Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 15

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 15
(VLÖG ORÐIN »AGÐUR HLUTI ÍMYNSTURS Pétur Björnsson hjá Ferðaskrifstofunni Sögu, nýbakaður ræðismaður Ítalíu á ís- landi, hefur margra ára reynslu af farar- stjórn. Hann vill sérstaklega beina því til ferðalanga að þeir undirbúi sig andlega undir sérkenni og andrúmsloft þess lands sem sækja skal heim. „Sumum löndum svipar til íslands, önnur lönd eru afar ólík íslandi en aðalatriðið er aö fólk fari ekki með alrangar hugmyndir um áfangastaðinn eða geri sér of háar hugmyndir um hann. Oft er það nefnilega þannig þegar fólk lendir á flugvelli og fer fyrstu nóttina inn á hótel að það verður fyrir áfalli því aðstæður samsvara ekki þeim hugmyndum sem fólk hafði um staðinn. Svo er fólk oft dauðþreytt eftir flugferð og leggur auk þess oft örþreytt af staö í fríið. Þetta var sérstaklega slæmt þegar áfengisneysla var meiri hjá íslendingum heldur en núna tíökast. Þá þurftu menn ekki nema eitt eða tvö glös til að verða ofurölvi. Þetta hefur þó breyst mjög mikið og fólk hefur fengið mun af- slappaðra viðhorf til áfengis á síðustu fimmtán árurn," segir hann. „Það má eiginlega ráðleggja fólki að hefja fríið degi áður en vélin fer, svo það fari vel hvílt af stað, sérstaklega ef verið er að fara í langar ferðir. Oft getur nefnilega þreyta og spenna valdið fólki stórtjóni á líkama og sál því það er svo mikil áreynsla fyrir líkamann að skipta um umhverfi. Það er kannski óþarfi að benda á það en það versta sem fólk drekkur í flugferð- um er áfengi vegna þess að það þurrkar upp líkamann, auk þess sem loftið í flugvélum eykur enn á þurrkinn. Fólk, sem fer í langar flugferðir, ætti því að borða tiltölulega lítið og varast að neyta áfengra drykkja." - Hverju ætti fólk annars að huga að áður en það fer? „Mikilvægt er að muna eftir að hafa öll skjöl og gögn í lagi og halda þeim vel til haga. Fólk á til að gleyma ýmsum mikilvægum skjölum og gögnum og það getur þýtt að helmingur frísins fer í að redda slíkum málum. Þegar fólk er komið á áfangastað þarf það gjarna að gæta þess að það er í nýju landi þar sem í gildi eru allt aðrar umgengnisvenjur en við eigum að venjast hér heima. Matarvenjur eru aðrar og allt aðrir siðir og þetta þarf fólk að vera sér meðvitandi um. Fylgi fólk ákveðnum reglum í sambandi við mat og drykk getur það vel dvalið við Miðjarðarhafið án þess að verða ► Pétur vill að ferðalangar búi sig sérstaklega and- lega undir andrúmsloft þess lands 'sem sækja skal heim. Stóra myndin til hægri er tekin á hinni drifhvítu strönd Sa Coma á Mallorca sem Úrval- Útsýn fiytur farþega til. uósm.: pjm fyrir daglegum magakveisum. Það er stórt atriði aö forðast að drekka kranavatn þegar til Suðurlanda er komið og það gildir kannski um flest lönd nema Island. Nú eru orðnir fáir staðir eftir í heiminum þar sem fólk getur drukkið kranavatnið óhrætt.“ ÍSLENSKUR JÓLAMATUR Á BAÐSTRÖNDINNI - Hvað er nú eftirminnilegast úr fararstjórn- inni? „Það er mýmargt en sem dæmi get ég nefnt að á Italíu var ég oft spurður hvaða sérkenni- lega lykt þetta væri sem fylgdi þessu íslenska fólki. Það var þá ýmist hangikjötslykt eða salt- fisklykt sem um var að ræða. Ég man eftir einu sumri þegar ég var kominn í stökustu vand- ræði því íslendingarnir voru alltaf að keppast um aö bjóða manni í hangikjötsveislur. Þeir héldu aö þaö væri það besta sem maður fengi eftir að hafa verið svona langdvölum í útlönd- um. Hangikjöt var hins vegar ekki beint það léttmeti sem maður óskaði sér í hitunum og þess vegna var það dálítið erfiö kvöð á stund- um að innbyrða mikið af því. Þetta tók fólk meö sér í stórum stíl og grænar baunir frá Ora með. Þetta stafaði bæði af því að fólk var óvant suð- rænum mat en ekki síður af því að gjaldeyris- hömlur voru miklar svo fólk vildi reyna að kaupa einhverja minjagripi fyrir gjaldeyrinn í stað þess aö fara meö hann allan i mat. Annars eru íslendingar orðnir miklu ferða- vanari og síðan ég hóf fararstjórn eru komnar TEXTI: PÓRDÍS BACHMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.