Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 12
TEXTI: GUÐNÝ Þ. MAGNÚSDÓTTIR
Pw ert orðin svo gömul
og Ijót að ég ætla
að fá mér nýja konu
Viðtal við íslenska konu sem eiginmaðurinn yfir-
gaf vegna yngri konu eftir þrjátíu ára hjónaband
Hún er rúmlega fimm-
tug, lágvaxin og mjög
hugguleg kona og lít-
ur út fyrir aö vera mun yngri en
hún er. Heimili hennar er fal-
legt og auöséð aö þar býr hag-
leikskona því veggina prýöa
málverk eftir hana sjálfa.
„Þetta hef ég eignast á
nokkrum árurn," segir hún og
bendir á innanstokksmunina.
„Ég seldi þaö litla sem ég tók
meö mér eftir skilnaðinn. Ég
gat ekki hugsað mér að hafa (
kringum mig hluti sem minntu
mig á allt þaö sem hefur
gerst.“
Það er kannski ekki furöa aö
hún taki svo til orða því það
hefur margt gerst í lífi þessar-
ar konu. Átján ára gömul hitti
hún manninn sem hún átti eftir
aö eyða þrjátíu árum meö i
hjónabandi og eignast meö
fimm börn. Eitt barniö missti
hún ársgamalt. Samkvæmt
áliti eiginmannsins var hún
svo illa af guöi gjörö að hann
varð að hugsa fyrir hana í einu
og öllu, nema náttúrlega hvað
viðvék heimilisverkum og
barnauppeldi. Þaö gat hún
gert. Hún vann og þrælaði og
gerði allt sem henni var sagt og
trúði því sjálf aö hún væri jafn-
ómöguleg og maður hennar
sagði. Enda eins gott því ef
hún var ekki hlýðin fékk hún
bara einn á hann eða spark
þar sem hann hitti. Þegar
börnin eltust tileinkuðu þau sér
viðhorf föðurins og tóku lítið til-
lit til móðurinnar. Þegar svo
faðir þeirra skildi við móður
þeirra og hóf búskap meö ann-
arri konu, jafngamalli elsta
barni sínu, fannst þeim það
ekkert tiltökumál og sneru baki
við móðurinni. Undanskilið var
þó yngsta barnið, sonur, þátfu
ára gamall. Hann fór með
móður sinni en þau eldri urðu
eftir hjá föður sínum.
„Stuttu eftir aö við giftum
okkur hélt hann framhjá mér
en viðurkenndi það þó aldrei
beint og ég taldi mig ekki hafa
ástæðu til að ætla að hann
héldi því áfram. Jafnvel við
skilnaðinn laug hann að öllum
að engin önnur kona væri í lífi
sínu þrátt fyrir að hann hefði
haldið viö hana um alllangt
skeið. Það kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti þegar ég
komst að sambandi þeirra.
Mér fannst heimurinn hrynja
og ég vissi ekkert hvað ég átti
að gera. Ég trúði því aldrei að
ég gæti spjarað mig án hans.
Allt í einu var ég orðin ein, at-
vinnulaus, peningalaus og
meö barn á framfæri. Á sama
tíma uppgötvaðist að ég var
komin með krabbamein.
Hvaðan ég fékk styrk til að
komast í gegnum þennan
tíma veit ég ekki. Það var eins
og innra með mér vaknaði eitt-
hvað af dvala og ég ákvað að
ég skyldi standa mig hvernig
sem ég færi að því.“ Þegar
hún svo bætir því við að í raun
og veru sé maöurinn sinn fyrr-
verandi góður maður og aö
sér þyki enn vænt um hann og
sér undrunarsvipinn á tíðinda-
manni Vikunnar þá útskýrir
hún að framferði hans stafi af
skorti á þroska.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
þau úti á landi en fluttu svo til
Reykjavíkur þar sem maður-
inn fékk gott starf. Hann er
ágætlega menntaður og þau
voru vel stæð.
„Hann er mjög ákveðinn og
frekur og allt varð að vera eftir
hans höfði. Börnin urðu að lúta
mjög ströngum aga og það
sama gilti um mig. Hann vildi
ekki sjá neitt „vinkonustand"
og fljótlega sá hann til þess að
ég umgekkst ekki aðra en þá
sem hann valdi. Starfs síns
vegna þurfti hann að ferðast
mikið út á land og eitt sinn
þurfti ég að ná í hann vegna
veikinda eins barnsins. Ég
hringdi því á hótelið þar sem
hann bjó og spurði um hann.
Svarið, sem ég fékk, var á þá
leið að ÞAU væru farin út.“
- Hvernig varð þér við?
„Þetta varð til þess að ég
horfðist í augu við það sem
var að gerast. Áður hafði vita-
skuld heilmargt gefiö mér til-
efni til að gruna að hann héldi
fram hjá mér en ég var einfald-
lega ekki tilbúin aö horfast í
augu við þaö og forðaðist með
því sársaukann sem því fylgdi,
án þess að vita af því.“
- Hver urðu viðbrögð
mannsins þíns þegar hann
vissi að þú hafðir komist aö
framhjáhaldi hans?
„Hann neitaði öllu og lét
sem mér kæmi það ekkert við
hvort kona hefði verið hjá hon-
um á hótelinu eða ekki. Út úr
þessu varð nokkur rimma sem
endaði með því að hann
sparkaði í mig. Honum var
Ijóst að með því móti gat hann
þaggaö niður í mér því ég vildi
allt til vinna að komast hjá því
að hann beitti mig líkamlegu
ofbeldi."
- Var þér Ijóst á þessum
tíma hver hin konan í lífi hans
var?
„Já, ég hafði sterkan grun
um hver hún var. Síðar kom í
Ijós að ég hafði rétt fyrir mér.“
- Skilduð þið skömmu síð-
ar?
„Já, það leiö ekki langur tími
þar til hann sagði mér að hann
vildi fá skilnað. Þegar ég
spurði um ástæðuna fékk ég
það svar að ég væri orðin svo
gömul og Ijót að hann gæti
ekki sýnt sig með mér á
mannamótum. Ekki vildi hann
þó enn viðurkenna að önnur
kona væri í spilinu. Þegar
börnin okkar spurðu um á-
stæðu skilnaðarins sagði hann
þeim ósatt og þrátt fyrir
að bæði þau og flestir aðrir
vissu um samband hans og
viðhaldsins kusu þau að trúa
honum."
- Hvernig leið þér meöan á
þessu stóð?
„Ég get varla lýst því. Fyrst
og fremst var ég hrædd og
niðurlægð. Ég var þess fullviss
aö ég gæti aldrei spjarað mig
ein enda búin að heyra stöð-
ugt í þrjá áratugi að ég væri
vitlaus og ómöguleg. Eftir á er
mér Ijóst að ég var ambátt
mannsins míns og barnanna
og tilhugsunin um að standa á
eigin fótum var mér gjörsam-
lega ofviða. En þá vaknaði
einhver neisti af vilja innra
með mér. Ég ákvað að ég
skyldi sýna þeim að ég gæti
staðið mig ein og óstudd. Ég
tók þá ákvörðun að flytja út á
land, pakkaði saman og fór.“
- Nú áttuð þið miklar eignir.
Hvernig fórst þú fjárhagslega
út úr skilnaðinum?
„Ég fékk nógu mikið til að
geta fest kaup á einstaklings-
íbúð hérna fyrir norðan. Á
þessum tíma var ég svo niður-
dregin að ég gat ekki barist við
hann og afsalaði mér öllu
ööru, meðal annars lífeyri.
Honum fannst ástæðulaust að
ég fengi meira og ég hefði
þurft að fara í mál við hann en
hafði til þess enga krafta eins
og á stóð. Hann nýtti sér þess-
ar aðstæður út í ystu æsar og
því fór sem fór. Stuttu eftir að
ég flutti kom hann á eftir mér
og sagði að sig langaði að
hitta drenginn. Mér þótti það
sjálfsagt, hugsaði sem svo að
við þyrftum ekki aö vera neinir
óvinir þrátt fyrir allt og þegar
hann fór fram á að fá að búa
hjá okkur þá leyfði ég honum
það. Ég þóttist vera að gera
rétt gagnvart barninu, hann
væri þó ailtaf faðir þess og
ekkert skipti jafnmiklu máli og
gott samband á milli föður og
sonar. Ég átti seinna eftir að
sjá hvað ég hafði rangt fyrir
mér.“
- Var það þá sem hann
vildi að þið tækjuð saman
aftur?
„Já, hann sagðist sjá eftir
öllu saman og vildi að við
reyndum aftur. Eins og fífl
12 VIKAN 12. TBL 1991