Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 18
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN
FRÁSAGNIR FARARSTJÓRA
OFBOÐSLEGA GAMAN
AÐ ÞESSU STARFI
Aðalsteinn Bergdal leikari er fararstjóri hjá
Samvinnuferðum- Landsýn. í spjallinu við
Vikuna rifjar hann upp nokkuð af því sem
dreif á daga hans sem fararstjóra eldri
borgara.
„Þessar ferðir með eldri borgarana eru ynd-
islegustu ferðir sem maður fer - þó stundum
sé maður að berjast við að koma þeim í háttinn
milli þrjú og fjögur á næturnar,11 segir Aðal-
steinn. „Maður sér mörg einstaklega falleg
sambönd meðal þeirra og gegnum þessar
ferðir hef ég eignast mjög marga vini sem ég
heimsæki.
Einhvern tíma var ég með hóp sem að vísu
var alveg einstakur hrakfallahópur og eigin-
lega allt gerðist hjá sem gat gerst. Einn fót-
brotnaði en sagðist bara hafa gaman af því,
hann væri atvinnusjúklingur og búinn að fara í
þrjátfu og tvo skurði. Hann var sjór sagna,
þessi maður, alveg yndislegur karl og þótti
ekkert að því að liggja á sjúkrahúsi í fríinu.
Hjúkrunarkonan hans sagði síðar við mig að
þetta væri yndislegasti sjúklingur sem hún
hefði haft. Hins vegar þyrfti að kenna honum
einn hlut og það væri að kvarta.
Svo voru þarna hjón og maðurinn kemur til
mín einn daginn og greinilegt að mikið leynd-
armál er á ferðinni. Ég spurði hann hvað væri
að og kom þá í Ijós að hann hafði brotið falska
efri góminn. „Þá verðum við bara að reyna að
bjarga því,“ segi ég við hann og fæ mann til að
útvega mér efni frá tannlækni til að líma
góminn. Gómurinn hafði brotnað langsum og
ég mæti með græjurnar í íbúðina, sem í
bjuggu tvenn hjón. Ég sest við borð í stofunni
og svo stilla þau sér öll fjögur upp kringum
borðið. Ég hafði nú ekki glingrað viö að setja
saman góm áður og efnin þurfti að hræra sam-
an eftir kúnstarinnar reglum og þarna stóðu
þau fjögur yfir mér meðan á athöfninni stóð. Ég
vandaði mig óskaplega en þau efuðust mjög
um það allan tímann að ég færi nú rétt að. Ég
límdi og pússaði, spartlaði og bar í með tvenn
hjón á öxlunum og á endanum fór auðvitað
gómurinn upp í manninn. Þá sagði hann: „Svei
mér ef gómurinn er ekki bara betri núna en
hann var. Það hefur eitthvert fyllingarefni kom-
ið þarna sem ég hefði eiginlega þurft aö fara
að fá í hann. Nú get ég alveg gleymt því.“
Svo vorum við með einn ansi góðan sem
dreif sig alltaf í trimmgalla og ullarsokka um
leið og suður var komið, vel sjötugur maðurinn.
Hann sat í trimmgallanum og ullarsokkunum,
keðjureykti Camel og drakk kaffi og koníak
með. Eitt skipti erum við að koma með hóp og
þá kemur hann á bull-sullandi ferð eftir gangin-
um. Hann tiplar þarna í átt til okkar og er meö
fiskibolludós frá Ora í höndunum. Hann réttir
kvenfararstjóra fiskibolludósina og segir:
„Hérna, þú mátt eiga þetta. Ég finn ekki opnar-
ann.“ Islensk fiskibolludós var sjaldséður hlut-
ur á Mallorka þannig að hún tekur ákvörðun
um það strax að hafa fiskibollurnar í matinn
Aöalsteinn Bergdal með yngsta farþegann sem
hann þjónaði sumarið 1988. Á myndinni fyrir
neðan sést hann í fullum skrúða að kæta
íslenska sólarlandafara af yngri kynslóðinni.
U„Einn fótbrotnaði en
sagðist bara hafa
gaman afþví, hann væri
um kvöldið. Svo stendur dósin á afgreiðslu-
borðinu og við fararstjórarnir fórum að merkja
töskur. Það líður og bíður og karlinn er alltaf
eitthvað að vafra þarna rétt hjá dósinni en snýr
alltaf við. Allt í einu kemur hann svo á þessari
rosalegu siglingu og þá er konan rétt búin að
handsama dósina og er í þann veginn að fara.
Hann kemur og rífur dósina úr hendi hennar
og segir: „Heyrðu! Ég er hættur við að gefa þér
hana, ég fann opnarann!““
- Er þetta skemmtilegt starf?
„Það er ofboðslega gaman að þessu starfi
þegar vel gengur - og hvernig sem gengur.
Það er gaman að hafa eitthvað að takast á við.
En þetta er mikil vinna og mikil viðvera. Sem
fararstjóri þarf maður að vera læknir, sál-
fræðingur og eiginlega allt. Það fyrirfinnast vart
þau mál sem ekki þarf að taka á í þessu starfi.
Eitt árið var áberandi mikil drykkja á mann-
skapnum. Einu sinni sem oftar kem ég á hótel
að morgni dags til að halda kynningarfund og
er þá tilkynnt af hótelstjóranum að einhver hafi
lamið Hollending kvöldið áður. Hótelstjórinn
vissi ekki hver hlut átti að máli en ég geng út
að sundlaug og spyrst fyrir um málið. Þá bar
,svo við að allir íslendingarnir höfðu sofnað
snemma og enginn vissi neitt. Eftir fundinn
kemur til mín barþjónn og segir að hjá sér sé
maður sem brjóti alltaf glösin eftir að hafa
tæmt þau.
Ég sagðist skyldu rukka manninn fyrir
glösunum og þegar ég kem þarna niður sé ég
einn íslending með nýjar skrámur. Ég geng því
á hann og segi honum að hann verði að gera
sér grein fyrir því hvaö það kosti ef hann geri
atvinnusjúklingur og
búinn að fara í þrjátíu
og tvo skurði. Hann var
sjór sagna, þessi
maður, alveg yndislegur
karl og þótti ekkert að
því að liggja
á sjúkrahúsi
í fríinu.“
18 VIKAN 12. TBL. 1991