Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 34

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 34
ÞÓRDÍS BACHMANN SKRIFAR UM OFBELDI í KVIKMYNDUM Rambó-trílógíuna, sem eru svo aö segja ein slátrun frá upphafi til enda. Hetjan fámála kemst á níu- tíu mínútum yfir aö drepa aö minnsta kosti 200 manns eöa 2,2 á mínútu og geri aðrir betur! Unglingar um allan heim flykkjast á þessar myndir og fyrir þá sem eru of ungir til aö komast inn í bíó fást Rambó-karlar, á 900-kall stykkið. Dúkkunni fylgir vitanlega smá eftirlíking af hríðskotabyssu úr plasti. Rambó-myndirnar eru enn eitt megahit Sly Stallone en myndirnar um Rocky eru hrein- asta þrjú-bíó miðað viö þaö sem á eftir kom. Fangar hafa það ekki alveg eins huggulegt og bófar og þaö fá þeir Sylvester og Kurt Russel að sannreyna í hlutverkum fíkni- efnalögreglumannanna Tangos og Cash. Þeir eru sviknir og varp- aö í steininn. Fangelsiö er vitan- lega maximum security, þetta eru engir smátöffarar og Litla-Hraun væri þeim engan veginn samboö- iö. Þeir félagar lenda í ótrúlegum hremmingum og þaö er engu lík- ara en verölaun hafi verið í boöi handa þeim sem hugsaö gat upp svæsnasta hrottaskapinn. Fast á hæla Rambós koma svo Die Hard 1 og 2 og Lethal Weap- on 1 og 2. Lestina rekur svo 48 Hours tvennan, en þrátt fyrir miklar vinsældir var fyrri myndin gagnrýnd mjög fyrir staðnaöar ímyndir sem hún gaf af svarta og hvíta kynþættinum, kvenhatur og tilgangslaust ofbeldi. Þrátt fyrir gagnrýni þyrptust alla vega litir unglingar til aö sjá Eddie Murphy í Armani-fötunum reynast slungn- ari hvíta frummanninum Nick Nolte í hlutverki lögregluþjóns. I Another 48 Hours er hver einasti vottur af fyndni og kald- hæöni horfinn. Myndin er lítið annaö en safn áfalla fyrir tauga- kerfiö. Konurnar í myndinni eru skotnar í tætlur; bókstaflega, hin- ar risavöxnu völsabyssur veröa að stjörnum með eigin persónu- leika. Skamm, hættu aö hrækja út úr þér kúlunum, Uzi! Allt í lagi, Reggie, aftur í klefann. HRÍDSKOTAHANDRIT Jafnvel handritshöfundar Holly- wood eru farnir aö einbeita sér að svokölluöum action handritum því nú er þeim skyndilega greitt jafn mikið fyrir mynd og sjálfri stjörnunni. Þessar upphæöir fást þó eingöngu fyrir hríðskotahand- rit a la Rambó. Sú snilligáfa sem selst felst því ekki í aö flétta hag- anlega saman orðum og atburöa- Myndin til vinstri sýnir leikstjórann Stanley Kubrick munda myndavélina að Malcolm McDowell með risaböll- inn. Kvenfyrirlitningin í Clockwork Orange leynir sér ekki í innréttingum mjólkurbarsins, (myndin til hægri). rás, heldur í því aö geta hugsað upp sem flestar senur sem vél- byssur fara vel í. Rithöfundurinn Raymond Chandler lét eitt sinn frá sér fara eftirfarandi ráögjöf til ungra rithöfunda: „Ef þú veist ekki hvaö á að gerast næst í framvindu sögunnar, láttu þá mann koma inn meö byssu.“ Því miður er þó ekki hægt aö gefa sér aö allir handritahöfundar Holly- wood þjáist af einskærri hug- myndafátækt. Markaðurinn er einfaldlega alráöur og framtíð kvikmynda er skráö á vegginn: „Færri samtöl og fleiri bílslys." Gott dæmi um ofbeldisdýrkun má sjá í væntanlegri mynd um krakklávarðinn Nino Brown; New Jack City. Nino er engill dauðans og snillingur undirheimanna sem kallar bæöi menn, konur og börn í sina þjónustu. New Jack City skoöar þær rústir sem manns- andinn og bandarískar borgir eru orönar að fyrir atbeina dópversl- unar. Glæpaeinræöisherrar bjóöa öllum þeim starf sem eru nægi- lega örvæntingarfullir til að selja sál sína. Ný siðfræði hefur myndast á götum stórborganna - New Jack siöfræöin. Börn og unglingar fylgjast afar vel meö sjónvarpi en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.