Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 46

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 46
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA FI IVl IVITAN ARA STELPA SVAR T IL GREIFANS Kœra Jóna Rúna! Ég veit ekki almennilega afhverju ég skrifa en ég er bara eitfhvað svo óviss. Ég hefbara ekki hugmynd um hvað er að mér. Ég er stelpa rétt undir sextán ára. Stend mig vel í skóla og er reglusöm. Er reyndar að flestu leyti fyrirmynd- arunglingur. Ég er frá góðu heimili og á góða foreldra. Það er sem sagt hugsað vel um mig (ofvel finnst mérj. Við erum nokkrar vinkonur sem höldum hópinn og ein þeirra á sérlega vel við mig. Ég get talað við hana um allt. Stelpurnar standa sig ekki sem skyldi í skólanum og eru byrjaðar að drekka. Mamma hefur hvatt mig til að láta þœr fjúka, segir mig lítið þroskast afþeim og œffi því að velja mér annars konar vinahóp. Hún telur þœr geta leitt mig afvega, þess vegna má ég ekkert flœkjast með þeim. Ég er annarrar skoðunar því ég lœt ekki breyta mér. Ég er of sjálfstœð til þess. Verst finnst mér að mamma bannar mér allt með þeim. Hún lœtur mig koma heim klukkan tólfþegar þœr mega vera úti til þrjú eða fjögur á nóttunum. Mér er alveg óhœtt að treysta og það veit hún, en hvað get ég gert? Hún á ekki að velja vini mína fyrir mig. Mig langar ekkert að skipta um vinahóp. Svo er annað. Ég var með strák í nokkra mánuði og var virkilega hrifin af honum. Hann er aðeins eldri en ég. Samband okkar þróaðist mjög hratt og var bœði andlegt og líkamlegt. Þetta var gott samband og við gátum talað saman um allt. Málið var að ég réð bara algjörlega yfir honum og komst upp með það. Ef hann gerði ekki allt sem ég bað um fór ég bara í fýlu. Ég var alltaf mjög leiðinleg við hann. Mamma og pabbi vissu af þessu sambandi og lögðu blessun sína yfir það. Ég á vin sem er eldri en hann og hefrosalegt samviskubit vegna þess að ég nœstum hélt framhjá með honum. Sagði frá þvíog var fyrirgefið. Þeir þrýstu báðir á að ég yrði með sér og ég virtist vilja þá báða en varð að ákveða mig og létþann fyrrnefnda fjúka. Hann gekk mjög á eftir mér en ég gafmig ekki. Hann nánast sagði mig hata sig, þó ekki berum orðum. Hinn strákinn vildi ég ekki heldurþegar ég fór að pœla íþví. Samt líður mér illa, finnst þetta eins og höfnun. Mér finnst ég hafa klúðrað öllu. Er mjög langt niðri yfir öllu sem ég finn. Viltu reyna að botna eitthvað ímér og gefa mér einhverjar jákvœðar og skynsamlegar ábendingar, kœra Jóna. Takk fyrir góða og uppbyggilega þœtfi í Vikunni. Kœr kveðja, Greifinn. Kœri Greifi! akka þér innilega fyrir uppörvunar- og hvatn- ingarorðin til mín. Við notumst eins og áður í skrifum mínum við hyggjuvit mitt, reynsluþekkingu og innsæi til mögulegrar leiðsagnar. Mundu bara þrátt fyrir ábendingar mínar að nota eig- in vilja, skynsemi og dóm- greind jafnt sem áður til varnar ef þér finnst ástæða til. Um- fjöllun mín er alls ekki hefð- bundin eða á annan hátt skyld fagþekkingu. UNGLINGSÁRIN Þegar við erum á þessum við- kvæmu árum unglingsins og reyndar á mörkum fullorðins- ára erum við oft með tilfinn- ingu þess að við vitum ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Við þetta er ekkert að athuga annað en komast ró- lega á báða fæturna aftur eins og við flest gerum náttúrlega á endanum. Óvissa og óöryggi eru reyndar tilfinningar sem gripið geta okkur á hvaða aldri sem er ef út í það er farið, með tilheyrandi þreytandi hugsun- um. Þegar um tilfinningamál er að ræða er okkur nokkur vandi á höndum vegna þess að eng- inn nema við sjálf getur fundið út hver raunverulega hentar þeim þrám og þörfum sem þannig málum fylgja. Það er ekkert nema gott um það að segja að þú standir þig vel í skólanum og sért reglu- söm. Það er nefnilega partur af heilbrigðri sjálfsvirðingu hjá heilbrigðu fólki að halda þann- ig á málum, ef það hefur burði til þess arna. Málið er að það bendir líka til að þú hafir sterk- an persónulegan metnað þó ung sért og það er af hinu góða. MENNTUN GETUR REYNST MÁTTUR Ef þú ert eitthvað farin að íhuga framtíðina veistu sjálf- sagt að eins og þjóðfélagið er byggt upp er full ástæða til að gera nokkrar kröfur til sjálfs síns hvað varðar pappíra og ávinning tengdan skólakerf- inu. Sá sem hverfur of fijótt frá námi getur svo sem komist áfram ef hann er fylginn sér. Betra er þó að mennta sig ef möguleiki er á því. Hin leiðin er öllu strangari og á annan hátt fyrirhafnarmeiri, þó auð- veld sé hún sumum eins og mýmörg glæsileg dæmi sanna. Full ástæða er til að hvetja þig til að notfæra þér möguleika skólakerfisins ef þig fýsir að fullnægja sjálfstæðisþörf þinni og mögulegum metnaöi og eignast ákveðið markmið hið fyrsta með menntun þinni. ÓREGLA AFLEIDD Það að þú sért reglusöm undirstrikar enn frekar mögu- legt sjálfstæði þitt því óregla í hvaða mynd sem er veikir vaxtarmöguleika okkar innan frá og því lítið varið í að 46 VIKAN 12. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.