Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 37
gluggann, fæturnir á pullunni fyrir framan, klædd-
ur í náttföt og ódýran spítalaslopp.
„Ég fór í smókinginn, eins og þú sérö," sagði
hann.
„Pú ert fínn." Hún kyssti hann á kinnina og
hundrað minningar stokkuðust upp í huga hans
eins og tvöfaldur spilastokkur. Hún sat i hinum
stólnum, krosslagði fæturna og togaði í kjólfald-
inn.
Þau horfðu hvort á annað án þess að segja
neitt. Hann sá að hún var afar óstyrk. Kæmi ein-
hver við öxl hennar myndi hún líklega stökkva upp
úr sætinu.
„Ég vissi ekki hvort ég ætti að koma," sagði
hún, „en mig langaði verulega til þess.“
„Ég er feginn að þú gerðir það."
Eins og ókunnugt fólk í rútu, hugsaði hann
dapur. Það hlýtur að vera meira en þetta, er það
ekki?
„Hvernig líður?“ spurði hún.
Hann brosti. „Ég hef verið í stríðinu. Viltu sjá
örin eftir bardagana?" Hann sýndi henni S-laga
örin á hjánum. Þau voru að byrja að gróa. Þau
voru rauð enrjþá og örin eftir saumana greinileg.
„Drottinn minn, hvað eru þeir að gera þér?“
„Þeir eru að reyna að tjasla mér saman aftur,“
sagði Johnny. Svo ég býst við ... “ Og þá hætti
hann vegna þess að hún var grátandi.
„Ekki segja þetta á þennan hátt, Johnny,“ sagði
hún. „Gerðu það.“
„Fyrirgefðu. Ég var bara að reyna að grínast
með þetta." Var það? Eða hafði þetta verið hans
leið til að segja: Þakka þér fyrir komuna, það er
verið að skera mig niður í búta hérna?
„Geturðu grínast með þetta?" Hún hafði tekið
pappírsþurrku úr töskunni sinni og var að þurrka
sér um augun með henni.
„Ekki oft. Líklega við það að sjá þig aftur...
varnirnar fara upp, Sara.“
„Ætla þeir að hleypa þér út héðan?"
„Það kemur að því.“
„í surnar?"
„Nei... það held ég ekki.“
„Mér finnst svo leitt að þetta skyldi gerast,“
sagði hún svo lágt að hann heyrði varla til hennar.
„Ég reyni að reikna út hvers vegna ... eða hvern-
ig hefði verið hægt að breyta þessu ... og það
rænir mig bara svefni. Hefði ég ekki snætt þessa
skemmdu pylsu ... ef þú hefðir verið um kyrrt í
stað þess að fara ... “ Hún hristi höfuðið og leit á
hann, augu hennar rauð.
Johnny brosti. „Tvöfalt núll. Manstu það? Ég
malaði hjólið, Sara.“
„Já. Þú vannst rúma fimm hundruð dollara."
Hann leit á hana, enn brosandi en nú voru sár-
indi í brosinu. „Viltu vita svolítið skrítið? Læknarn-
ir álíta að hugsanleg ástæða þess að ég lifði sé sú
að ég hafi slasast á höfði þegar ég var barn. Þó
man ég ekki eftir því og foreldrar mínir ekki
heldur. En það er eins og í hvert sinn sem ég
hugsa um það sjái ég lukkuhjólið fyrir mér... og
finni lykt af brennandi gúmrníi."
„Þú hefur kannski lent í bilslysi..." byrjaði
hún.
„Nei, það held ég ekki. En það er eins og hjólið
hafi verið aðvörun til mín ... og ég hlýddi henni
ekki."
Hann yppti öxlum.
„Eða kannski notaði ég bara upp fjögurra ára
heppni á einu kvöldi. En sjáðu þetta, Sara.“ Var-
lega tók hann annan fótinn af pullunni, beygði
hann í níutíu gráða vinkil og teygði síðan úr hon-
um á pullunni aftur. „Kannski er hægt að tjasla
mér saman. Ég gat þetta ekki þegarég vaknaði
og ég gat heldur ekki haft fæturna eins beina og
þeir eru núna."
„Og þú getur hugsað, Johnny," sagði hún. „Þú
getur taiað. Við héldum öll... þú veist."
„Já, gulrófan hann Johnny.“ Þögn féll aftur á,
þung og vandræðaleg. Johnny rauf hana með því
Atriði úr kvikmyndinni Misery, sem Bíóborgin hefur sýnt við góða aðsókn undanfarið. Myndin er gerð
eftir magnaðri spennusögu Stephens King, höfundar framhaldssögu Vikunnar, og færði Kathy Bates
óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki. Hún sést hér í einu atriði myndarinnar ásamt James Caan.
að segja með þvinguðum hressileika: „Hvað er að
frétta af þér?“
„Ja... ég er gift. Þú veist það líklega."
„Pabbi sagði mér það.“
„Hann er svo góður maður," sagði Sara. Og
svo, í óðagoti: „Ég gat ekki beðið, Johnny. Mér
finnst það leitt líka. Læknarnir sögðu að þú myndir
aldrei vakna. Og jafnvel þó ég hefði vitað
það ..." Hún leit upþ á hann og svipurinn bar
vott um varnarstöðu. „Þó ég hefði vitað þetta held
ég ekki að ég hefði getað beðið. Fjögur og hálft ár
er langur tími.“
„Já, það er það," sagði hann. „Fjári langurtími.
Langar þig að heyra svolítið sjúklegt? Ég fékk þá
til að færa mér fréttatímarit síðustu fjögurra ára,
bara til að sjá hverjir hefðu dáið. Truman. Janis
Joplin. Jimi Hendrix - Jesús, ég hugsaði til hans
taka „Purple Haze" og ætlaði varla að trúa því.
Dan Blocker. Og þú og ég. Við hurfum bara á
braut.“
„Ég finn til svo mikillar sektarkenndar yfir því,"
sagði hún næstum hvíslandi. „En ég elska mann-
inn minn. Heilmikið."
„Það er það sem máli skiptir."
„Hann heitir Walt Hazlett og hann er... “
„Ég vil frekar heyra um barnið þitt,“ sagði
Johnny.
„Hann er yndislegur," sagði hún brosandi.
„Hann er sjö mánaða núna. Hann heitir Dennis en
við köllum hann Denny. Hann heitir eftir föðurafa
sínum."
„Komdu með hann einhvern tíma. Mig langartil
að sjá hann."
„Það skal ég gera,“ sagði Sara og þau brostu
falskt hvort til annars, vissu að ekkert slíkt ætti eft-
ir að gerast. „Þarfnastu einhvers, Johnny?"
Bara þín, elskan. Og síðustu fjögurra áranna til
baka.
„Nei,“ sagði hann. „Ertu enn að kenna?“
„Enn að kenna,“ samsinnti hún.
„Enn að taka þetta kókaín í nös?“
„Ó, þú hefur ekkert breyst. Alltaf sami stríðnis-
púkinn."
„Sami stríðnispúkinn," samsinnti hann og
þögnin féll á milli þeirra aftur með nánast heyran-
legum skelii.
„Má ég koma að heimsækja þig aftur?“
„Sannarlega," sagði hann. „Það væri fínt,
Sara.“ Hann hikaði, vildi ekki að þetta endaði á
svo ófullnægjandi hátt, vildi ekki særa hana né
sjálfan sig ef komist yrði hjá því. Langaði til að
segja eitthvað heiðarlegt.
„Sara,“ sagði hann, „þú breyttir rétt."
„Er það?“ spurði hún. Hún brosti og munnvikin
titruðu. „Ég veit ekki. Þetta virðist svo grimmilegt
og ... ég get ekki að því gert, svo rangt. Ég elska
manninn minn og barnið og ég trúi Walt þegar
hann segir að við eigum eftir að búa í fínasta hús-
inu í Bangor. Svo kem ég hingað og lit á vesal-
ings fæturna þína ..." Hún var að fara að gráta
aftur. „Það er eins og þeir hafi lent í hakkavél og
þú ert svo horaður..."
„Nei, Sara, ekki.“
„Þú ert svo horaður og það virðist rangt og
grimmdarlegt og ég hata það, ég hata það, af því
það er ekki rétt, ekkert af því!“
„Stundum er ekkert rétt, býst ég við,“ sagði
hann. „Stundum verður maður að gera sitt besta
og reyna að lifa við það. Farðu og vertu hamingju-
söm, Sara. Og ef þig langar að koma í heimsókn,
komdu þá.“
„Ég geri það,“ sagði hún. „Fyrirgefðu grátinn.
Ekki sérlega upplífgandi fyrir þig, ha?“
„Þetta er allt í lagi,“ sagði hann og brosti.
„Farðu að hætta þessari kókaínneyslu, elskan.
Nefið á þér dettur af.“
Hún hló við og hallaði sér skyndilega fram og
kyssti hann á munninn. „Ó, Johnny, láttu þér
batna.“
Hann leit hugsandi á hana.
„Þú skildir hann ekki eftir," sagði hann.
„Skildi hvað eftir?" Hún gretti sig undrandi.
„Giftingarhringinn þinn. Þú skildir hann ekki eftir
í Montreal."
Hann hafði borið höndina upp að enninu og neri
blett yfir hægra auganu með fingrunum. Skuggi
féll af handleggnum og hún sá i hjátrúarótta að
andlit hans var hálfbjart, hálfdimmt. Það minnti
hana á hrekkjavökugrímuna sem hann hafði
hrætt hana með. Hvernig gat Johnny vitað að þau
Walt höfðu farið til Montreal í brúðkaupsferð.
Nema Herb hefði sagt honum það. En aðeins þau
Walt vissu að hún hafði týnt giftingarhringnum
sínum á hótelherberginu. Enginn annar vissi það
12. TBL. 1991 VIKAN 37