Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 35

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 35
standa illa menntunarlega, þau vilja uppfylla óskir sínartafarlaust og eru hættulega kunnug krakk- kókaíninu sem tætir hjartað og sálina úr neytendum sínum með fyrstu ávanabindandi lungnafyll- inni. Tónlistin, fötin, skórnir og bíl- arnir eru álitin velgengnistákn, þráin eftir að verða ríkur skyndi- lega hefur gert jafnvel ung börn að dóþsölum. New Jack City hefur haft þau áhrif I Bandaríkjunum að ungling- ar ráðast að fólki á götum úti eftir að hafa séð myndina. Annað eins hefur vart átt sér stað síðan meistaraverk Kubricks, A Clock- work Orange, hratt ofbeldisdýrk- unarbylgjunni af stað fyrir tuttugu árum. OFBELDISDAÐUR Myndin var gerð eftir bók Anthon- ys Burgess um England framtíð- arinnar, sem táningagengi skelfa að næturlagi. Þjóðfélagið er svo ómennskt að strákarnir virðast ekki geta fengið neina aðra útrás fyrir orkuna en þá að stunda glæpi og skemmdarverk. Aðalsöguhetjan, Alex, er leið- togi eins þessara hópa; hann er samviskulaus skólastrákur sem nýtur þess að stela, nauðga og eyðileggja, þar til hann dreþur konu og er settur í fangelsi. Þar er hann gerður að siðrænu vél- menni sem flökrar við kynlífs- og ofbeldishugsunum. Víðvinkill Kubricks daðrar við ofbeldið á hátt sem er svo vits- munalega tælandi að þegar Alex endurheimtir sitt árásargjarna eðli í lok myndarinnar verður það að sigri sem allir áhorfendur taka þátt í. Clockwork er framtíðarsýn full af afturhaldssömum ótta, kveifar- leg bæði í afstöðu sinni til fanta- skaþs og greiningar á orsökum hans. Á geðklofalegan hátt tekst einnig að snurfusa ofbeldið eins og óskhyggjan sé sú að þannig verði það fordæmt i leiðinni. Gagnrýnendur þeirra tíma sögðu að Clockwork væri ákæra á hræsnisfulla afstöðu þjóðfé- lagsins til ofbeldis. Eitt er víst, að fjölmargir kvikmyndahúsgestir þeirra ára sáu og voru snortnir af viðbrögðum sínum við því hve ’alvarlega' A Clockwork Orange tók á málunum. INNRA MYRKUR Tvær nýlegar metsölumyndir - Sleeping with the Enemy og The Silence of the Lambs, gera minna úr blóðbaðinu en setja þess í stað inn sálfræðilegt of- beldi - af gráðu sem hefði verið talin óhugsandi fyrir nokkrum árum. Silence of the Lambs kom fyrst út árið 1988 f metsölu- bók eftir Thomas Harris. Reyndar er það svo að Þögn lambanna hefði líklega ekki verið kvikmynd- uð hefði bókin ekki vakið jafn mik- ið umtal og raun bar vitni. Hún hefði hreinlega þótt of hrá til að leggja út í það - markaðarins vegna. Og allir vita að markaður- inn er almáttugur. í myndinni sjáum við Jodie Foster í hlutverki FBI-lögreglu- konu reyna að hafa uþpi á fjölda- morðingja með hjálp mannæt- unnar Hannibals Lecter. Engin kvikmynd hefur komið af stað öðrum eins hryllingsskjálfta og Þögn lambanna síðan árið 1960 þegar Janet Leigh skrúfaði frá sturtunni í Psycho. Geðlækn- irinn Hannibal Cannibal er orðinn Norman Bates tíunda áratugarins og kvikmyndahúsagestir flykkjast að. Clarice Starling (Jodie Foster) fær að heimsækja Hannibal (Anthony Hopkins) í fangelsi í þeirri von að hann aðstoði hana við að ná öðrum fjöldamorðingja. Læknirinn bíður hennar í stál- og glerbúri sínu; þau tala saman, hún vill upplýsingar, hann vill persónulegar opinberanir. Þegar hún ýtir að honum spurningalista segir hann hljóðlega frá því hvað hann gerði við manntalsskráning- armann: „Ég át úr honum lifrina, með velskum baunum og góðri flösku af Chianti." Bæði Jodie Foster og Scott Glenn, sem leikur yfirmann henn- ar hjá alríkislögreglunni, ræddu mikið við John Douglas, helsta sérfræðing FBI í fjöldamorðingj- um. Douglas bauð leikurunum alls kyns hjálpartæki, þará meðal hljóðsnældur teknar uþþ af raun- verulegum morðingjum meðan þeir pyntuðu fórnarlömb sín. „Ég glataði vissu sakleysi,” segir Glenn. „Mig dreymir ennþá illa um það sem ég fékk vitneskju um.“ Báðar myndirnar sýna karl- menn sem geðsjúklinga og þjösna sem taka sjúkdóm sinn út á greindum, kjörkuðum konum. Hollywood kemur kannski ennþá allt of oft fram við konur eins og druslur og mellur en hún hefur einnig tilhneigingu til að sjá karla sem morðóða brjálæðinga. Hinn sorglegi sannleikur málsins gæti verið sá að í ímyndunarheimi popþkúltúrsins erum við upphafin jafn oft og gert er litið úr okkur. Aðalpersóna sem étur, pyntir og sker fórnarlömb sín í sundur er greinilega að ráðast á allt sem okkur er heilagt. Kvikmyndaunnendur verða að berjast við frumstæðar tilfinningar í Þögn lambanna. Þó myndin verði kannski ekki til þess að dauðarefsing verði innleidd á ný þá spyrja flestir bíógestir sig Krakklávarðurinn Nino Brown kennir lexíuna í væntanlegrl mynd, New Jack City. Æskan og úrkynjunin sameinuð i Alex, aðalhetju A Clockwork Orange. rauninni betra en það ofbeldi sem einkum er tekið út á innyflunum? f réttlætanlegri viðkvæmni okkar yfir vissum tegundum ofbeldis getur verið að við verðum blind á aðrar útgáfur. Og máski erum við að reyna að skipta út einni tegund af tvöföldu siðgæði fyrir aðra. Gæti ekki reynst betur að krefjast hærra siðgæðis á öllum sviðum? Frítími barna og unglinga fer að stórum hluta í að horfa á kvik- myndir og myndbönd. Það er með ólíkindum að þettafóður hafi ekki áhrif á þjóð sem máski ekki hefur næsthæsta lífsstaðal í heimi en sem sannanlega sýnir allar þessar myndir og sannan- lega státar af mestu myndbands- tækjaeign í heiminum. Það hefur löngum verið viðurkennt að það sem við sjáum og heyrum hafi áhrif á okkur. Þó viðbrögðin við New Jack City verði kannski ekki eins svæsin í Reykjavík og þau urðu í fátækrahverfum stórborg- anna þarf enginn að efast um að íslenskir unglingar eru alveg jafn áhrifagjarnir og jafnaldrar þeirra í Brooklyn og Bronx. □ nærgöngulla spurninga um glæp, refsingu og eðli hins illa. Flest hræðumst við það óþekkta og öll skelfumst við þá hugsun að ill- mennskan blundi innra með okk- ur öllum. Hún er ekki lengur fyrir utan okkur - eins og í hefðbundn- um hryllings- og skrímslamynd- um, heldur í okkar ættbálki og það slær á afar sterka strengi. ENDURSPEGLUN AF LÍFINU? Sjá kvikmyndagerðarmenn ein- hverja endurspeglun af lífinu eins og það lítur út á tíunda áratugn- um í streymandi blóðinu og silfur- hjöltum hnífanna, vélbyssunum og sundurtættum líkunum? Má vera, en víst er að ofbeldið verður sífellt hroðalegra. Hug- kvæmni kvikmyndaframleiðenda á ógeðssviðinu virðist allt að því óendanleg. Grundvöllur þeirrar heimsmyndar sem okkur er birt á hvíta tjaldinu er gegndarlaust of- beldi sem ýmist beinist að tilfinn- ingum fólks eða innyflum. Og er tilfinningalegt ofbeldi í I 12. TBL. 1991 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.