Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 48
JONA RUNA KVARAN
Frh. af bls. 47
vera þrátt fyrir augljóst svekk-
elsi í bili.
Þú verður örugglega hissa
ef þú gefur sjálfri þér þetta
tækifæri til sjálfsviðkynningar
um tíma án allra tengsla við
hitt kynið sem bersýnilega eru
bara ekki tímabær þó góð geti
verið og notaleg á öðrum og
ákjósanlegri tímamótum í lífi
þínu.
MANNGERÐ OG
MÖGULEIKAR
Við íhugum að lokum með inn-
sæi mínu það sem hugsan-
lega kann að vera inni fyrir öll-
um átökunum, svona til gam-
ans og kannski einhvers
gagns líka. Þú virðist vera
frekar djúpt hugsandi persóna
með sterka innri þörf til að
sundurgreina og láta rökin
fremur ráða en tilfinningasemi
sem þó er til staðar eins og
kemur fram í pirringnum til
mömmu þinnar og hennarvið-
horfa og svo sektarkenndinni
vegna strákanna.
Rök eru þó trúlega sterkara
afl í þér eins og er og þess
vegna áttu svolítiö erfitt með
sjálfa þig í augnablikinu.
Rökin tengjast heilbrigðri
skynsemi sem þú virðist eiga f
yfirskömmtum ef eitthvað er.
Þú viröist vera mjög leitandi
persónuleiki og þarft örugg-
lega að vera sjálfri þér sam-
kvæm í sem flestu þannig að
þér falli sjálfri það sem kemur
sem afleiðing af hugmyndum
þínum um hvað er rétt og
rangt á hinum ýmsu tilvikum,
ekki síst í mannlegum sam-
skiptum. Þú virðist nokkuð
ráðrík og stjórnsöm og átt
þess vegna sennilega mjög
erfitt með að lúta stjórn ann-
arra. Af þessum ástæðum
væri klókt að byrja sem fyrst
að styrkja stoðir góðra mark-
miða vegna tækifæra og
möguleika framtíðarinnar
sjálfri þér til handa.
Sennilega áttu auðvelt með
að nota hugann og skriftir af
hvaða tagi sem væri gætu
reynst þér mjög auðveldar,
jafnvel skapandi skriftir líka,
svo sem ritstörf ýmiss konar. Þú
ert mjög auðsæranleg sýnist
mér og af þeim ástæðum geta
orð annarra haft mikil áhrif á
þig og orðið að fjöllum í huga
þér ef þú gefur (Deim of mikið
tilfinningalegt líf. Þú verður
sennilega býsna háð væntan-
legum lífsförunaut, án þess þó
að hverfa inn í eitthvert ösku-
buskuhlutverk.
Eins er ekki ósennilegt að
þú viljir halda fast utan um
mögulega sambúð þegar að
því kemur, vegna eðlislægrar
íhaldssemi sem verður senni-
lega mjög ríkjandi þáttur hjá
þér eftir því sem þú eldist og
þroskast meira. Hvaö varðar
það óræðna í tilverunni ertu
sennilega næm á áhrif frá öðr-
um en ekki óþægilega og gæt-
ir verið nokkuð dreymin.
Þú virðist staðföst en mættir
vera kátari, gætir jafnvel verið
dálítið mislynd á köflum. Eins
er trúlega mikilvægt fyrir þig
að hlúa að líkama þínum með
heppilegri hreyfingu og
mataræði sem fremur tengist
hollustu og einfaldleika en
öðru.
Vilji þinn gæti reynst þér
mikilvæg lyftistöng á erfiðum
augnablikum í lífi þínu vegna
þess hvað hann virðist sérlega
sterkur. Þú sérð að þér er ekki
alls varnað og engin ástæða til
að vorkenna þér að finna út
hvað þú vilt gera við líf þitt og
augljósa möguleika. í smá-
framhjáhlaupi gæti tíminn á
milli tuttugu og tuttugu og sex
ára reynst skipta sköpum hvað
framvindu framtíðar þinnar
varðar og sennilegt að þar
breytist viðhorf þín mjög þér í
hag.
Eða eins og skapstóra
stelpan sagði eitt sinn ( hálf-
gerðri fýlu þegar henni leiddist
nöldrið í kringum hana: „Elsk-
urnar mínar, hafið engar
áhyggjur af mér, ég veit
hvað ég vil, svo fremi að þið
bara treystið mér. Málið er
bara að ég eyði alltof mikilli
hugsun í það sem kemur
málunum ekkert við og þess
vegna virðast áhrif ykkar
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
verða ofan á eitt augnablik.
Að sjálfsögðu vara þau
skammt þvf ég hristi þau af
mér létt og lipurlega ef mér
henta þau ekki. Sjálfstæðið
er mér nefnilega í blóð
borið.” Guð gefi þér trú á það
sem réttsýnast er og heil-
steyptast í eigin fari.
Með vinsemd,
Jóna Rúna.
Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn
og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu
Rúnu og rithandarlestri og þvi miður er alls ekki hægt að fá þau
í einkabréfi.
Utanáskriftin er:
Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.
INNSÆISNEISTAR
GULLS
ÍGILPI
ros er eitt af því sem
við finnum flest að
skiptir töluverðu máli
fyrir andlega líðan. Við finnum
mörg greinilega, þegar brosað
er að tilefnislausu til okkar, að
eitthvað gerist innra með
okkur, eitthvað sem veldur
vellíðan. Það eru augnablik í
lífi ok.kar flestra sem eru á
stundum nokkuð erfið og
valda ókyrrö og vanlíðan. Slíkt
ástand byrgjum við jafnvel
innra með okkur. [ þannig hug-
arástandi getur verið afar upp-
örvandi að fá elskulegt bros,
jafnvel óvænt frá óviðkomandi
persónu. Þessi brosmildi ein-
staklingur þarf alls ekki að
gera sér grein fyrir því að með
Ijómandi andliti sínu átti hann
þátt í að auðvelda okkur við-
kvæmt innra ástand.
Á þessu sést að það er gulls
ígildi að temja sér glaðlegt við-
mót að staðaldri ef kostur er,
þó launin séu óræð. Það
<
<
Z
q;
<
O
c£
ID
O
ZD
l_L_
o
sem til baka kemur eru hlýjar
hugsanir þess sem við brosinu
tók og fann til vellíðunar fyrir
vikið. Hann sendir oftast frá
sér óafvitandi þakkláta útgeisl-
un hugsana til baka og þær
ylja tvimælalaust andlega
þeim sem brosið gaf. Bros-
mildin hjá viðkomandi vex að
sjálfsögðu sem afleiðing af
þessari góðu víxlverkun já-
kvæðra viðbragða. Góður
hugur annarra okkur til handa
er ómetanlegur. Brosmildar
manneskjur eru því einstak-
lega líklegar til að auðvelda
öðrum og gleðisnauðari per-
sónum lífið. Sjaldan verður
slík viðleitni þó mæld með
hefðbundnum aðferðum. Við
finnum líka á augnablikum
andstreymis hvað getur verið
erfitt að brosa, hvað þá hlæja.
Við finnum jafnframt að ef okk-
ur tekst það líður okkur mun
betur fyrir vikið. Ekki er ama-
leg sú tilhugsun að í eigin van-
líðan gætum við með einu
brosi hugsanlega orðið öðr-
um til andlegs ávinnings með
tilraun til viðmóts sem er
greinilega kærleikshvetjandi
eins og brosið svo sannarlega
er. Einmitt á augnabliki þunga,
sem hvílir yfir sálinni, er gott
að vera minnugur þess að öll
él birtir upp um síðir - fyrr trú-
lega ef við reynum að finna til
gleði þó tilefnið sé lítið og
óverulegt þrátt fyrir allt. Jafn-
vel brosað í gegnum tárin.
Þau okkar sem óskum að
hlúa að vellíðan okkar og ann-
arra ættum að ígrunda alvar-
lega áhrifamátt brossins. Það
verður að teljast kostur að
íhuga gildi þeirrar uppörvunar
sem í brosinu getur leynst,
hvort sem brosað er við okkur
eða við brosum til annarra.
Það er indælt að sækja styrk í
þannig viðmót á milli manna. í
þjóðfélagi veraldarhyggju get-
ur verið góð tilhugsun að eiga
kost á annars konar verðmæt-
um og ekki síður mikilvægum.
Þau kosta ekki neitt nema vilja
til að geisla innan frá. □
48 VIKAN 12.TBL. 1991