Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 22
ÆVINTÝRALEGT FERÐALAG SÆNSK-ÍSLENSKRAR STÚLKU í ÞÝSKALANDI
Frh. af bls. 21
þýsk. Raunar er mikill meiri-
hluti þeirra sem vinna viö sýn-
inguna útlendingar.
Frumsýningin veröur mér
ógleymanleg. Þaö var svo
skrítin tilfinning aö standa allt í
einu á þessu ofboðslega stóra
sviði, innan um allan þennan
tæknibúnaö og viöamikil leik-
tjöldin - innan um fólkiö í
þessum stórkostlegu búning-
um - og síðan meö tvö þús-
und spennta áhorfendur í
salnum. Þetta var æöislegt.
Þaö mátti engu hnika frá
upprunalegu uppfærslunni í
London. Búningarnir eru kapí-
tuli út af fyrir sig og þaö fer
mikill tími í þá á hverri sýn-
ingu. Þeir eru líka skemmtileg-
ir og setja sterkan svip á
verkið."
- Hvernig hefur sýningin
svo gengiö?
„Þaö er ennþá verið aö sýna
fyrir fullu húsi og þaö verður
sýnt á meðan fólk endist til
þess að koma f leikhúsið.
Sumir segja að viö megum
gera ráð fyrir tíu árum - en
það er auðvitað oröum aukið.
Ég vona auðvitað að sýning-
arnar gangi jafnvel áfram og
hingað til. Ég er nýbúin að
skrifa upp á starfssamning í
eitt ár til viðbótar. Það þýðir þó
ekki að ég ætli aö verða elli-
dauð á sviðinu þarna. Ég varö
satt aö segja að hugsa mig
tvisvar um áður en ég skrifaði
undir. Samningurinn er gerður
með þeim fyrirvara að mér er
frjálst að hætta hvenær sem
ég vil, til dæmis ef mér býðst
eitthvað sem ég vil taka fram
yfir. Ég vil ekki staðna í þessu
sama hlutverki og því ætla ég
mér ekki að vera lengur en tvö
ár hérna. Ég gæti hugsað mér
að vera hér í Þýskalandi
svona í fimm til sex ár í það
heila en fara síðan til annarra
landa, eins og Frakklands og
ftalíu. Þetta er náttúrlega háð
þvf að maður fái einhverja
vinnu. Ég verð bara að sjá
hvað framtíðin ber í skauti sér.
Ég hefði síðan ekkert á móti
því að geta endaö starfsferil
minn sem dansari í Svíþjóð.
Annars er ég opin fyrir öllu,
maður verður að vera það. Ég
er raunar ekki mikið í klassísk-
um ballett, meira í nútíma- og
djassballett sem ég hef eigin-
lega sérhæft mig í.“
SVÍI EÐA
ÍSLENDINGUR?
Það er greinilegt að Eva er
ákaflega lifandi og opinn per-
Sýningin á The Phantom of the Opera er afar margslungin og umfangsmikil.
Ótrúlegustu tæknibrellum er beitt og koma þær áhorfendum verulega á óvart.
„Sviðið er svo stórt að maður er eins og lítil mús á því,“ segir Eva í viðtalinu við
Vikuna.
tæknifræðingur. Ég á tvö
systkini og svo vill til að þau
eru um þessar mundir bæði
búsett f Noregi. Ég reikna
reyndar með að Björn bróðir
minn flytji aftur til íslands þeg-
ar hann hefur lokið námi.
Elísabet systir mín er aftur á
móti gift norskum manni og á
varla eftir að flytjast til íslands
úr því sem komið er.
Elísabet lærði líka ballett en
hún hætti þegar hún var þrett-
án ára. Hún segist sjá mikið
eftir því en núna hvetur hún
mig áfram með ráðum og dáö
og segir að ég megi alls ekki
hætta. Þetta er náttúrlega það
sem ég hef lært og því verð
ég að reyna að nota þessa
menntun mína á meðan ég
get. Stundum verð ég samt
ofsalega leið á þessu, til dæm-
is þegar mér finnst mér ekki
ganga nógu vel. Þá hefur
flögrað að mér að fara að gera
eitthvað annaö.“
■ „Það er ennþá verið að sýna fyrir
fullu húsi. Sumir segja að við megum
gera ráð fyrir tíu árum.“
■ „Auðvitað verður maður að passa
sig að verða ekki ofurástfanginn ef
maður hefur I hyggju að vera á ein-
hverju flakki í framtíðinni og taka þeim
tilboðum sem freista manns.“
■ „Umhverfið þar sem ég bý er að
vísu ekkert aðlaðandi. Maður rekst oft
á pönkara sem reyna að sníkja af
manni pening og sígarettur í hvert
sinn sem maður gengur hjá.“
sónuleiki. Hún talaði óþvingað
viö blaðamann og gat átt það
til að skellihlæja og reka upp
undrunaróp þegar því var að
skipta. Hún talaði íslenskuna
hárrétt og án hreims. Stundum
þurfti hún þó að beita sænsk-
unni fyrir sig ef hana vantaði
orð. Hún sagðist í raun vera
meiri Svfi en íslendingur en
auðvitaö væri hún hvort
tveggja. Foreldrar hennar tog-
uðu í hana á íslandi en kunn-
ingjarnir og tækifærin í
Svíþjóð. En hvaról hún mann-
inn áður en hún kom til Þýska-
lands.
„Ég er fædd í Svíþjóð og
dvaldi þar fyrstu fjögur ár ævi
minnar. Þá flutti ég með for-
eldrum mínum til íslands þar
sem ég var næstu fjórtán árin
eða þar til ég hélt aftur til Sví-
þjóðar og var þar í fjögur ár
áður en ég fór til Þýskalands
aö freista gæfunnar.
Ég fór fyrst f skólann hjá
Eddu Scheving og var þar í
fjögur eða fimm ár. Síðan var
ég við Listdansskóla Þjóðleik-
hússins f ein átta ár. Þegar
skólanum lauk dansaði ég um
tíma með íslenska dans-
flokknum, í Dýrunum í Hálsa-
skógi til dæmis, Orfeusi og
Evridís og f Skollaleik. Að því
búnu fór ég í Ballettakademí-
una í Stokkhólmi og var þar
þrjú næstu árin og lagði aðal-
áherslu á nútímaballett.
Móðir mín er íslensk og
heitir Sigrún Helgadóttir
Hallbeck. Hún starfar sem
sænskukennari við Háskóla
íslands. Faðir minn, Eric, er
aftur á móti sænskur og er
REYNI AÐ GERA
Min BESTA
- En er ekki einhæft og leiöi-
gjarnt til lengdar að dansa
sama hlutverkið mánuðum og
misserum saman eins og í
Das Fantom?
„Auðvitað er það svolítið
einhæft, ég neita því ekki. Það
er auðvelt að læra bara á þetta
eins og að moka sand og láta
þar við sitja. En ef maður lítur
á þetta sem alvarlegt verkefni,
sem maöur þarf að leggja
metnað sinn í, þá horfa málin
öðruvísi við. Allan tímann þarf
maður að halda einbeitingunni
og ég reyni að leggja alltaf eitt-
hvað nýtt í hlutverkið í hverri
einustu sýningu. Mér finnast
engar tvær sýningar vera eins.
Maður er misjafnlega vel upp-
lagður og í hverri sýningu
kemur eitthvað óvænt í Ijós.
Þessi tími hefur verið mjög
skemmtilegur og spennandi.
Ég hefði alls ekki viljað fara á
mis við hann. Þetta er samt
eins og hver önnur vinna þar
sem maður reynir að gera sitt
besta í hvert sinn og fer síðan
til síns heima og býr sig undir
næsta dag.“
- Það er sjálfsagt erfitt fyrir
ungar konur eins og þig aö
festa ráð sitt þegar næsta
verkefni getur skotið upp koll-
inum hvar sem er í heiminum..
Eva hlær og verður svolítið
feimin. Svo lítur hún ákveðin á
blaðamann.
„Já sko, það er alveg satt.
Ég var með strák í Svíþjóð
áður en ég fór hingað. Við slit-
22 VIKAN 12. TBL.1991