Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 19

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 19
eitthvað svona. Hann verði settur út af hótel- inu, fái hvergi inni og þurfi að sofa á ströndinni þar til hann verði sendur heim með næstu vél. Hann verður þá svo hræddur að hann bendir mér á manninn sem barið hafði Hollendinginn. Þetta var þá hátt settur maður og enginn vildi láta bendla sig við að vera neitt að koma upp um svoleiðis menn. Nema ég kalla manninn á minn fund, eins og ég hefði gert við hvern annan, og við röbbuðum lengi saman. Nokkrum dögum seinna vill þessi sami mað- ur fá sér bílaleigubíl. Hann og kona hans fara síðan í nokkurra daga ökuferð um Mallorka og koma hæstánægð til baka úr henni. Þá er það að kona hans hnippir í mig og spyr hvað ég hafi eiginlega sagt við manninn sinn; þetta hafi aldrei gerst fyrr - að hann hafi verið annað en blindfullur allan þann tíma sem sumarleyfið stóð yfir og þau séu nú að koma þarna í sautjánda sinn. Þau voru síðan með bílinn allt fríið og maðurinn fékk sér ekki annað en eitt ölglas stöku sinnum. Næsta ár hitti ég þau síðan aftur og það var sama sagan; mað- urinn var bláedrú allan tímann. Þetta er kannski dæmi um hvaða áhrif hægt er að hafa - án þess að gera sér grein fyrir því.“ □ BERGÞÓRA Frh. af bls. 17 Spánar, er hætt að kippa sér upp við skordýrin eða halda að þau séu eitruð." - Vel á minnst, eru til einhver ráð við þeim? þeim? „Ráðið við maurunum er að þrífa alltaf matarleifar samstundis. Brauðmylsna, kók- sletta eða ávaxtasafi kallar á maurana um leið - sama hvort fólk er á fyrstu hæð eöa átjándu. Þrífa eftir matinn og fara út með ruslið - það heldur maurunum í burtu. Fyrir þá sem eru svo óheppnir að draga að sér moskítóflugur eru seld lítil rafmagnstæki í öllum matvöruverslunum og apótekum. Þau kosta um 500 krónur og þeim fylgja átta töflur sem settar eru í á kvöldin og endast í tólf klukkutíma. Tækið gefur síöan frá sér lykt sem við finnum ekki en moskítóflugurnar forðast. Svo fyrirfinnst áburður sem heitir AUTAN og gerir þaö að verkum að moskítóflugurnar forð- ast mann. Síðan er það svo B-vítamínið - en það á að taka inn en ekki að skilja eftir opin glös eða nokkrar B-vítamíntöflur í gluggakist- um og hornum íbúðarinnar eins og fólk hefur verið að gera.“ - Það er viss ævintýraljómi yfir þessu starfi. Er það þannig í raun? „Auðvitað er mjög misjafnlega auðvelt að kljást við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni en þetta er sérlega skemmti- legt og gefandi starf. Maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki og það er það besta við starfið. Nú stend ég frammi fyrir því að vera hálft ár þarna suðurfrá og þá fer ég að sakna þess að fá ekki „mömmumat". En þá eru góðir íslendingar þarna sem bjóða manni harðfisk og flatkökur. Svo finnst mér íslendingar vera farnir að opna sig meira gagnvart landi og þjóð. Það er ekki lengur um það að ræða að fólk sitji bara við laugina heldur vill það núna fræðast meira um Spán, sögu landins, hefðir og menningu." yÆVINTYRI VERULEIKANS TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTMTTTmTTTTT MEÐ HATT í HÖLUNA „í boðskortinu stendur að við eigum að koma með hatta, hljóðfæri, samkvæmisleiki og fallegar vísur.“ Við erum boðin í veislu í sumar, fjölskyldan mín og ég. Veislan verður haldin i höll í Svíþjóð, nánar tiltekið rétt fyrir utan Lund. Til- efnið er fimmtugsafmæli Ylvu vinkonu minnar. Hún er ekki prinsessa heldur kennslukona en ætlar að halda vinum og fjölskyldu veislu í höllinni og mun veislan standa í sólar- hring. Hún leigir höllina ásamt hljómsveit sem leika á fyrir gesti uns dagur rennur. í staðinn fyrir að gefa afmælisgjafir borga gestir smáupphæð til að styrkja framtakið og skal senda upp- hæðina til Svíþjóðar tveimur mánuðum fyrir afmælið. Ekki nóg með það. í boðs- kortinu stendur að við eigum að koma með hatta, hljóðfæri, samkvæmisleiki og fallegar vísur. Ég er sjálf ekki í neinum vandræðum með hatt því þeg- ar fyrsta barnabarnið mitt var skirt í fyrra fékk ég mér aö sjálfsögðu hatt í tilefni dagsins og skildi ekkert í því af hverju hinar ömmurnar mættu ekki líka með hatta. Hins vegar vandast málið þegar maðurinn minn á í hlut. Mér vitanlega hefur hann aldrei sett upp hatt á ævinni og kvíði ég svolítið fyrir, held satt aö segja að hattur muni ekki klæða hann mjög vel. Við verðum álitleg þegar við mæt- um í flugið, með gítarinn og hattaöskjuna, krakkana og innihaldið úr fataskápnum mínum í gömlu stóru ferða- töskunni. Auðvitað kaupi ég afmælis- gjöf handa Ylvu, eitthvað sem hún getur notað sjálf á ferða- lögum um heiminn. Hún ferð- ast í frítíma sínum og skoðar allt frá óbyggðum til listasafna. Þessi kennslukona er bónda- dóttir frá Skáni sem vaknar hálfsjö á hverju morgni, undir- býr daginn, situr hálftíma í strætisvagni og gengur svo annan hálftíma upp í móti gegnum skóg þar til hún kem- ur að skólanum sínum, földum á milli trjánna. Ég veit þetta vegna þess að ég fylgdi henni nokkra morgna nýverið og dáðist að þrautseigju hennar og krafti. Gengurðu þetta líka í myrkrinu? spurði ég undrandi. Auðvitað geri ég það. Ég elska gönguferðir, langar göngu- ferðir, sagði hún og brosti. Gegn um dimman skóg Gegn um dimman skóginn liggja lítil göng. Þarna gengur hún með myrkrið að leiðarljósi. > CO e o 70 2 co O S' 7Ó co i l> 70 12. TBL. 1991 VIKAN 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.