Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 13

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 13
trúöi ég honum og tók viö hon- um aftur. Þaö gekk í nokkra mánuði, þar til ég komst að því að hann haföi einnig stofnað heimili meö viðhaldinu í Reykjavík, fór á milli okkar og bjó meö báðum." - Nú hljóta börnin ykkar, sem bjuggu í Reykjavík, aö hafa vitaö aö hann bjó með nýju konunni. Sögðu þau þér ekki frá því? „Nei, hann sagði þeim að hann væri fyrir norðan ein- göngu til að hitta son okkar og þau trúðu honum. Þeim hefur líklega þótt það alveg eðlilegt að nýfráskilið fólk byggi sam- an eingöngu vegna þess að það ætti barn saman. Annars held ég að þau hafi bara trúaö því sem þau vildu trúa. Þau voru til að mynda strax tíðir gestir á nýja heimilinu hans og urðu miklir vinir nýju konunnar. Mér gleymdu þau alveg enda heyrði ég ekkert frá þeim mán- uðum saman.“ - Hvernig er samband þitt og eldri barnanna núna? „Það getur aldrei gróið um heilt eftir þetta. Mér finnst þau hafa fleygt mér eins og gamalli gólftusku sem búið var að nota og tími var kominn til að endurnýja. Undanskilinn er auðvitað sonur okkar sem flutti með mér en hann hefur farið afar illa út úr þessu öllu saman.“ - Hvernig varð þér við þeg- ar þú komst að því að hann bjó með ykkur báðum, þér og viðhaldinu? ■ Fyrstu búskaparárin bjuggu þau úti á landi en fluttu svo til Reykjavík- ur þar sem maðurinn fékk gott starf. Hann er ágætlega menntaður og ■ „Jafnvel við skilnaðinn laug hann að öllum að engin önnur kona væri I lífi sínu þrátt fyrir að hann hefði haldið við hana um alllangt skeið.“ þau voru vel stæð. ■ „Mér varð afskaplega illa við. Niðurlægingin var algjör. Mér fannst ég ekki geta haldið áfram að lifa þessu lífi.“ „Mér varð afskaplega illa við. Niðurlægingin var algjör. Mér fannst ég ekki geta haldið áfram að lifa þessu lífi og hafa enga krafta til þess. Ég reyndi að fyrirfara mér en áttaði mig sem betur fer og fékk hjálp áður en það varö of seint. Þá fann ég hvað ég átti í raun og veru mikiö þar sem drengurinn minn var og að hann væri þess virði að lifa fyrir. Þetta var einhvers konar stundarbrjál- æði sem kom yfir mig. Ég var svo þreytt og mig langaði bara aö sofna og vakna aldrei aftur. Einnig hafði sín áhrif einhver ótti sem hefur fylgt mér lengi. Ég var hrædd við manninn minn fyrrverandi og því miður finn ég enn fyrir þeim ótta.“ - Hvernig er sambandi þínu við fyrrverandi eiginmann þinn háttað nú? „Hann hefur aldrei látið mig f friði. Hann seldi húsið fyrir sunnan, flutti hingað með nýju konuna sína og þau bjuggu hér skammt frá mér. Hann vill alltaf vita hvaö ég hef fyrir stafni, hverja ég umgengst og hvert ég fer.“ - Búa þau enn saman, nýja konan og hann? „Nei, það slitnaði fljótlega upp úr þeirra sambúð, aö því er mér skilst vegna þess að hann vildi gera hana aö sama húsdýrinu og mig." - Hvaða tilfinningar berðu til þessarar konu? „Ég hataði hana fyrst en nú vorkenni ég henni að hafa lent f þessu.“ - Þegar slitnaði upp úr þeirra sambandi vildi hann þá koma aftur til þín? „Já, þá hringdi hann grát- andi og bað mig um að taka sig aftur. En það gerði ég ekki og þó ég beri enn tilfinningar til hans vona ég að ég komist endanlega yfir þær.“ - Þegar þú horfir til baka yfir þetta tímabil frá skilnaðin- um, hvað finnst þér þá hafa verið erfiðast? „Það hefur verið langsam- lega erfiðast að horfa upp á líðan drengsins míns. Hann hefur átt mjög erfitt og ekki er séð fyrir endann á því. Viö mæðginin fórum saman til sál- fræðings til að fá hjálp og þá kom ýmislegt í Ijós sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Til að mynda var það alrangt af mér að ætlast til að hann umgengist föður sinn eins og ekkert hefði ískorist. Það vildi barnið ekki og ekki munaði miklu að ég missti ást hans vegna þessa. Núna læt ég hann alveg um það sjálfan og skil vel að hann þarf tfmatil aö komast yfir sínar neikvæðu til- finningar í garð föður síns. Þetta vil ég benda öðrum á sem eru í svipaðri aðstöðu að íhuga vel. Það getur nefnilega skipt sköpum fyrir barnið að vera ekki tilneytt að umgang- ast það foreldri sem þaö telur hafa svikið sig." - Ertu bjartsýn á framtíð- ina? „Já, því hamingjan getur birst í svo mörgum myndum. Mín hamingja í lífinu er sonur minn og fyrir hann lifi ég. Ég hef enga trú á þvf að ég eigi eftir að finna hamingju með einhverjum karlmanni því hingað til hefur aðeins verið einn maður í mínu lífi og það er fyrrverandi eiginmaður minn. Ég get ekki hugsað mér að stofna til sambands við nokk- urn mann enn sem komið er en það má vel vera að það breytist með árunum. Til- gangurinn í lífinu er að vera góð móðir og standa mig vel í vinnunni. Einnig verð ég að komast yfir óttann sem ég ber enn gagnvart fyrrverandi eig- inmanni mínum og fá frið fyrir honum. Satt best að segja held ég að það gerist aldrei." 12. TBL. 1991 VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.