Hjalti Jón Sveinsson
Anna S. Björnsdóttir
Geir Viðar Vilhjálmsson
Þorsteinn Erlingsson
Stephen King
Þórarinn Jón Magnússon
Gísli Ólafsson
Guðjón Baldvinsson
Helga Möller
Christof Wehmeier
Lína Rut Karlsdóttir
Ásbjörn Pálsson
Guðmundur H. Halldórsson
Sir Francis Bacon
Myndir í þessu tölublaði:
Magnús Hjörleifsson
Bragi Þ. Jósefsson
Hjalti Jón Sveinsson
Þórarinn Jón Magnússon
Sigurður Stefán Jónsson
Þorsteinn Erlingsson
Ragnar Th. Sigurðsson
Ólafur Guðlaugsson
Útlitsteikning:
Þórarinn Jón Magnússon og
Auglýsingastofa
Brynjars Ragnarssonar.
Setning og umbrot:
SAM-setning:
Árni Pétursson, Pála Klein
og Sigríður Friðjónsdóttir
Filmuvinna, prentun, bókband'
Oddi hf.
Forsíðumyndina tók
Magnús Hjörleifsson
af Lindu Pétursdóttur.
Förðun: Kristín Stefánsdóttir
með No Name snyrtivörum.
Hárgreiðsla: Mjöll Danielsdóttir,
Hár og förðun, Faxafeni.
HAFT EFTIR HEIMSPEKINGUNUM:
SIR FRANCIS BACON
Breski stjórnmálamaður-
inn Sir Francis Bacon
(1561-1626) fóráþing
23 ára gamall, lagði stund á
lögfræði, var innsiglisvöröur
Elisabetar I. drottningar og
fjármálaráðherra í tíð Jakobs
konungs I. Hann hafði mikinn
áhuga á vísindum síns tíma
og kenndi heimspeki sína við
reynsluheiminn; það sem
hægt er að sjá og þreifa á, en
að vissu marki þó. Við segjum
til dæmis ennþá að sólin komi
upp eða setjist vegna þess að
það lítur þannig út. Þetta er
vegna þess að menn eru
sjálfselskir í eðli sínu og hafa
tilhneigingu til aö halda að allt
snúist um þá. Bacon hafði
líka, hvort sem honum líkaði
betur eða verr, mikinn áhuga á
peningum og endaði stjórn-
málaferil sinn á að vera fund-
inn sekur um spillingu og
mútuþægni. Þekktustu verk
hans eru ritgerðir hans og bók-
in Novum Organum (Nýtt
skipulag). Eftirfarandi setning-
ar er að finna í verkum hans.
■ Sá sem byrjar viss í sinni
sök endar með efasemdum en
sá sem lætur sér nægja að
byrja með efasemdum endar
viss í sinni sök.
■ Það eru slæmir uppgötvar-
ar sem halda að ekkert land sé
fram undan þar sem þeir sjá
bara hafið.
■ „Hvað er sannleikur?1'
spurði Pílatus spaugandi og
nennti ekki að bíða eftir svari.
■ Sá sem talar um allt sem
hann þekkir til er vís til að tala
einnig um það sem hann
þekkir ekkert til.
■ Eiginkonan er ástkona
unga mannsins, félagi þess
miðaldra og hjúkrunarkona
þess gamla.
■ Tækifærið skapar þjófinn.
■ Sumir eru leiknir í að
stokka spil en eru þó afleitir
spilamenn.
■ Það er í eðli öfgafullrar
sjálfselsku að kveikja í húsinu
til að spæla sér egg.
■ Þannig er speki krókódíls-
ins - að tárfella meðan hann
rífur eitthvað í sig.
■ Hefndin er eins konar villt
réttlæti.
■ Þögnin er dyggð heimsk-
ingjans.
■ Besta dyggð meðlætisins
er hófsemi, besta dyggð mót-
lætisins er styrkur.
■ Auðæfi hafa hneppt fleiri í
þrældóm en þau hafa frelsað.
■ Góð siðfræði er aðeins
þjónustustúlka trúarbragð-
anna.
■ Vonin er góð í morgunmat
en afleit til kvöldverðar.
■ Lögin eru eins og köngul-
lóarvefir. Litlu flugurnar festast
í þeim en þær stóru brjótast í
gegnum þá.
O
co
O
o
■ Öfgar eiga hvergi heima
nema í ástarhjali.
■ Það er undarleg löngun að
sækja í völd og missa við það
persónufrelsi sitt.
■ í mannlegu eðli er meira
um apahátt en vit.
■ Ef fjallið kemur ekki til
Múhameðs verður Múhameð
að fara til fjallsins.
■ Yfirborðskennd heimspeki
fær suma menn til að fjarlægj-
ast trúna en djúp heimspeki
færir menn nær henni.
■ Það felst viss hjátrú í því að
forðast hjátrú.
■ Sá sem sækist eftir einveru
og nýtur hennar er annaðhvort
villidýr eða guðleg vera.
■ Grunsemdir meðal hugs-
ana eru eins og leðurblökur
meðal fugla.
■ Mannleg náttúra er oft falin,
stundum bæld niður en sjald-
an kæfö.
■ Það er ekki mikið um vin-
áttu í heiminum og allra síst á
meðal jafningja.
■ Að eyða of miklum tíma í
rannsóknir sýnir aðeins dug-
leysi.
■ Greindir menn eiga það til
að búa til fleiri tækifæri en þau
sem verða á vegi þeirra.
■ Sá sem lýgur er furðu hug-
rakkur gagnvart almættinu úr
því að hann er þessi heigull
gagnvart sjálfum sér.
4 VIKAN 12. TBL.1991