Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 5
SÖNGURINN
ERVORTMÁL
Söngurinn hefur ætíö ver-
iö okkur íslendingum í
blóð borinn. Hvar sem
komiö hafa saman tveir eöa
fleiri hafa menn tekið lagið sér
og öörum til skemmtunar.
Óteljandi kórar eru starfræktir
víða um land og varla er til svo
fámennt sveitarfélag aö þar
séu ekki að minnsta kosti tveir
kórar, það er kirkjukórinn svo
og karlakór, kvennakór eða þá
kór aldraðra. Þessar söng-
sveitir láta sér sjaldnast nægja
að þenja raddböndin eingöngu
heima í héraði. Oft er lagst í
ferðalög með þrautæfða
dagskrá upp á svona tvær til
þrjár klukkustundir. Er þá
stefnan gjarnan sett á kóramót
eða sönghátíðir ýmsar innan-
lands. Þeir sem eru forframað-
ir leggjast í víking og halda til
útlanda þar sem þeir flytja til-
heyrendum íslensk ættjarðar-
lög og áttundarsöngva. Hafa
slíkar ferðir löngum talist til
hinna mestu afreka og verið
flokkaðar undir landkynningu
af betra taginu.
Heimahérað okkar Ásgeirs
fyrir norðan er engin undan-
tekning hvað þetta varðar. Við
vorum bæði í kirkjukórnum
sem starfaði af miklum krafti.
Að auki var Ásgeir í Sam-
bandskórnum svokallaða, er
samsettur var af bændum sem
eingöngu versluðu við S(S,
svo og kvartett sem kenndur
var við Hánefsstaði. Sá fyrr-
nefndi dó drottni sínum fyrir
nokkru af skiljanlegum ástæð-
um. Hánefsstaðakvartettinn
var hins vegar afar vinsæll á
ættarmótum. Kom Ásgeir yfir-
leitt þéttkenndur heim þegar
hann hafði verið aö skemmta
á svoleiðis samkomum. Eina
skiptið sem mig rekur minni til
að hann hafi verið í sómasam-
legu standi var þegar kvartett-
inn skemmti á fjölmennri úti-
hátíð í Birkilundi. Hún var
haldin af góðtemplarafélaginu
Einherja og þar var ekkert
sterkara en appelsínusafi á
boðstólum.
Ég lét mér kirkjukórinn
nægja enda var í nógu að
snúast á þeim vettvangi.
Stjórnandinn, Sigurbergur á
Súluskeri, rak kórinn á kristi-
legum kærleiksgrunni enda
hefði þar ýmislegt mátt betur
fara. Eitt var það að hann gat
aldrei neitað neinum um þátt-
töku. Þess vegna voru þarna
innan um raddir sem betur
hefðu átt heima í smala-
mennsku uppi á öræfum. Af
mörgum vondum var þó Fjóla
á Fjalli allra verst. Það var ekki
nóg með að hún væri alltaf vel
fyrir ofan þá tónhæð sem aðrir
sungu heldur var hún að
minnsta kosti 150 kíló að
þyngd. Þegar röddin bergmál-
aði í þessum rúmmikla búk
yfirgnæfði hún alla aðra. Ekki
bætti það úr skák að Fjóla
beitti henni alltaf eins og hún
væri með léttasótt.
Og nú var búið að bjóða
okkur á kóramót í Stavangri í
Noregi. Það þýddi ekkert að
biðja guö að hjálpa sér - nú
var um að gera að æfa eins og
raddböndin og heimilisfólkið
þoldi og mæta svo á staðinn
með englaraddir og meitlað
prógramm í farteskinu.
Fjóla söng millirödd eins og
ég. Hún stóð reyndar fyrir aft-
an okkur Herborgu oddvita og
þandi raddböndin inn í hægra
eyrað á mér og það vinstra á
oddvitanum. Það heyrði til
undantekninga ef henni tókst
ekki að setja okkur út af í
hverju einasta lagi. Karlálftin
hann Sigurbergur fékk alltaf
harðlífisdrætti í andlitið en
aldrei fékk hann sig til þess að
setja ofan í við Fjólu. Það var
borin von að hann hefði
manndóm í sér til að segja
henni að sitja heima.
Þegar við vorum búin aö
æfa baki brotnu í tæpa sjö
mánuði vorum við beðin um
að skemmta á 17. júní-
skemmtun i lystigarðinum í
kaupstaðnum.
Þarna var tækifærið til þess
að prufukeyra Stavanger-
dagskrána á áheyrendum.
Það var líka tímabært að sjá
hverjar viðtökur við hlytum því
sjálft mótið átti að fara fram
eftir viku.
Við fórum í okkar besta
púss, mættum timanlega í
lystigarðinn og röðuðum okkur
upp á palla sem þar hafði verið
komið fyrir handa kórnum.
Sigurbergur hóf tónsprotann
á loft og við byrjuðum að
syngja. Við vorum langt komin
með fyrsta erindið í Ó, blessuð
sértu sumarsól, þegar Fjóla
tók hviðu svo trén í garðinum
nötruðu og blómskrúðið lagð-
ist flatt. Það þarf ekki að orð-
lengja að hún setti ekki bara
okkur Herborgu heldur allan
kórinn út af laginu, svo allt fór í
handaskolum. Hinir fjölmörgu
áheyrendur grétu af hlátri, Sig-
urbergur pataði með írafári út i
loftið og viö rembdumst við að
koma okkur á réttan kjöl aftur.
Er skemmst frá því að segja
að svipaðar uppákomur urðu í
hverju einasta lagi. Fjóla hóf
barminn og þandi sig eins og
hún væri að tala til himinguð-
anna. Við vorum meira utan
laglínunnar heldur en á henni
og áheyrendur voru orðnir
grátbólgnir af hlátri. Tón-
leikarnir mistókust gjörsam-
Við vorum meira utan laglinunnar
orðnir grátbólgnir af hlátri.
lega og lukum við þeim með
hinni mestu skömm.
Við kórfélagarnir vorum al-
veg niðurbrotnir, allir nema
Fjóla. Hún lék á als oddi. Her-
borg oddviti bruddi grjót og ég
heyrði að hún tuldraði eitthvað
um að „... stoppa helvítis
kellinguna af...“ og
....dropa í apótekinu ..."
og fleira sem ég ekki nam. Mér
kom það þess vegna ákaflega
á óvart þegar hún vék sér að
sjálfum skemmdarvargnum,
Fjólu, og spurði hvort ekki
mætti bjóöa henni í kaffi á
fimmtudaginn, daginn fyrir
brottför. Fjóla varð enn bros-
mildari og þáði boðið með
þökkum.
Segir nú ekki frekar af kór-
félögunum fyrr en þeir hittust
við Reykjavíkurrútuna á föstu-
dagsmorguninn. Sigurbergur
kom á síðustu stundu, móður
og másandi. Hann bankaöi
stafnum í gólfiö og tilkynnti
okkur hárri röddu að við yrðum
einu færra en áætlað hefði
verið. „Frú Fjóla hringdi í mig í
morgun til þess að segja mér
aö hún kæmist því miður ekki
með,“ sagði hann. „Hún veikt-
ist í nótt og fékk víst þennan
voðalega ... hm... niður-
gang.“
Ég sá að Herborg sneri sér
undan og brosti. □
en á henni og áheyrendur voru
TT
O
70
<D
m
70
O
cz
70
í>
cz
co
:>
o
8'
70
co
§
i>
70
12. TBL. 1991 VIKAN 5