Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 47

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 47
skemma sjálfs síns framvindu meö óreglu af einhverju tagi. Þeir sem falla þannig um sjálfs síns ágæti veröa oftast sjálf- um sér verstir og um leið hefta þeir líka tækifæri og hugsan- legan framgang sinn og mögu- leika og því miður oft annarra um leiö og þaö er óneitanlega hryggilegt. Þeir sem elska sjálfan sig fallast aldrei á aö líf óreglu sé eftirsóknarvert. Þvert á móti vilja þeir ekki eyðileggja og kannski afskræma annars ágætt upplag sitt sem fært get- ur þeim eftirsóknarvert líf. Þú ert heppin að eiga góöa aö og kannski er rétt hjá þér aö mögulega lifir þú of átakalitlu lífi heimafyrir. Foreldrar okkar vernda okkur oft of mikið vegna ofurástar á okkar ann- ars ágætu persónu. Þaö er þakkarvert fyrir ungling eins og þig aö finna holla og jákvæða fyrirmynd í foreldrum sínum. Aftur á móti megum við foreldrar vara okk- ur á aö vera of uppáþrengjandi viö ykkur börnin eins og í okk- ur sé allt fullkomið hvað varöar skilning og ábendingar, auk annars þess sem kann að finnast í okkur fullorðna fólk- inu. Þaö að hafa fætt barn af sér og alið það upp þýðir ekki endilega að það sé eins og við foreldrarnir. TRAUST ER MIKILS VIRÐI Eins og þú bendir á er ástæða til að treysta þér vegna þess að þú ert staðföst og vönd að virðingu þinni. Málið er bara, elskuleg, að við foreldrarnir erum eins og mamma þín, flest fremur óörugg og hrædd þeg- ar þið unga fólkið á þessum viðkvæma aldri eruð að fikta við áfengi og kannski eiturlyf og ekki að ástæðulausu eins og margar ömurlegar af- leiðingar þessa sýna. Þrýstingur, sem unglingur, sem ekki flýtur með í óregl- unni, verður fyrir, er oft gífur- legur frá félögunum, þó ekki þurfi hann að vera nema ó- beinn. Meö þessu er ég að benda þér á að það er eðlilegt að mamma þín sé ekki spennt fyrir því aö þú umgangist mikið krakka sem eru á annars kon- ar og óhentugri leiðum en þú, þó það sé asnalegt að finna eins og þú að manni sé ekki treyst. Mundu bara að vegna þess að mamma þín elskar þig vill hún vernda þig og gengur kannski fulllangt á stundum. Það er þá fremur vegna ótta en ekki af því hún treysti þér ekki fyllilega. VERÐUM AÐ VELJA VININA SJÁLF Auðvitað eigum við foreldrarn- ir ekki að velja vini fyrir börnin okkar. Meðan við teljumst for- ráðamenn ykkar er samt ekk- ert óeðlilegt viö að við reynum að hafa sem heppilegustu á- hrif á gerðir ykkar og athafnir þó vissulega göngum við stundum of langt í þessum góða ásetningi og verðum kannski óafvitandi ráðrík. Mundu líka að ef hún væri al- gjörlega afskiptalaus yrðir þú sennilega jafnspæld yfir fram- komu hennar. Vandi hennar og þinn liggur fremur í að hún virði þinn vilja og þú hennar og báðar reyni að skilja hvað liggur á bak við hegðun hinnar í raun og veru og séuð báðar eins sanngjarn- ar og hægt er í mati á stað- reyndum. Að eiga að koma heim á fyrirfram ákveðnum tíma, þegar maður er unglingur ennþá en á sumum sviðum farin að lifa eins og fullorðin kona, er náttúrlega svekkj- andi. Á bak við ásetning mömmu þinnar er jafnt sem áður nokkur sannleikur. HÆTTUR GETA LEYNST VÍÐA Við búum nefnilega í samfé- lagi sem er ekki algott frekar en önnur og jafnvel stærri. Það er mjög erfitt að vera foreldri, vitandi af barninu sínu úti á nóttunum, jafnvel þó maður treysti því eins og mamma þín trúlega gerir. Málið er bara að það eru ekki allir eins og þú, elskuleg, þvi heldur er ósennilegt að nokkrum manni stafi hætta af þér - eða hvað finnst þér? Við verðum, þó unglingar séum, að vera alveg klár á því að það eru ýmsar alvarlegar hættur samfara næturrölti ungra stelpna og stráka sem vissu- iega getur og hefur haft ömur- legar afleiðingar. Það bera fréttir af ýmiss konar ofbeldi á saklausum með sér í seinni tíð. Ef þú íhugar þennan mögu- leika áttu betra með að skilja umhyggjusemi mömmu þinnar þótt fúlt sé að þurfa að benda þér á þessar augljósu stað- reyndir og ekki síður hundfúlt fyrir þig að þurfa kannski að sættast á þessi hallærislegu rök eins og þau sýnast kannski vera í fljótu bragði, þó happadrjúg gætu reynst. STRÁKAMÁL GETA VERIÐ SNÚIN Hvað varðar ástarmálin er staðan nokkuð snúin. Þú kem- ur greinilega, eins og þú bend- ir á, frá heimili þar sem ríkir nokkurt jafnvægi. Af þeim á- stæðum áttu erfitt með að vera leiðinleg nema af ástæðum eins og að eiga að koma heim á fyrirfram ákveðnum tíma. Eins og þú bendir svo gáfu- lega á sjálf getur það verið galli ef heimilisfastir eru of eftirgefanlegir við mann og umburðarlyndir og sem afleið- ing af því hafi maður það jafn- vel of notalegt. Þegar þú svo í sambandi þínu við hitt kynið i fyrsta sinni upplifir allt annars konar tilfinn- ingatengsl en þú hefur kynnst áður, eins og með fyrri strákinn, er ekki nema eðilegt að þú þreytist nokkuð ef þau tengsl eru mjög áreynslulaus fyrir þig eins og það samband virðist hafa verið. Þú komst jafnvel, eins og þú bendir svo skynsamleg á sjálf, upp með að vera reglulega leiðinleg og snúin við hann, þó strákgreyið gæfi jafnvel lítið til- efni til þess og fékkst fyrirgefn- ingu fyrirhafnarlaust. Það er þér vitanlega ekkert hollt ef þú ert ósanngjörn að ástæðu- lausu og kannski líka leiðinleg í ofanálag. Það er mjög líklegt að eitthvað í persónuleika hans henti þér ekki og vegna þess espi hann óafvitandi erfiðustu hliðar þínar upp. Þú hefur sennilega ómeðvitað vonast til að honum fyndist nóg um og léti þig lönd og leiö. Það hefði sennilega verið ágætt í þínu tilviki því þá hefði fljótlega runnið upp fyrir þér að hann var þér ómissandi eða ekki. í staðinn ertu heldur óhress með hann og prófar jafnvel að tengjast öðrum sem þó grípur þig ekkert sterkar, þó and- stæða hins sé. NAUÐSYNLEGT AÐ ÞEKKJA EIGIN TILFINNINGAR Málið er sennilega að þig vant- ar um tíma fremur að nálgast sjálfa þig tilfinningalega en mögulegan lífsförunaut, þó þægilegt geti verið í bili aö finna þann yl og þá hlýju sem heilbrigðu tilfinningasambandi við hitt kynið getur óneitanlega fylgt. Á næstu árum áttu eftir að upplifa sjálfa þig á margbreyti- legan hátt og ert þegar farin að skynja breytingu. Þess vegna líður þér eins og þú sért f lausu lofti og ert sennilega með sektarkennd vegna þekk- ingarleysis á eigin ágætu persónu. Strákarnir gera kröf- ur til þín eins og þú sért full- orðin en foreldrarnir toga í þig eins og þú værir ennþá tólf ára, finnst þér trúlega. Nóg vesen til að koma manni alveg í kerfi og það af hallærislegri tegund. Best væri sennilega fyrir þig að slaka dálítið á tilfinninga- lega og gefa litlu stelpunni í þér líf og svo aftur þeirri sem er að verða ung kona í friði fyrir utanaðkomnu tilfinningalegu áreiti. Láta þær kynnast og mögulega fallast Ijúflega í faðma og sjá hvort ekki kemur út heilsteypt ung kona með bein í nefinu, fús til að bera fulla ábyrgð ein og óstudd á sinni yndislegu og réttsýnu persónu, sem mér sýnist þú Frh. á næstu opnu Bréfritari segist vera stelpa rétt undir sextán ára, standa sig vel í skóla og vera reglusöm, já, reyndar vera að flestu leyti fyrirmynd- arungling- ur. En það er einkum tvennt sem gerir það að verkum að hún seg- ist vera langt niðri. Annars vegar of mikil um- hyggja móður og strangt eftirllt hennar. Og hins vegar val á milii tveggja stráka... 12. TBL. 1991 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.