Vikan


Vikan - 13.06.1991, Side 55

Vikan - 13.06.1991, Side 55
I t Brosmild hollensk stúlka býður farþega velkomna með túlípana- vöndum. hefði löngum verið talinn einn besti tengiflugvöllur í Evrópu. Víst er að þaðan er greið leið í allar áttir enda nýta margir sér þennan möguleika. Árið 1989 áttu til dæmis um sextán millj- ónir farþega leið um Schiphol- flugvöll. Frægar eru einnig orðnar versianirnar á flugvell- inum og engin ástæða til aö láta sér leiðast á meðan beðið er eftir að leggja í loftið. Forstjórinn benti ennfremur á, í tilefni af smávegis regni sem tók á móti viðstöddum, að í Hollandi væri rigningin ekki lóðrétt heldur lárétt. Það þóttu okkur Frónbúum reyndar ekki merkileg tíðindi. FLOGIÐ DAGLEGA TIL AMSTERDAM? Sigurður Helgason endur- gait gjöf forstjórans með fallegum skúlptúr úr blásnu gleri frá Bergvík. Hann sagði félagið hafa ákveðið að gera Amsterdam að einum af þrem- ur meginviðkomustöðum Flug- leiða f Evrópuflugi. Hann greindi frá því að stefnt væri að því að koma á daglegu flugi milli Keflavíkur og Amster- dam. í sumar verða fimm ferð- ir í viku á flugleiðinni. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund farþegar nýti sér flugleiðina á þessu fyrsta heila ári starf- seminnar eftir að flugréttindin til borgarinnar voru endur- heimt. Sigurður minnti einnig á að Flugleiðir ættu yngsta flug- flotann f Evrópu um þessar mundir. Að lokinni móttökuathöfn- inni á flugvellinum var haldið inn í borgina. Við Dam-torgið, eitt af þremur þekktustu torg- um Amsterdam, stendur glæsihótelið Grand Hotel Krasnapolski. Þangað var för- inni heitið. Morgunverðarsal- urinn á þessu hóteli er kunnur fyrir fegurð og hafa atriði í kvikmyndum verið tekin þar. Salurinn er yfirbyggður með hvolfþaki úr gleri. Einnig er þarna frægur japanskur mat- sölustaður sem vert er að heimsækja. Herbergin á hótel- inu eru stór og vel búin öllum hugsanlegum þægindum. FJÖGURRA KÍLÓMETRA VERSLUNARGATA Við Damtorgið er annar endinn á fjögurra kílómetra langri göngu- og verslunar- götu, Kalverstraat. Þar er auð- veldlega hægt að gleyma stað og stund í fjölmörgum tísku- verslunum, sem og verslunum af öðru tagi. Járnbrautarstöðin er ekki fjarri þessu torgi og Rauða hverfið ekki heldur. Þangað kvað vera mikil lífs- reynsla að koma enda ýmis- legt boðið falt sem við Islend- ingar erum ekki vanir að versla með. Þekkt eru líka torgin Leidse- plein og Rembrandtsplein fyrir fjölda veitinga- og kaffihúsa og kráa. Sjálfsagt er að benda á krá sem heitir Hof van Holland og er vægast sagt óvenjuleg. Þar eru þjónarnir hinir bestu söngvarar og syngja hástöfum í hljóðnema á meðan þeir veita gestum eða skola úr glösum. Þeir eiga það líka til að grípa skeiðar og spila á flöskurnar í hillunum. HÆSTA LISTAVERKIÐ ER EFTIR ÍSLENDING Kvöldverðurinn í Amster- dam verður minnisstæður. Boðið var til hans í fljótandi veitingahúsi, síkjabáti. Þar nutu gestir hins þekkta réttar „rijstaffel" eða hrísgrjónahlað- borðs að indónesískum sið, en indónesískur matur er ein- mitt hornsteinn hollenskrar matargerðarlistar. Meðan set- CELAIMDAIR Forstjórar Schiphol og Flugleiöa við móttökuathöfnina á flugvellin- um, fyrir framan íslenska farkostinn. ið var aö snæðingi var siglt um borgina og kostur gafst að líta falleg hús. Fyrir augu bar til dæmis mjósta húsið í borg- inni, sem er aðeins 1,28 metr- ar á breidd, fjölmargar brýr, húsbátar, skútur og að lokum sýnishorn af frægustu versl- unarvöru Rauða hverfisins. Að kvöldverði loknum þótti tilvalið að heimsækja krá, bragða á þjóðardrykknum, séníver, blanda geði við aðra gesti staðarins og jafnvel að- stoða barþjónana, eins og ein af meðfylgjandi myndum ber með sér. Þeir sem vildu dansa þurftu ekki að leita lengi að diskótek- um eða dansstöðum af öðru tagi. Þeir eru margir og fjöl- breyttir. Að morgni er svo lagt upp i skoðunarferð um borgina. Þar er hægt að fylgjast með skurði og slípun demanta og einnig kaupa þá, smáa sem stóra, ef pyngjan leyfir. Margt er að sjá en skemmti- legt að segja frá hæsa lista- verki Amsterdam. Það er eftir íslenska listamanninn Sigurð Guðmundsson sem búsettur er í borginni. Verkið er unnið úr graníti sem flutt var inn frá Svíþjóð. Sagan segir að Sig- urði hafi ekki líkað liturinn á granítinu og hann hafi ráðið þrjátíu til fjörutíu menn til að skvetta úr skinnsokkum sínum á það þar til það var orðið fallega gult. Hann ku hafa sagt að kostnaðurinn við verkið hefði aðallega verið fólginn í bjór handa aðstoðarmönnun- um til að halda þeim við efnið. Út úr borginni er haldið og ekið framhjá vindmyllum og túlípanaekrum í átt að strönd- inni. Veitingar eru boðnar á nýbyggðu, gullfallegu hóteli við ströndina, Elysée Beach Hotel. Fyrir utan gluggana breiða sandstrendur úr sér eins langt og augað eygir. Á þessu svæði eru frægir sand- hólar þar sem rigningarvatn rennur í gegn og safnast í brunna undir þeim. Þetta vatn er síðan notað til drykkjar. Eftir allt of stutta en skemmtileg^dvöl í Hollandi er aftur sest um borð f Flugleiða- vél sem ber okkur heim í okkar eigin láréttu rigningu. Finnst kannski fleirum en mér að þegar komið er heim í hversdaginn eftir ánægjulega ferð til útlanda sé það eins og að vakna af góðum draumi? 12. TBL. 1991 VIKAN 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.